Fjarlægðu tíst Trump vegna lyga um lækningu gegn Covid Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 15:40 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Starfsmenn Twitter fjarlægðu í dag nokkur tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem því var haldið fram að til væri lækning gegn Covid-19. Trump hafði meðal annars endurtíst tísti frá konu sem innihélt myndband sem Twitter hefur bannað. Við tístið skrifaði konan að það væri til lækning við Covid-19 og sagði Bandaríkjamönnum að „vakna.“ Kona þessi segist vera læknir, frumkvöðull, prestur og „stríðsöxi og vopn guðs“ og í öðru myndbandi sem hún tísti nýverið skorar hún á Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, að afhenda henni þvagsýni. Það ætli hún að nota til að sanna að Fauci hafi verið að taka lyfið umdeilda Hydroxychloroquine. Kona þessi, sem heitir Stella Immanuel, fékk læknaleyfi í Texas í nóvember, samkvæmt frétt Washington Post. Hún hefur haldið ræður um ýmsar samsæriskenningar gegn samkynhneigð og um Ilumianti, skuggasamtök sem eiga að stjórna heiminum á bakvið tjöldin. Samkvæmt Huffington Post hefur hún einnig haldið því fram að erfðaefni úr geimverum sé notað í lyf. Í myndbandinu sem um ræðir er Immanuel ásamt hópi annarra aðila sem segjast einnig vera læknar og er því haldið fram að Anthony Fauci og Demókratar hafi grafið undan lyfinu til að láta fleiri Bandaríkjamenn deyja og skaða endurkjörslíkur Trump. „Við þurfum ekki félagsforðun,“ sagði hún í myndbandinu. „Það er lækning við Covid.“ Það er alfarið rangt að til sé lækning við Covid-19. Tæplega 150 þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið vegna Covid-19 og 4,3 milljónir hafa smitast. Trump forseti tísti margsinnis um Hydroxychloroquine í gærkvöldi og um notagildi þess gegn Covid-19. Vísindamenn segja þó að óljóst hvort lyfið hjálpi gegn Covid-19 og þá hve mikið. Þar að auki sé ekki hættulaust að taka það. Donald Trump yngri, sonur forsetans, deildi einnig myndbandinu og var hann ávíttur af Twitter fyrir að dreifa falsupplýsingum en í tísti sínu sagði hann einnig að fólk ætti ekki að þurfa að bera grímur. Ráðgjafi Trump yngri sagði það til marks um að stór tæknifyrirtæki ætli sér að „drepa tjáningarfrelsi á netinu“ og hafa afskipti af forsetakosningunum í ár. Forsvarsmenn Twitter hafa tekið harða afstöðu gegn dreifingu falskra upplýsinga um heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Í maí fjarlægðu starfsmenn fyrirtækisins tíst frá Trump þar sem hann sagði ósatt um utankjörfundaratkvæði í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess skipaði Trump embættismönnum að endurskoða lög sem verja fyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur þeirra deila á vefsvæðum þeirra og forritum. Umrætt myndband hefur einnig verið fjarlægt af Facebook og Youtube, eftir að því var dreift af fjölmörgum íhaldssömum aðilum og fjölmiðlum eins og Breitbart. Eftir að myndbandið var fjarlægt af Facebook tísti Immanuel um þá ákvörðun og skipaði hún forsvarsmönnum Facebook að taka þá ákvörðun til baka. Annars myndu tölvur fyrirtækisins skemmast og Facebook fara á hliðina „í Jesú nafni“. Hello Facebook put back my profile page and videos up or your computers with start crashing till you do. You are not bigger that God. I promise you. If my page is not back up face book will be down in Jesus name.— Stella Immanuel MD (@stella_immanuel) July 28, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump aflýsir landsþingi Repúblikana Bandaríkjaforseti hefur tekið ákvörðun um að aflýsa landsþingi Repúblikanaflokksins sem átti að fara fram í Flórída í lok ágúst. 23. júlí 2020 22:27 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Starfsmenn Twitter fjarlægðu í dag nokkur tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem því var haldið fram að til væri lækning gegn Covid-19. Trump hafði meðal annars endurtíst tísti frá konu sem innihélt myndband sem Twitter hefur bannað. Við tístið skrifaði konan að það væri til lækning við Covid-19 og sagði Bandaríkjamönnum að „vakna.“ Kona þessi segist vera læknir, frumkvöðull, prestur og „stríðsöxi og vopn guðs“ og í öðru myndbandi sem hún tísti nýverið skorar hún á Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, að afhenda henni þvagsýni. Það ætli hún að nota til að sanna að Fauci hafi verið að taka lyfið umdeilda Hydroxychloroquine. Kona þessi, sem heitir Stella Immanuel, fékk læknaleyfi í Texas í nóvember, samkvæmt frétt Washington Post. Hún hefur haldið ræður um ýmsar samsæriskenningar gegn samkynhneigð og um Ilumianti, skuggasamtök sem eiga að stjórna heiminum á bakvið tjöldin. Samkvæmt Huffington Post hefur hún einnig haldið því fram að erfðaefni úr geimverum sé notað í lyf. Í myndbandinu sem um ræðir er Immanuel ásamt hópi annarra aðila sem segjast einnig vera læknar og er því haldið fram að Anthony Fauci og Demókratar hafi grafið undan lyfinu til að láta fleiri Bandaríkjamenn deyja og skaða endurkjörslíkur Trump. „Við þurfum ekki félagsforðun,“ sagði hún í myndbandinu. „Það er lækning við Covid.“ Það er alfarið rangt að til sé lækning við Covid-19. Tæplega 150 þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið vegna Covid-19 og 4,3 milljónir hafa smitast. Trump forseti tísti margsinnis um Hydroxychloroquine í gærkvöldi og um notagildi þess gegn Covid-19. Vísindamenn segja þó að óljóst hvort lyfið hjálpi gegn Covid-19 og þá hve mikið. Þar að auki sé ekki hættulaust að taka það. Donald Trump yngri, sonur forsetans, deildi einnig myndbandinu og var hann ávíttur af Twitter fyrir að dreifa falsupplýsingum en í tísti sínu sagði hann einnig að fólk ætti ekki að þurfa að bera grímur. Ráðgjafi Trump yngri sagði það til marks um að stór tæknifyrirtæki ætli sér að „drepa tjáningarfrelsi á netinu“ og hafa afskipti af forsetakosningunum í ár. Forsvarsmenn Twitter hafa tekið harða afstöðu gegn dreifingu falskra upplýsinga um heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Í maí fjarlægðu starfsmenn fyrirtækisins tíst frá Trump þar sem hann sagði ósatt um utankjörfundaratkvæði í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess skipaði Trump embættismönnum að endurskoða lög sem verja fyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur þeirra deila á vefsvæðum þeirra og forritum. Umrætt myndband hefur einnig verið fjarlægt af Facebook og Youtube, eftir að því var dreift af fjölmörgum íhaldssömum aðilum og fjölmiðlum eins og Breitbart. Eftir að myndbandið var fjarlægt af Facebook tísti Immanuel um þá ákvörðun og skipaði hún forsvarsmönnum Facebook að taka þá ákvörðun til baka. Annars myndu tölvur fyrirtækisins skemmast og Facebook fara á hliðina „í Jesú nafni“. Hello Facebook put back my profile page and videos up or your computers with start crashing till you do. You are not bigger that God. I promise you. If my page is not back up face book will be down in Jesus name.— Stella Immanuel MD (@stella_immanuel) July 28, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump aflýsir landsþingi Repúblikana Bandaríkjaforseti hefur tekið ákvörðun um að aflýsa landsþingi Repúblikanaflokksins sem átti að fara fram í Flórída í lok ágúst. 23. júlí 2020 22:27 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19
Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13
Trump aflýsir landsþingi Repúblikana Bandaríkjaforseti hefur tekið ákvörðun um að aflýsa landsþingi Repúblikanaflokksins sem átti að fara fram í Flórída í lok ágúst. 23. júlí 2020 22:27