Dagskráin í dag: Íslandsmótið í FIFA 20 og pílumót í beinni, spurningaþættir um fótbolta og hápunktar Tiger Woods Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 06:00 Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA 20. VÍSIR/GETTY Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Það verða beinar útsendingar á Sportstöðvunum í dag, frá keppni í FIFA 20 fótboltatölvuleiknum og sérstöku móti bestu pílukastara heims. Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA síðdegis en undanúrslitin hefjast kl. 15 á Stöð 2 eSport, eða Stöð 2 Sport 4. FIFA 20 tölvuleikurinn er afar vinsæll hér á landi og bestu spilarar landsins hafa blandað sér í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Pílukastarar eiga svo sviðið á Stöð 2 Sport kl. 18.30 þegar þeir mætast á PDC Home Tour. Mótið er sérstakt að því leyti að vegna kórónuveirufaraldursins þá spila menn heima hjá sér og mætast því í raun í gegnum internetið ef svo má segja. Á Stöð 2 Sport verða einnig endursýndir þættir um helstu krakkamót landsins í fótbolta, og perluleikir úr efstu deildum í fótbolta og körfubolta sýndir, auk fleira efnis. Stöð 2 Sport 2 Sparkspekingar ættu að fylgjast vel með Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem sýndir verða skemmtilegir spurningaþættir sem bera heitið Manstu. Gummi Ben stýrir þáttunum og eru meðal annars sérþættir um helstu stórlið ensku úrvalsdeildarinnar. Einnig verða sýndir þættir úr smiðju Gumma um ensku stórliðin, þar sem hann ræðir við valinkunna gesti. Þá má sjá heimildarmynd um Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson og þegar Auðunn Blöndal heimsótti Martin Hermannsson og Sunnu Tsunami í Atvinnumönnunum okkar. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir úrslitaleikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gegnum árin. Stöð 2 eSport Undanúrslitin og úrslitin á Íslandsmótinu í FIFA 20 hefjast kl. 15 og ætti að vera lokið um kl. 18. Þar leika bestu FIFA-spilarar landsins í beinni útsendingu. Fleira efni er á stöðinni í dag, til að mynda útsendingar frá leikjum í League of Legends í íslensku Vodafone-deildinni. Stöð 2 Golf Aðdáendur Tiger Woods fá nóg fyrir sinn snúð á Stöð 2 Golf þar sem sýndir verða þættir um nokkra af hápunktum ferilsins hjá þessum magnaða kylfingi. Þar verður einnig sýnd útsending frá lokadegi US Open 2017 og 2018, og lokadegi The Players 2009. Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Dominos-deild karla Meistaradeild Evrópu Golf Pílukast Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Það verða beinar útsendingar á Sportstöðvunum í dag, frá keppni í FIFA 20 fótboltatölvuleiknum og sérstöku móti bestu pílukastara heims. Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA síðdegis en undanúrslitin hefjast kl. 15 á Stöð 2 eSport, eða Stöð 2 Sport 4. FIFA 20 tölvuleikurinn er afar vinsæll hér á landi og bestu spilarar landsins hafa blandað sér í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Pílukastarar eiga svo sviðið á Stöð 2 Sport kl. 18.30 þegar þeir mætast á PDC Home Tour. Mótið er sérstakt að því leyti að vegna kórónuveirufaraldursins þá spila menn heima hjá sér og mætast því í raun í gegnum internetið ef svo má segja. Á Stöð 2 Sport verða einnig endursýndir þættir um helstu krakkamót landsins í fótbolta, og perluleikir úr efstu deildum í fótbolta og körfubolta sýndir, auk fleira efnis. Stöð 2 Sport 2 Sparkspekingar ættu að fylgjast vel með Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem sýndir verða skemmtilegir spurningaþættir sem bera heitið Manstu. Gummi Ben stýrir þáttunum og eru meðal annars sérþættir um helstu stórlið ensku úrvalsdeildarinnar. Einnig verða sýndir þættir úr smiðju Gumma um ensku stórliðin, þar sem hann ræðir við valinkunna gesti. Þá má sjá heimildarmynd um Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson og þegar Auðunn Blöndal heimsótti Martin Hermannsson og Sunnu Tsunami í Atvinnumönnunum okkar. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir úrslitaleikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gegnum árin. Stöð 2 eSport Undanúrslitin og úrslitin á Íslandsmótinu í FIFA 20 hefjast kl. 15 og ætti að vera lokið um kl. 18. Þar leika bestu FIFA-spilarar landsins í beinni útsendingu. Fleira efni er á stöðinni í dag, til að mynda útsendingar frá leikjum í League of Legends í íslensku Vodafone-deildinni. Stöð 2 Golf Aðdáendur Tiger Woods fá nóg fyrir sinn snúð á Stöð 2 Golf þar sem sýndir verða þættir um nokkra af hápunktum ferilsins hjá þessum magnaða kylfingi. Þar verður einnig sýnd útsending frá lokadegi US Open 2017 og 2018, og lokadegi The Players 2009.
Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Dominos-deild karla Meistaradeild Evrópu Golf Pílukast Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30
Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00