Dagskráin í dag: Íslandsmótið í FIFA 20 og pílumót í beinni, spurningaþættir um fótbolta og hápunktar Tiger Woods Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 06:00 Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA 20. VÍSIR/GETTY Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Það verða beinar útsendingar á Sportstöðvunum í dag, frá keppni í FIFA 20 fótboltatölvuleiknum og sérstöku móti bestu pílukastara heims. Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA síðdegis en undanúrslitin hefjast kl. 15 á Stöð 2 eSport, eða Stöð 2 Sport 4. FIFA 20 tölvuleikurinn er afar vinsæll hér á landi og bestu spilarar landsins hafa blandað sér í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Pílukastarar eiga svo sviðið á Stöð 2 Sport kl. 18.30 þegar þeir mætast á PDC Home Tour. Mótið er sérstakt að því leyti að vegna kórónuveirufaraldursins þá spila menn heima hjá sér og mætast því í raun í gegnum internetið ef svo má segja. Á Stöð 2 Sport verða einnig endursýndir þættir um helstu krakkamót landsins í fótbolta, og perluleikir úr efstu deildum í fótbolta og körfubolta sýndir, auk fleira efnis. Stöð 2 Sport 2 Sparkspekingar ættu að fylgjast vel með Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem sýndir verða skemmtilegir spurningaþættir sem bera heitið Manstu. Gummi Ben stýrir þáttunum og eru meðal annars sérþættir um helstu stórlið ensku úrvalsdeildarinnar. Einnig verða sýndir þættir úr smiðju Gumma um ensku stórliðin, þar sem hann ræðir við valinkunna gesti. Þá má sjá heimildarmynd um Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson og þegar Auðunn Blöndal heimsótti Martin Hermannsson og Sunnu Tsunami í Atvinnumönnunum okkar. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir úrslitaleikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gegnum árin. Stöð 2 eSport Undanúrslitin og úrslitin á Íslandsmótinu í FIFA 20 hefjast kl. 15 og ætti að vera lokið um kl. 18. Þar leika bestu FIFA-spilarar landsins í beinni útsendingu. Fleira efni er á stöðinni í dag, til að mynda útsendingar frá leikjum í League of Legends í íslensku Vodafone-deildinni. Stöð 2 Golf Aðdáendur Tiger Woods fá nóg fyrir sinn snúð á Stöð 2 Golf þar sem sýndir verða þættir um nokkra af hápunktum ferilsins hjá þessum magnaða kylfingi. Þar verður einnig sýnd útsending frá lokadegi US Open 2017 og 2018, og lokadegi The Players 2009. Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Dominos-deild karla Meistaradeild Evrópu Golf Pílukast Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Það verða beinar útsendingar á Sportstöðvunum í dag, frá keppni í FIFA 20 fótboltatölvuleiknum og sérstöku móti bestu pílukastara heims. Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA síðdegis en undanúrslitin hefjast kl. 15 á Stöð 2 eSport, eða Stöð 2 Sport 4. FIFA 20 tölvuleikurinn er afar vinsæll hér á landi og bestu spilarar landsins hafa blandað sér í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Pílukastarar eiga svo sviðið á Stöð 2 Sport kl. 18.30 þegar þeir mætast á PDC Home Tour. Mótið er sérstakt að því leyti að vegna kórónuveirufaraldursins þá spila menn heima hjá sér og mætast því í raun í gegnum internetið ef svo má segja. Á Stöð 2 Sport verða einnig endursýndir þættir um helstu krakkamót landsins í fótbolta, og perluleikir úr efstu deildum í fótbolta og körfubolta sýndir, auk fleira efnis. Stöð 2 Sport 2 Sparkspekingar ættu að fylgjast vel með Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem sýndir verða skemmtilegir spurningaþættir sem bera heitið Manstu. Gummi Ben stýrir þáttunum og eru meðal annars sérþættir um helstu stórlið ensku úrvalsdeildarinnar. Einnig verða sýndir þættir úr smiðju Gumma um ensku stórliðin, þar sem hann ræðir við valinkunna gesti. Þá má sjá heimildarmynd um Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson og þegar Auðunn Blöndal heimsótti Martin Hermannsson og Sunnu Tsunami í Atvinnumönnunum okkar. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir úrslitaleikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gegnum árin. Stöð 2 eSport Undanúrslitin og úrslitin á Íslandsmótinu í FIFA 20 hefjast kl. 15 og ætti að vera lokið um kl. 18. Þar leika bestu FIFA-spilarar landsins í beinni útsendingu. Fleira efni er á stöðinni í dag, til að mynda útsendingar frá leikjum í League of Legends í íslensku Vodafone-deildinni. Stöð 2 Golf Aðdáendur Tiger Woods fá nóg fyrir sinn snúð á Stöð 2 Golf þar sem sýndir verða þættir um nokkra af hápunktum ferilsins hjá þessum magnaða kylfingi. Þar verður einnig sýnd útsending frá lokadegi US Open 2017 og 2018, og lokadegi The Players 2009.
Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Dominos-deild karla Meistaradeild Evrópu Golf Pílukast Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30
Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00