Enn er leitað að Konráði Hrafnkelssyni, 27 ára Íslendingi sem búsettur er í Belgíu. Konráðs hefur verið saknað síðan á fimmtudag.
Í tilkynningu frá fjölskyldu Konráðs kemur fram að lögregluyfirvöld á Íslandi og í Belgíu séu að vinna í málinu og þau bindi vonir við að sú vinna fari að skila árangri. Þangað til munu aðstandendur hans lýsa eftir honum á samfélagsmiðlum og víða í Belgíu.
Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól.
Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Konráðs geta haft samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í síma 444-2800 eða fjölskyldu hans í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com.