Öld frá stofnun öflugrar bókaverslunar á Ísafirði Heimir Már Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 19:09 Stórhýsi Bókaverslunar Jónasar Tómassonar var byggt við Silfurtorg á árunum 1922 til 1928. Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar Þess var minnst með opnun sýningar á Ísafirði í dag að hundrað ár eru liðin frá því Jónas Tómasson síðar tónskáld hóf verslun með bækur á Ísafirði. Hann byggði skömmu síðar eina veglegustu byggingu bæjarins þar sem enn er rekin bókaverslun og varð einn helsti menningarfrömuður Ísafjarðar. Jónas Tómasson fluttist fátækur sveitarpiltur rétt um tvítugt til Ísafjarðar um aldamótin 1900. Hann lærði á orgel einn vetur í Reykjavík og spilaði á það auk þess sem hann var söngstjóri og mikill áhugamaður um öll félagsmál í bænum. Gunnlaugur Jónasson sonur hans segir að tuttugu árum eftir komuna til bæjarins hafi faðir hans fest kaup á lítilli bókaverslun við Aðalstræti. Jónas Tómasson var mikill áhugamaður um félagsmál og tónlist. Var tónskáld og organisti í Ísfjarðarkirkju í 50 ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. „Svona hálfgert bakhús. Þar verslaði hann í sjö átta ár og réðst svo í að byggja stórhýsið við Silfurtorg. Húsið Hafnarstræti 2 sem hefur alla tíð verið mjög áberandi bygging í miðbæ Ísafjarðar. Þar var bókaverslunin til staðar og reyndar rekin þar bókaverslun enn þann daginn í dag.,“ segir Gunnlaugur. Jónas var alla tíð einn helstu menningarfrömuða bæjarins ekki minnst í tónlistinni eins og margir afkomenda hans, ekki síst sá sem tók við rekstrinum af honum. Gunnlaugur sonur Jónasar var aðeins um tvítugt þegar hann tók við rekstrinum af föður sínum og rak verslunina í rúm fjörtíu ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Þegar hann var orðinn sjötugur þá tók sonur hans við rúmlega tvítugur að aldri. Nefninlega ég sjálfur þá nýkominn úr skóla, hann var farinn að lýast á þessu, og rak þessa verslun í rúmlega fjörtíu ár þegar sonur minn tók við. Þessi bókaverslun Jónasar Tómassonar var rekin í 86 ár,“ segir Gunnlaugur. En það sést ekki á Gunnlaugi að hann varð 90 ára á þessu ár og rennir sér enn fimlega á gönguskíðum eins og hann hefur gert öll sín ár. Hann segir tímana breytta og erfitt fyrir smáverslanir á landsbyggðinni að spjara sig en fyrir um áratug tók Pennin Eymundsson við versluninni. Árið 1960. Kynsóðum saman hafa Ísfirðingar keypt bækur, blöð, tímarit og gjafavörur í versluninni sem um tíma seldi einnig hljóðfæri og síðar var stofnað dótturfyrirtæki með íþróttavörur. Enda hefur fjölskyldan alltaf haft mikinn áhuga á útivist. Þarna sést meðal annarra Geirþrúður Charlesdóttir vinstra meginn við baksvip Gunnlaugs en hún vann í versluninni árum saman.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. Á fyrstu áratugum síðustu aldar var Ísafjörður þá þegar orðinn mikill menningarbær með tónlistarskóla, leikhúsi, öflugri verslun og fjörugri pólitík. Fyrir utan að vera organisti í kirkjunni í fimmtíu ár var Jónas einnig tónskáld og áhugamaður um útivist. Svona var umhorfs í Bókaverslun Jónasar Tómassonar árið 1929Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Stofnandinn var músíkant. Hann flutti inn hljóðfæri. Seldi orgel strax eiginlega í upphafi síns tíma með búðina og fleiri hljóðfæri. Strengjahljóðfæri og eitt og annað. Þegar ég tók við komu ný áhugamál. Það var náttúrlega haldið áfram með hljóðfæri og nótur, talsvert mikið flutt inn. Svo hafði maður áhuga á útivist og fór að versla með ýmis konar útivistarvörur,“ segir Gunnlaugur. Menning Ísafjarðarbær Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þess var minnst með opnun sýningar á Ísafirði í dag að hundrað ár eru liðin frá því Jónas Tómasson síðar tónskáld hóf verslun með bækur á Ísafirði. Hann byggði skömmu síðar eina veglegustu byggingu bæjarins þar sem enn er rekin bókaverslun og varð einn helsti menningarfrömuður Ísafjarðar. Jónas Tómasson fluttist fátækur sveitarpiltur rétt um tvítugt til Ísafjarðar um aldamótin 1900. Hann lærði á orgel einn vetur í Reykjavík og spilaði á það auk þess sem hann var söngstjóri og mikill áhugamaður um öll félagsmál í bænum. Gunnlaugur Jónasson sonur hans segir að tuttugu árum eftir komuna til bæjarins hafi faðir hans fest kaup á lítilli bókaverslun við Aðalstræti. Jónas Tómasson var mikill áhugamaður um félagsmál og tónlist. Var tónskáld og organisti í Ísfjarðarkirkju í 50 ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. „Svona hálfgert bakhús. Þar verslaði hann í sjö átta ár og réðst svo í að byggja stórhýsið við Silfurtorg. Húsið Hafnarstræti 2 sem hefur alla tíð verið mjög áberandi bygging í miðbæ Ísafjarðar. Þar var bókaverslunin til staðar og reyndar rekin þar bókaverslun enn þann daginn í dag.,“ segir Gunnlaugur. Jónas var alla tíð einn helstu menningarfrömuða bæjarins ekki minnst í tónlistinni eins og margir afkomenda hans, ekki síst sá sem tók við rekstrinum af honum. Gunnlaugur sonur Jónasar var aðeins um tvítugt þegar hann tók við rekstrinum af föður sínum og rak verslunina í rúm fjörtíu ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Þegar hann var orðinn sjötugur þá tók sonur hans við rúmlega tvítugur að aldri. Nefninlega ég sjálfur þá nýkominn úr skóla, hann var farinn að lýast á þessu, og rak þessa verslun í rúmlega fjörtíu ár þegar sonur minn tók við. Þessi bókaverslun Jónasar Tómassonar var rekin í 86 ár,“ segir Gunnlaugur. En það sést ekki á Gunnlaugi að hann varð 90 ára á þessu ár og rennir sér enn fimlega á gönguskíðum eins og hann hefur gert öll sín ár. Hann segir tímana breytta og erfitt fyrir smáverslanir á landsbyggðinni að spjara sig en fyrir um áratug tók Pennin Eymundsson við versluninni. Árið 1960. Kynsóðum saman hafa Ísfirðingar keypt bækur, blöð, tímarit og gjafavörur í versluninni sem um tíma seldi einnig hljóðfæri og síðar var stofnað dótturfyrirtæki með íþróttavörur. Enda hefur fjölskyldan alltaf haft mikinn áhuga á útivist. Þarna sést meðal annarra Geirþrúður Charlesdóttir vinstra meginn við baksvip Gunnlaugs en hún vann í versluninni árum saman.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. Á fyrstu áratugum síðustu aldar var Ísafjörður þá þegar orðinn mikill menningarbær með tónlistarskóla, leikhúsi, öflugri verslun og fjörugri pólitík. Fyrir utan að vera organisti í kirkjunni í fimmtíu ár var Jónas einnig tónskáld og áhugamaður um útivist. Svona var umhorfs í Bókaverslun Jónasar Tómassonar árið 1929Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Stofnandinn var músíkant. Hann flutti inn hljóðfæri. Seldi orgel strax eiginlega í upphafi síns tíma með búðina og fleiri hljóðfæri. Strengjahljóðfæri og eitt og annað. Þegar ég tók við komu ný áhugamál. Það var náttúrlega haldið áfram með hljóðfæri og nótur, talsvert mikið flutt inn. Svo hafði maður áhuga á útivist og fór að versla með ýmis konar útivistarvörur,“ segir Gunnlaugur.
Menning Ísafjarðarbær Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira