Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2020 23:14 Aðgerðir spænskra stjórnvalda munu án efa hafa mikil áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. Vísir/AP Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. Veitingastöðum, börum og verslunum á Spáni verður gert að loka samkvæmt neyðarráðstöfunum stjórnvalda. En einstaklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna hefur fjölgað um fimmtán hundruð á einum sólarhring og 120 manns hafa látist vegna hennar. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar ávarpaði þjóðina í spænska sjónvarpinu í dag. „Ég tilkynnti hans hátign konungnum í dag að neyðarástandi sem nær til alls Spánar (þar með Kanaríeyja) verði lýst yfir eftir sérstakan ríkisstjórnarfund á morgun. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að grípa til ráðstafana sem þessarra á hættutímum eins og nú ríkja því miður í landi okkar og um allan heim,” sagði Sanchez. Fólk sem talað var við á götum úti var flest á því að aðgerðir sem þessar væru nauðsynlegar, eins og hinn 67 ára gamli fyrrverandi veitingastaðaeigandi á eftirlaunum Juan Jose Fernandez „Ég er þeirrar skoðunar að forsætisráðherrarann hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrir 15 dögum. Það hefði bjargað miklu í þessu landi,” sagði Fernandez. Forsætisráðherrann sagði að nú verði allar stofnanir samfélagsins virkjaðar til fulls til að hefta útbreiðslu veirunnar en því miður væru horfur á að í næstu viku hafi um tíu þúsund manns smitast af kórónuveirunni. Götur helstu stórborga Spánar, Madrid og Barcelona eru hálf tómar þar sem fólk heldur sig að mestu heima. Carmen Melon var ein fárra á ferli í miðborg Madrídar í dag og var ánægð með hvað fáir voru á ferli. „Ég bý hér í miðborginni og ég er mjög ánægð með að sjá að hún er tóm. Mér líkar að fólk skuli haga sér skynsamlega og haldi sig heima. Ég þurfti að vinna í eina klukkustund í dag en eftir það mun ég einnig halda mig heima,” sagði Melon sem var með andlitsgrímu til að verjast smiti. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Danir sem hafa sett takmarkanir á ferðalög til landa sinna. Ungverjar hafa nú þegar bannað komur fólks frá Ítalíu, Íran, Kína og Suður Kóreu og í dag var tilkynnt að allir sem koma frá Ísrael þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Háskólum landsins hefur þegar verið lokað en á mánudag verður öllum öðrum skólum einnig lokað. Victor Urban forsætisráðherra og eiginkona hans mættu á heilsugæslustöð í dag þar sem hiti þeirra var mældur og mótefnapróf tekin. „Við verðum að búa okkur undir að þetta ástand muni ekki vara aðeins í vikur heldur mánuði. Líf okkar allra mun breytast, ekki bara í nokkrar vikur heldur mánuðum saman,” sagði Urban meðal annars í ávarpi sem var tekið upp heima hjá honum og sjónvarpað í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. Veitingastöðum, börum og verslunum á Spáni verður gert að loka samkvæmt neyðarráðstöfunum stjórnvalda. En einstaklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna hefur fjölgað um fimmtán hundruð á einum sólarhring og 120 manns hafa látist vegna hennar. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar ávarpaði þjóðina í spænska sjónvarpinu í dag. „Ég tilkynnti hans hátign konungnum í dag að neyðarástandi sem nær til alls Spánar (þar með Kanaríeyja) verði lýst yfir eftir sérstakan ríkisstjórnarfund á morgun. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að grípa til ráðstafana sem þessarra á hættutímum eins og nú ríkja því miður í landi okkar og um allan heim,” sagði Sanchez. Fólk sem talað var við á götum úti var flest á því að aðgerðir sem þessar væru nauðsynlegar, eins og hinn 67 ára gamli fyrrverandi veitingastaðaeigandi á eftirlaunum Juan Jose Fernandez „Ég er þeirrar skoðunar að forsætisráðherrarann hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrir 15 dögum. Það hefði bjargað miklu í þessu landi,” sagði Fernandez. Forsætisráðherrann sagði að nú verði allar stofnanir samfélagsins virkjaðar til fulls til að hefta útbreiðslu veirunnar en því miður væru horfur á að í næstu viku hafi um tíu þúsund manns smitast af kórónuveirunni. Götur helstu stórborga Spánar, Madrid og Barcelona eru hálf tómar þar sem fólk heldur sig að mestu heima. Carmen Melon var ein fárra á ferli í miðborg Madrídar í dag og var ánægð með hvað fáir voru á ferli. „Ég bý hér í miðborginni og ég er mjög ánægð með að sjá að hún er tóm. Mér líkar að fólk skuli haga sér skynsamlega og haldi sig heima. Ég þurfti að vinna í eina klukkustund í dag en eftir það mun ég einnig halda mig heima,” sagði Melon sem var með andlitsgrímu til að verjast smiti. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Danir sem hafa sett takmarkanir á ferðalög til landa sinna. Ungverjar hafa nú þegar bannað komur fólks frá Ítalíu, Íran, Kína og Suður Kóreu og í dag var tilkynnt að allir sem koma frá Ísrael þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Háskólum landsins hefur þegar verið lokað en á mánudag verður öllum öðrum skólum einnig lokað. Victor Urban forsætisráðherra og eiginkona hans mættu á heilsugæslustöð í dag þar sem hiti þeirra var mældur og mótefnapróf tekin. „Við verðum að búa okkur undir að þetta ástand muni ekki vara aðeins í vikur heldur mánuði. Líf okkar allra mun breytast, ekki bara í nokkrar vikur heldur mánuðum saman,” sagði Urban meðal annars í ávarpi sem var tekið upp heima hjá honum og sjónvarpað í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira