Líf skipta máli Gunnar Dan Wiium skrifar 2. ágúst 2020 17:17 Ég las grein þekkts og umdeilds stjórnmálamanns fyrir stuttu síðan þar sem hann á sínu eigin tungumáli lýsir eftir bestu getu ástandi sem nú ríkir í Bandaríkjunum sem og víðar. Ástandi mótmæla og óeirða þó einnig skilgreint sem ákveðin upprisa úr kúgun hins hvíta kynstofns. Ég ætla alls ekki að fara nein smáatriði þessarar greinar en megin þeminn má segja að sé gera lítið úr þeim yfirlýsta tilgangi þeirra mótmæla sem eru í gangi sem og þeirrar aðferðarfræði sem beittar eru í formi rétttrúnaðar að hans mati. Þar á eftir las ég grein sem skrifuð var í kjölfar greinar stjórnmálamannsins af svokölluðum stuðningsmönnum þeirrar aflstofnunar sem hann gagnrýndi. Þar er hann merktur sem en meiri rasisti fyrir það í raun segjast ekki vera það. Hann er sagður vera dómgreindarlaus kvenhatari og í raun ekki í neinni aðstöðu til að mynda sér neina raunhæfa skoðun á því sem er í gangi vestanhafs þessa dagana þó einnig að fordæmi þessara atburða sé í raun að finna um heim allan. Ég hlustaði því næst á tvo klukkustundar langa hlaðvarps þætti þar sem farið var yfir þessi mál öll af þremur einstaklingum í formi þá skoðanaskipta og rökræðna. Þessir einstaklingar voru öll þrjú alveg ótrúlega vel að sér í þessum málum. Þá bæði með persónulegan bakgrunn sem og mastersgráður á bakinu sér til stuðnings. Rök voru færð af báðum vængjum fram og til baka en samt sem áður tókst þeim ekki undir lokin að ná að vera fullkomlega samála þó að grundvallar skilningur og virðing hafi verið til staðar frá upphafi til enda þessa hlaðvarps. Ég vil taka það fram að ég er ekki að deila minni persónulegri afstöðu í þessum málum hvað varðar hvor vængurinn sé í rétti öðruvísi en að hver og einn hefur sína sýn útfrá gefnum forsendum bresta sem og mannkosta. Ég hinsvegar sé í raun bara þörf fyrir eitt og það er að spyrja sjálfan mig einnar grundvallarspurningar. Einnar spurningar sem í raun svarar öllum öðrum og eyðir fyrir vikið öllu ósamræmi ólíkra skoðana og viðhorfa. Til að spyrja mig þessara spurningar þarf ég fyrst og fremst að komast að því hver hún er. Hér þarf ég að staldra við.. Ég skynja að hún er þarna, ég þarf einungis að koma henni í orð. Til að byrja leit mína þá hjó ég eftir einu í umælum viðmælandans í hlaðvarpinu. Viðmælandinn sem var brúnhúðuð og í aktífri baráttu gegn aðgreiningu útfrá kynstofnum sagði einmitt sjálf um sjálfan sig “ ég er lituð”, í hvaða samhengi skiptir kannski ekki máli en þessi skilgreining hennar segir mér svo margt. Þessari skilgreiningu varpaði hún fram i þeim tilgangi að aðgreina sig frá þeim sem að hennar mati eru ekki litaðir. Til að byrja með er litaflóran bókstaflega óendanleg. Hvítur er fyrir mér litur, svartur er fyrir mér litur, allt þar á milli er fyrir mér litur. Mín eigin húð er til dæmis svona svínsbleik nema á sumrin þá breytist liturinn á húð minni í svona rauðbleikan eins og elduð bleikja. En litur er það, ég er sem sagt litaður, eða húð mín er lituð. Sem segir mér að við erum eins hvað það varðar, við erum bæði lituð þrátt fyrir að litur okkar sé kannski ekki sá sami. En bara það að upplifa sig eins og einhver annar er í raun að upplifa sig eitt með og að upplifa sig eitt með er að lifa i vitund einingar en ekki vitund einstaklings. Einingarvitund elur af sér samkennd og ef samkenndin er algjör er hún alfyrirgefandi og alástúðleg. Raunveruleg samkennd er í raun aðgengi að hinu æðsta ljósi sem lýsir upp allt það myrkur sem til er algjörlega óháð tíma og rúmi. En aftur að viðmælendum, þá upplifði ég þrátt fyrir alla reynsluna sem og alla háskólamenntunina sem ég vill alls ekki gera lítið úr heilmikla þörf fyrir aðgreiningu út frá húðlit og stöðu fórnarlambs í sögulegu samhengi. Og talandi um sögulegar staðreyndir þá er fortíðin ávalt hráefni til byggingar núvitundar mannsins sem svo grunnar framtíðarsýn og framköllun í kjölfarið. Fortíðin getur verið og oftast er full af sársauka og ánauð en það er á mína ábyrgð að gera hana upp útfrá bestu getu. Og besta getan snýr eingöngu að sjálfum mér i að sjá minn hluta og bæta fyrir ef mögulegt er í kjölfarið. Allt annað, allt hitt sem snýr að öðrum verð ég losa mig við. Það þýðir ekki að ég eigi að samþykkja eða taka gjörninginn í sátt sem slíkan. Það þýðir einungis að mér ber að axla ábyrgð á eigin viðbrögðum og losa um og grisja minn innri sársaukalíkama og stuðla að fyrir vikið aukið rými og kærleik. Sem sagt skila skömminni raunverulega með að leyfa henni að kristallast í fjársjóð eða perlu . Kærleikur er í raun eina vopnið ef vopn mætti kallast. Verkfærið sem stuðlar að heilun og þroska. Að sjá þjáninguna í geranda sem og fórnarlambi er að stara inn í kjarna mennskunnar þar sem allt verður eitt. Þar sjáum við handan ólíkra menningarheima og menningin verður aðeins ein. Aðeins ein menning sem snýr að raunmennsku. Allt annað er þokukennd sýn séð í gegnum óuppgerða fortíð þar sem ris fyrirgefningar hefur ekki átt sér stað hvorki gagnvart öðrum né okkur sjálfum. Svo fyrir nokkrum dögum síðan var ég gestkomandi í íbúð vinkvenna minna. Í eldhúsinu hékk stórt heimskort. Sem sagt jörðin flött út í allri sinni dýrð. Ég horfði á þetta kort og minntist spurningar sem góður vinur mig spurði mig að nokkrum dögum áður. Hann spurði mig hvað ég sæi eiginlega að, það er að segja er ég horfði á heimskort? Hvað sé ég sem lygina í litskrúðugu heimskorti? Ég hugsaði mig um í smástund og svaraði svo að það eina sem ég sæi sem vesen og stíflu væri aðgreindar þjóðir og landamæri. Ég minntist þessa samtals við vin minn er ég starði á heimskortið hjá vinkonunum því undir kortinu sjálfu voru einmitt myndir af fánum allra yfirlýstra sjálfstæðra ríkja jarðar og ég sver það ég var að nálgast tvö hundruð þegar konan skellti shawarma á diskinn hjá mér og athyglin var sprengt í þúsund mola. En öll þessi lönd. Allar þessar beinu línur dregnar yfir landið landinu óafvitandi.Við manneskjur erum óð hvað varðar aðgreiningu, eignarhald og þjóðernishyggju. Við teljum okkur getað eignað og aðgreint útfrá aðferðum, hugmyndum og húðlit þegar við aðeins rétt breiðum yfir mennskuna og lifum á yfirborði ýmist í sókn eða vörn. Sækjumst eftir stjórn í ótta við rýmið og svo þegar við svo öðlumst stjórnina í um það bil eitt augnablik óttumst við að missa hana. Óttumst að missa það sem aðeins er í raun bara endurskyn þess sem við teljum okkur getað handleikið. Við aðgreinum okkur og svínum hvort annað til í algjörum skorti á samkennd. Við teljum okkur elska en elskan er aðeins á yfirborði að næstu landamærum hvort sem sé að innra byrgði veggja eða að landamærum heillar þjóðar. Raunveruleg elska er hinsvegar takmarkarlaus og óháð lit og óháð fortíð og óbirtri framtíð. Elskan er samkennd þrjú hundruð og sextíu gráður frá upphafi til enda. Samkennd nær frá fórnarlambi til geranda og í raun leysir stöðurnar upp og skilur ekkert eftir nema kjarnann sem er einingarvitund innan mennskunnar. Guðspekingurinn Grétar Fells orðaði það skemmtilega þegar hann á sinn ljóðræna hátt lýsti mennskunni. Við erum eins og aðgreindir öldutoppar á haffletinum sameinuð í djúpinu. Og það er einmitt það. Stríðandi fylkingar aðgreindra kynþátta, kynja, trúarbragða og annara hverfullra yfirborðs einkenna geta einfaldlega lagt niður vopn sín samstundis ef við náum hver og ein að spyrja okkur þeirra einu spurningar sem er. Spurningar sem sýnir mér fórnarlamb í geranda og geranda í fórnarlambi. Sýn sem útrýmir allri metnaðargirnd og öllum lífsþorsta. Sýn sem útrýmir aðgreiningu og þörf fyrir að skara fram úr.En hver er spurningin? Ég næ ekki að knýja hana fram. Næ ekki að setja hana í orð. Kannski er hún aðeins hljóð hugleiðing, íhugun, innhverf íhugun. Hef ég hugrekki til þess? Hef ég hugrekki að stíga þangað inn í vegalaust land? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég las grein þekkts og umdeilds stjórnmálamanns fyrir stuttu síðan þar sem hann á sínu eigin tungumáli lýsir eftir bestu getu ástandi sem nú ríkir í Bandaríkjunum sem og víðar. Ástandi mótmæla og óeirða þó einnig skilgreint sem ákveðin upprisa úr kúgun hins hvíta kynstofns. Ég ætla alls ekki að fara nein smáatriði þessarar greinar en megin þeminn má segja að sé gera lítið úr þeim yfirlýsta tilgangi þeirra mótmæla sem eru í gangi sem og þeirrar aðferðarfræði sem beittar eru í formi rétttrúnaðar að hans mati. Þar á eftir las ég grein sem skrifuð var í kjölfar greinar stjórnmálamannsins af svokölluðum stuðningsmönnum þeirrar aflstofnunar sem hann gagnrýndi. Þar er hann merktur sem en meiri rasisti fyrir það í raun segjast ekki vera það. Hann er sagður vera dómgreindarlaus kvenhatari og í raun ekki í neinni aðstöðu til að mynda sér neina raunhæfa skoðun á því sem er í gangi vestanhafs þessa dagana þó einnig að fordæmi þessara atburða sé í raun að finna um heim allan. Ég hlustaði því næst á tvo klukkustundar langa hlaðvarps þætti þar sem farið var yfir þessi mál öll af þremur einstaklingum í formi þá skoðanaskipta og rökræðna. Þessir einstaklingar voru öll þrjú alveg ótrúlega vel að sér í þessum málum. Þá bæði með persónulegan bakgrunn sem og mastersgráður á bakinu sér til stuðnings. Rök voru færð af báðum vængjum fram og til baka en samt sem áður tókst þeim ekki undir lokin að ná að vera fullkomlega samála þó að grundvallar skilningur og virðing hafi verið til staðar frá upphafi til enda þessa hlaðvarps. Ég vil taka það fram að ég er ekki að deila minni persónulegri afstöðu í þessum málum hvað varðar hvor vængurinn sé í rétti öðruvísi en að hver og einn hefur sína sýn útfrá gefnum forsendum bresta sem og mannkosta. Ég hinsvegar sé í raun bara þörf fyrir eitt og það er að spyrja sjálfan mig einnar grundvallarspurningar. Einnar spurningar sem í raun svarar öllum öðrum og eyðir fyrir vikið öllu ósamræmi ólíkra skoðana og viðhorfa. Til að spyrja mig þessara spurningar þarf ég fyrst og fremst að komast að því hver hún er. Hér þarf ég að staldra við.. Ég skynja að hún er þarna, ég þarf einungis að koma henni í orð. Til að byrja leit mína þá hjó ég eftir einu í umælum viðmælandans í hlaðvarpinu. Viðmælandinn sem var brúnhúðuð og í aktífri baráttu gegn aðgreiningu útfrá kynstofnum sagði einmitt sjálf um sjálfan sig “ ég er lituð”, í hvaða samhengi skiptir kannski ekki máli en þessi skilgreining hennar segir mér svo margt. Þessari skilgreiningu varpaði hún fram i þeim tilgangi að aðgreina sig frá þeim sem að hennar mati eru ekki litaðir. Til að byrja með er litaflóran bókstaflega óendanleg. Hvítur er fyrir mér litur, svartur er fyrir mér litur, allt þar á milli er fyrir mér litur. Mín eigin húð er til dæmis svona svínsbleik nema á sumrin þá breytist liturinn á húð minni í svona rauðbleikan eins og elduð bleikja. En litur er það, ég er sem sagt litaður, eða húð mín er lituð. Sem segir mér að við erum eins hvað það varðar, við erum bæði lituð þrátt fyrir að litur okkar sé kannski ekki sá sami. En bara það að upplifa sig eins og einhver annar er í raun að upplifa sig eitt með og að upplifa sig eitt með er að lifa i vitund einingar en ekki vitund einstaklings. Einingarvitund elur af sér samkennd og ef samkenndin er algjör er hún alfyrirgefandi og alástúðleg. Raunveruleg samkennd er í raun aðgengi að hinu æðsta ljósi sem lýsir upp allt það myrkur sem til er algjörlega óháð tíma og rúmi. En aftur að viðmælendum, þá upplifði ég þrátt fyrir alla reynsluna sem og alla háskólamenntunina sem ég vill alls ekki gera lítið úr heilmikla þörf fyrir aðgreiningu út frá húðlit og stöðu fórnarlambs í sögulegu samhengi. Og talandi um sögulegar staðreyndir þá er fortíðin ávalt hráefni til byggingar núvitundar mannsins sem svo grunnar framtíðarsýn og framköllun í kjölfarið. Fortíðin getur verið og oftast er full af sársauka og ánauð en það er á mína ábyrgð að gera hana upp útfrá bestu getu. Og besta getan snýr eingöngu að sjálfum mér i að sjá minn hluta og bæta fyrir ef mögulegt er í kjölfarið. Allt annað, allt hitt sem snýr að öðrum verð ég losa mig við. Það þýðir ekki að ég eigi að samþykkja eða taka gjörninginn í sátt sem slíkan. Það þýðir einungis að mér ber að axla ábyrgð á eigin viðbrögðum og losa um og grisja minn innri sársaukalíkama og stuðla að fyrir vikið aukið rými og kærleik. Sem sagt skila skömminni raunverulega með að leyfa henni að kristallast í fjársjóð eða perlu . Kærleikur er í raun eina vopnið ef vopn mætti kallast. Verkfærið sem stuðlar að heilun og þroska. Að sjá þjáninguna í geranda sem og fórnarlambi er að stara inn í kjarna mennskunnar þar sem allt verður eitt. Þar sjáum við handan ólíkra menningarheima og menningin verður aðeins ein. Aðeins ein menning sem snýr að raunmennsku. Allt annað er þokukennd sýn séð í gegnum óuppgerða fortíð þar sem ris fyrirgefningar hefur ekki átt sér stað hvorki gagnvart öðrum né okkur sjálfum. Svo fyrir nokkrum dögum síðan var ég gestkomandi í íbúð vinkvenna minna. Í eldhúsinu hékk stórt heimskort. Sem sagt jörðin flött út í allri sinni dýrð. Ég horfði á þetta kort og minntist spurningar sem góður vinur mig spurði mig að nokkrum dögum áður. Hann spurði mig hvað ég sæi eiginlega að, það er að segja er ég horfði á heimskort? Hvað sé ég sem lygina í litskrúðugu heimskorti? Ég hugsaði mig um í smástund og svaraði svo að það eina sem ég sæi sem vesen og stíflu væri aðgreindar þjóðir og landamæri. Ég minntist þessa samtals við vin minn er ég starði á heimskortið hjá vinkonunum því undir kortinu sjálfu voru einmitt myndir af fánum allra yfirlýstra sjálfstæðra ríkja jarðar og ég sver það ég var að nálgast tvö hundruð þegar konan skellti shawarma á diskinn hjá mér og athyglin var sprengt í þúsund mola. En öll þessi lönd. Allar þessar beinu línur dregnar yfir landið landinu óafvitandi.Við manneskjur erum óð hvað varðar aðgreiningu, eignarhald og þjóðernishyggju. Við teljum okkur getað eignað og aðgreint útfrá aðferðum, hugmyndum og húðlit þegar við aðeins rétt breiðum yfir mennskuna og lifum á yfirborði ýmist í sókn eða vörn. Sækjumst eftir stjórn í ótta við rýmið og svo þegar við svo öðlumst stjórnina í um það bil eitt augnablik óttumst við að missa hana. Óttumst að missa það sem aðeins er í raun bara endurskyn þess sem við teljum okkur getað handleikið. Við aðgreinum okkur og svínum hvort annað til í algjörum skorti á samkennd. Við teljum okkur elska en elskan er aðeins á yfirborði að næstu landamærum hvort sem sé að innra byrgði veggja eða að landamærum heillar þjóðar. Raunveruleg elska er hinsvegar takmarkarlaus og óháð lit og óháð fortíð og óbirtri framtíð. Elskan er samkennd þrjú hundruð og sextíu gráður frá upphafi til enda. Samkennd nær frá fórnarlambi til geranda og í raun leysir stöðurnar upp og skilur ekkert eftir nema kjarnann sem er einingarvitund innan mennskunnar. Guðspekingurinn Grétar Fells orðaði það skemmtilega þegar hann á sinn ljóðræna hátt lýsti mennskunni. Við erum eins og aðgreindir öldutoppar á haffletinum sameinuð í djúpinu. Og það er einmitt það. Stríðandi fylkingar aðgreindra kynþátta, kynja, trúarbragða og annara hverfullra yfirborðs einkenna geta einfaldlega lagt niður vopn sín samstundis ef við náum hver og ein að spyrja okkur þeirra einu spurningar sem er. Spurningar sem sýnir mér fórnarlamb í geranda og geranda í fórnarlambi. Sýn sem útrýmir allri metnaðargirnd og öllum lífsþorsta. Sýn sem útrýmir aðgreiningu og þörf fyrir að skara fram úr.En hver er spurningin? Ég næ ekki að knýja hana fram. Næ ekki að setja hana í orð. Kannski er hún aðeins hljóð hugleiðing, íhugun, innhverf íhugun. Hef ég hugrekki til þess? Hef ég hugrekki að stíga þangað inn í vegalaust land?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun