Íslenski boltinn

Kristinn blómstraði í stöðunni hans Brynjólfs gegn ÍA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristinn hefur verið frábær í liði Blika í sumar.
Kristinn hefur verið frábær í liði Blika í sumar. Vísir/Vilhelm

Kristinn Steindórsson gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis í 5-3 sigri Breiðabliks á ÍA í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Brynjólfur Andersen Willumsson var í leikbanni og fékk Kristinn því að spila rullu Brynjólfs í liðinu í þessum leik.

Gummi Ben og sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar – Reynir Leósson og Davíð Þór Viðarsson að þessu sinni – ræddu frammistöðu Kristins í leiknum.

Fyrir leikinn höfðu Blikar ekki unnið í síðustu fjórum leikjum en þeir hefðu hæglega geta skorað fleiri mörk í leiknum. Liðið er  sem stendur í 5. sæti með 14 stig, líkt og bæði Stjarnan og FH sem hafa leikið færri leiki.

„Davíð þarf að útskýra af hverju hann náði ekki meiru út úr Kidda sem samherji hans hjá FHþ Svo þegar hann losnar við Davíð þá blómstrar hann,“ sagði Reynir kíminn.

Davíð tók undir það á meðan Gummi hló.

„Það er ótrúlega gaman að fylgjast með Kidda. Það er samt búið að ræða en ég held það sé ekki hægt að útskýra þetta neitt. Hlutirnir gengu ekki upp þá,“ sagði Davíð Þór einnig.

Umræðuna sem og mörkin sem Kristinn skoraði má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Kristinn Steindórs magnaður gegn ÍA

Tengdar fréttir

Sjáðu markasúpuna í Kópavoginum

Átta mörk voru skoruð þegar Breiðablik tók á móti ÍA í Pepsi Max-deild karla í gær. Blikar skoruðu fimm markanna og lyftu sér upp í 3. sæti deildarinnar.

Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter

„Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×