Sá gríski tryggði Bucks sigur | Rosalegur leikur hjá Dallas og Houston Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 09:30 Þessir tryggðu Houston sigur í ótrúlegum leik. Mike Ehrmann/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og hefur komið ítrekað fram fara allir leikirnir fram í Disney World í Orlandó í hinni svokölluðu NBA-kúlu. Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics og þá vann Houston Rockets sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Magnað lið Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics með sjö stiga mun, 119-112. Að venju fór gríska undrið – Giannis Antetokounmpo – fyrir sínum mönnum í Bucks. Hann var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en enginn annar leikmaður vallarins var með yfir 25 stig. Þá tók Giannis 15 fráköst. Leikurinn var jafn nær allan leikinn og segja má að leikurinn hafi unnist í síðasta fjórðung leiksins en fyrir 4. leikhluta var staðan jöfn, 87-87. Bucks gerðu 32 stig í loka fjórðung leiksins og lögðu grunninn að frábærum sigri. Varnarleikur var ekki í hávegum hafður í leik Dallas Mavericks og Houston Rockets þar sem Houston vann fjögurra stiga sigur í framlengdum leik. Stigaskora leiksins var hreint út sagt ótrúlegt en staðan eftir fyrsta fjórðung var 42-42. Alls skoruðu Dallas 87 stig í fyrri hálfleik einum og sér. Houston gafst ekki upp og og náðu að knýja fram framlengingu, staðan 139-139 að loknum leikhlutunum fjórum. Houston vann framlenginguna og þar með fyrsta leik liðsins í NBA-kúlunni. Evrópumennirnir í liði Dallas fóru fyrir sínum mönnum í nótt. Luka Dončić var með þrefalda tvennu. Hann setti 28 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók 13 fráköst. Þá var Kristaps Porziņģis með 39 stig ásamt því að taka 16 stig. 49 PTS (14-20 FGM) 9 REB, 8 AST 3 STL, 3 BLK@JHarden13 does it all in the @HoustonRockets overtime victory! #OneMission #WholeNewGame pic.twitter.com/41rVp1KhNN— NBA (@NBA) August 1, 2020 Hjá Rockets voru svo James Harden og Russell Westbrook í sérflokki. Harden var með 49 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa átta stoðsendingar. Westbrook kom svo þar á eftir með 31 stig og tók 11 fráköst. Leikur Portland Trail Blazers og Memphis Grizzlies fór alla leið í framlengingu. Þar höfðu Trail Blazers betur, 140-135. Hjá Portland voru CJ McCollum, Damian Lillard og Carmelo Anthony frábærir. McCollum setti 33 stig, Lillard var með 29 og gamla brýnið Anthony var með 21 stig. Hjá Grizzlies var Jaren Jackson Jr. með 33 stig og ungstirnið Ja Morant með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. @CJMcCollum drops 33 PTS on 14-21 shooting in the @trailblazers OT W! #RipCity #WholeNewGame pic.twitter.com/NN07uPJaPH— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Washington Wizards 112 – 125 Phoenix Suns Brooklyn Nets 118 – 128 – Orlando Magic San Antonio Spurs 129 – 120 Sacramento Kings Körfubolti NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og hefur komið ítrekað fram fara allir leikirnir fram í Disney World í Orlandó í hinni svokölluðu NBA-kúlu. Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics og þá vann Houston Rockets sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Magnað lið Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics með sjö stiga mun, 119-112. Að venju fór gríska undrið – Giannis Antetokounmpo – fyrir sínum mönnum í Bucks. Hann var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en enginn annar leikmaður vallarins var með yfir 25 stig. Þá tók Giannis 15 fráköst. Leikurinn var jafn nær allan leikinn og segja má að leikurinn hafi unnist í síðasta fjórðung leiksins en fyrir 4. leikhluta var staðan jöfn, 87-87. Bucks gerðu 32 stig í loka fjórðung leiksins og lögðu grunninn að frábærum sigri. Varnarleikur var ekki í hávegum hafður í leik Dallas Mavericks og Houston Rockets þar sem Houston vann fjögurra stiga sigur í framlengdum leik. Stigaskora leiksins var hreint út sagt ótrúlegt en staðan eftir fyrsta fjórðung var 42-42. Alls skoruðu Dallas 87 stig í fyrri hálfleik einum og sér. Houston gafst ekki upp og og náðu að knýja fram framlengingu, staðan 139-139 að loknum leikhlutunum fjórum. Houston vann framlenginguna og þar með fyrsta leik liðsins í NBA-kúlunni. Evrópumennirnir í liði Dallas fóru fyrir sínum mönnum í nótt. Luka Dončić var með þrefalda tvennu. Hann setti 28 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók 13 fráköst. Þá var Kristaps Porziņģis með 39 stig ásamt því að taka 16 stig. 49 PTS (14-20 FGM) 9 REB, 8 AST 3 STL, 3 BLK@JHarden13 does it all in the @HoustonRockets overtime victory! #OneMission #WholeNewGame pic.twitter.com/41rVp1KhNN— NBA (@NBA) August 1, 2020 Hjá Rockets voru svo James Harden og Russell Westbrook í sérflokki. Harden var með 49 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa átta stoðsendingar. Westbrook kom svo þar á eftir með 31 stig og tók 11 fráköst. Leikur Portland Trail Blazers og Memphis Grizzlies fór alla leið í framlengingu. Þar höfðu Trail Blazers betur, 140-135. Hjá Portland voru CJ McCollum, Damian Lillard og Carmelo Anthony frábærir. McCollum setti 33 stig, Lillard var með 29 og gamla brýnið Anthony var með 21 stig. Hjá Grizzlies var Jaren Jackson Jr. með 33 stig og ungstirnið Ja Morant með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. @CJMcCollum drops 33 PTS on 14-21 shooting in the @trailblazers OT W! #RipCity #WholeNewGame pic.twitter.com/NN07uPJaPH— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Washington Wizards 112 – 125 Phoenix Suns Brooklyn Nets 118 – 128 – Orlando Magic San Antonio Spurs 129 – 120 Sacramento Kings
Körfubolti NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira