Rannsókn WHO á uppruna Covid hafin Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2020 14:59 Frá Wuhan þegar verið var að skima starfsmenn verksmiðju þar í maí. EPA/LI KE Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst. Teymi þetta vinnur að því að rannsaka uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Umræðurnar sneru meðal annars að heilsu dýra í kringum borgina en í upphafi faraldursins lokuðu yfirvöld í borginni markaði þar sem lifandi villt dýr gengu kaupum og sölu. Þá höfðu margir sölumenn á markaðinum greinst með Covid-19. Vísindamenn WHO segjast líklegast að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum óþekktan millilið. Enn sem komið er eru einungis tveir vísindamenn í rannsóknarteyminu. Þeir voru sendir til að taka fyrstu viðtölin og leggja grunninn fyrir alþjóðlegt teymi vísindamanna sem á að rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún barst í menn. Í frétt Reuters segir að ekki liggi fyrir hvenær restin af meðlimum teymisins hefja vinnu þeirra í Kína. Í dag hafa 18,3 milljónir manna smitast af Covid-19 á heimsvísu, svo vitað sé. Þar af hafa 695 þúsund dáið. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir hvernig haldið var á spöðunum varðandi faraldurinn í upphafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið hvað háværastur í þeim efnum en gagnrýnendur hans segja að með því vilji hann beina athyglinni frá eigin viðbrögðum við faraldrinum. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 4,7 milljónir smitast og rúmlega 155 þúsund dáið. Komið hefur í ljós að kínverskir embættismenn reyndu í upphafi að kæfa niður sögusagnir um mögulegan faraldur. Læknir sem varaði við veirunni þann 30. desember var handtekinn og látinn viðurkenna að hafa sett fram „falskar fullyrðingar“. Hann dó svo vegna veirunnar. Trump, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og aðrir hafa haldið því fram að veiran hafi upprunalega borist frá rannsóknarstofu í Wuhan þar sem rannsóknir á leðurblökum og kórónuveirum fer fram. Þeir hafa þó ekki fært neinar sannanir fyrir því og vísindamenn segja veiruna sjálfa bera þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að niðurstöður rannsóknarinnar gætu mögulega komið á óvart. Það að veiran hafi fyrst greinst í Wuhan feli ekki sjálfkrafa í sér að þar hafi hún fyrst borist úr dýrum í menn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira
Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst. Teymi þetta vinnur að því að rannsaka uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Umræðurnar sneru meðal annars að heilsu dýra í kringum borgina en í upphafi faraldursins lokuðu yfirvöld í borginni markaði þar sem lifandi villt dýr gengu kaupum og sölu. Þá höfðu margir sölumenn á markaðinum greinst með Covid-19. Vísindamenn WHO segjast líklegast að veiran hafi borist úr leðurblökum í menn, í gegnum óþekktan millilið. Enn sem komið er eru einungis tveir vísindamenn í rannsóknarteyminu. Þeir voru sendir til að taka fyrstu viðtölin og leggja grunninn fyrir alþjóðlegt teymi vísindamanna sem á að rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún barst í menn. Í frétt Reuters segir að ekki liggi fyrir hvenær restin af meðlimum teymisins hefja vinnu þeirra í Kína. Í dag hafa 18,3 milljónir manna smitast af Covid-19 á heimsvísu, svo vitað sé. Þar af hafa 695 þúsund dáið. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir hvernig haldið var á spöðunum varðandi faraldurinn í upphafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið hvað háværastur í þeim efnum en gagnrýnendur hans segja að með því vilji hann beina athyglinni frá eigin viðbrögðum við faraldrinum. Bandaríkin hafa orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 4,7 milljónir smitast og rúmlega 155 þúsund dáið. Komið hefur í ljós að kínverskir embættismenn reyndu í upphafi að kæfa niður sögusagnir um mögulegan faraldur. Læknir sem varaði við veirunni þann 30. desember var handtekinn og látinn viðurkenna að hafa sett fram „falskar fullyrðingar“. Hann dó svo vegna veirunnar. Trump, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og aðrir hafa haldið því fram að veiran hafi upprunalega borist frá rannsóknarstofu í Wuhan þar sem rannsóknir á leðurblökum og kórónuveirum fer fram. Þeir hafa þó ekki fært neinar sannanir fyrir því og vísindamenn segja veiruna sjálfa bera þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að niðurstöður rannsóknarinnar gætu mögulega komið á óvart. Það að veiran hafi fyrst greinst í Wuhan feli ekki sjálfkrafa í sér að þar hafi hún fyrst borist úr dýrum í menn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira