Mikið að gera í ferðaþjónustu á Ísafirði í sumar: „Íslendingar skemmtilegastir því þeir éta og drekka allan daginn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hafþór Gunnarsson skrifa 31. júlí 2020 21:30 Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. Sumarið fór betur en á horfðist á Ísafirði en þar hefur aðsókn í ferðaþjónustunni verið mikil. „Við bjuggumst ekki við að hún yrði svona góð. Það var kannski svolítil svartsýni þarna í mars og apríl,“ sagði Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu. „Það er búið að ganga miklu miklu betur en maður þorði að vona þegar maður gerði áætlanir í maí og seinni hluti júní og júlí hefur Ísafjörður nánast verið uppseldur þannig bæði í mat og gistingu þannig að það hefur verið ánægjulegt,“ sagði Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Hótel Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur.Vísir/Egill Íslendingar hafa verið um 70% gesta á hótelinu í júlí. „Íslendingurinn er náttúrulega lang skemmtilegasti viðskiptavinurinn hann spjallar mikið og svo spillir það ekki fyrir að hann étur og drekkur allan daginn þannig að við erum ákaflega ánægð að fá Íslendinginn í heimsókn,“ sagði Daníel. Tjöruhúsið þurfti meðal annars að bæta við starfsfólki vegna aðsóknar. „Já þess hefur þurft en svo þarf ég að reka þá núna,“ sagði Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu. Fólk hræðist þó að Íslendingar hætti að ferðast um landið um miðjan ágúst. „Sérstaklega um svona miðjan ágúst þegar skólarnir byrja þá fara allir Íslendingar heim aftur en það er búinn að vera gríðarlegur fjöldi af fólki hérna,“ sagði Magnús. „Tjalsvæðið á Patreksfirði er fullt um verslunarmannahelgina og þeir eru að vísa á önnur tjaldsvæði á svæðinu þannig að við búumst við að það verði eitthvað út ágúst vonandi,“ sagði Díana. Ferðamaður sem vanur er að dvelja á svæðinu sagði að veitingastaðir væru uppseldir á hverju kvöldi. „Það er nú bara svo erfitt að komast hér að. Það var fullbókað í gær, biðlisti og líka fullbókað í dag þannig ég sit bara hér í rigningunni og borða. Þetta er ágætt, þetta verður bara svolítið blautur matur. Það er eina vandamálið,“ sagði Kristján H. Kristjánsson, ferðamaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. Sumarið fór betur en á horfðist á Ísafirði en þar hefur aðsókn í ferðaþjónustunni verið mikil. „Við bjuggumst ekki við að hún yrði svona góð. Það var kannski svolítil svartsýni þarna í mars og apríl,“ sagði Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu. „Það er búið að ganga miklu miklu betur en maður þorði að vona þegar maður gerði áætlanir í maí og seinni hluti júní og júlí hefur Ísafjörður nánast verið uppseldur þannig bæði í mat og gistingu þannig að það hefur verið ánægjulegt,“ sagði Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Hótel Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur.Vísir/Egill Íslendingar hafa verið um 70% gesta á hótelinu í júlí. „Íslendingurinn er náttúrulega lang skemmtilegasti viðskiptavinurinn hann spjallar mikið og svo spillir það ekki fyrir að hann étur og drekkur allan daginn þannig að við erum ákaflega ánægð að fá Íslendinginn í heimsókn,“ sagði Daníel. Tjöruhúsið þurfti meðal annars að bæta við starfsfólki vegna aðsóknar. „Já þess hefur þurft en svo þarf ég að reka þá núna,“ sagði Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu. Fólk hræðist þó að Íslendingar hætti að ferðast um landið um miðjan ágúst. „Sérstaklega um svona miðjan ágúst þegar skólarnir byrja þá fara allir Íslendingar heim aftur en það er búinn að vera gríðarlegur fjöldi af fólki hérna,“ sagði Magnús. „Tjalsvæðið á Patreksfirði er fullt um verslunarmannahelgina og þeir eru að vísa á önnur tjaldsvæði á svæðinu þannig að við búumst við að það verði eitthvað út ágúst vonandi,“ sagði Díana. Ferðamaður sem vanur er að dvelja á svæðinu sagði að veitingastaðir væru uppseldir á hverju kvöldi. „Það er nú bara svo erfitt að komast hér að. Það var fullbókað í gær, biðlisti og líka fullbókað í dag þannig ég sit bara hér í rigningunni og borða. Þetta er ágætt, þetta verður bara svolítið blautur matur. Það er eina vandamálið,“ sagði Kristján H. Kristjánsson, ferðamaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira