Allt annað að sjá Val nú en á sama tíma á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 09:30 Hannes Þór hefur átt töluvert betra tímabil í ár heldur en á síðustu leiktíð. HAG/Daniel Valur vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á nýliðum Fjölnis í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Sigurinn þýðir að Valsmenn eru komnir á topp deildarinnar en á sama tíma á síðustu leiktíð voru þáverandi Íslandsmeistarar Vals í fallsæti deildarinnar. Eftir níu umferðir á síðustu leiktíð voru Valsmenn með sjö stig. Liðið hafði skorað 15 mörk en fengið á sig 16 á móti. Í ár er allt annað upp á teningnum en liðið er á toppi deildarinnar með 21 stig eftir að hafa skorað 21 mark og fengið á sig átta. Helmingur markanna sem liðið hefur fengið á sig kom í óvæntu 4-1 tapi Vals á heimavelli gegn ÍA. Þar fyrir utan hefur varnarleikur Vals verið nokkuð öruggur á leiktíðinni þó svo að Heimir Guðjónsson - þjálfari liðsins - hafi hringlað verulega í öftustu línu. Heimir tók við liði Vals í vetur og hóf tímabilið með Færeyinginn Magnus Egilsson og Orra Sigurð Ómarsson í vörn liðsins á meðan Sebastian Hedlund var á miðri miðjunni. Eftir leikinn gegn ÍA hafa þeir Magnus og Orri Sigurður sest á bekkinn. Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn í vinstri bakvörðinn, Hedlund var færður niður í miðvörð og Lasse Petry Andersen er kominn inn á miðja miðjuna. Síðan þá hefur Valur ekki litið til baka en liðið hefur unnið frábæra sigra á HK, Breiðabliki, Fylki og nú Fjölni í síðustu leikjum. Þá er Hannes Þór Halldórsson að eiga töluvert betra tímabil en síðasta sumar. Landsliðs-markvörðurinn fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína þá og virðist ætla að svara henni innan vallar í sumar. Þá munar um komu Patrick Pedersen - sem var þó meiddur í gær - en hann kom ekki til félagsins fyrr en um mitt síðasta tímabil. Sóknarleikur liðsins er allt annar með Danann upp á topp og ljóst að Valsmenn eru til alls líklegir í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Valur vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á nýliðum Fjölnis í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Sigurinn þýðir að Valsmenn eru komnir á topp deildarinnar en á sama tíma á síðustu leiktíð voru þáverandi Íslandsmeistarar Vals í fallsæti deildarinnar. Eftir níu umferðir á síðustu leiktíð voru Valsmenn með sjö stig. Liðið hafði skorað 15 mörk en fengið á sig 16 á móti. Í ár er allt annað upp á teningnum en liðið er á toppi deildarinnar með 21 stig eftir að hafa skorað 21 mark og fengið á sig átta. Helmingur markanna sem liðið hefur fengið á sig kom í óvæntu 4-1 tapi Vals á heimavelli gegn ÍA. Þar fyrir utan hefur varnarleikur Vals verið nokkuð öruggur á leiktíðinni þó svo að Heimir Guðjónsson - þjálfari liðsins - hafi hringlað verulega í öftustu línu. Heimir tók við liði Vals í vetur og hóf tímabilið með Færeyinginn Magnus Egilsson og Orra Sigurð Ómarsson í vörn liðsins á meðan Sebastian Hedlund var á miðri miðjunni. Eftir leikinn gegn ÍA hafa þeir Magnus og Orri Sigurður sest á bekkinn. Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn í vinstri bakvörðinn, Hedlund var færður niður í miðvörð og Lasse Petry Andersen er kominn inn á miðja miðjuna. Síðan þá hefur Valur ekki litið til baka en liðið hefur unnið frábæra sigra á HK, Breiðabliki, Fylki og nú Fjölni í síðustu leikjum. Þá er Hannes Þór Halldórsson að eiga töluvert betra tímabil en síðasta sumar. Landsliðs-markvörðurinn fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína þá og virðist ætla að svara henni innan vallar í sumar. Þá munar um komu Patrick Pedersen - sem var þó meiddur í gær - en hann kom ekki til félagsins fyrr en um mitt síðasta tímabil. Sóknarleikur liðsins er allt annar með Danann upp á topp og ljóst að Valsmenn eru til alls líklegir í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02
Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00