Það er vika þangað til Hafþór Júlíus Björnsson verður að keppa í Sterkasti maður Íslands og hann er í fínu formi ef marka má nýjasta myndband hans á YouTube.
Hafþór var þar að taka á því í ræktinni sinni í Kópavoginum, Thor's Power Gym, ásamt líkamsræktarfrömuðinum Marino Katsouris.
Marino Katsouris er einn sá vinsælasti sinnar kynslóðar en tæplega milljón eru að fylgja Englendingnum á Instagram.
Nokkur munur er á hæð og þyngd á þeim félögum en þeir tóku hins vegar vel á því saman.
Marino er 95 kíló en Hafþór steig á vigtina í myndbandinu og er hann nú 185 kíló.
Um næstu helgi verður Fjallið að keppa í Sterkasti maður Íslands sem fer fram á Selfossi en þar á hann titil að verja.