Óður til alþjóðasamstarfs Bjarni Halldór Janusson skrifar 5. ágúst 2020 08:24 Nýlega stóðu yfireinar lengstu viðræður Evrópusambandsins þegar háværar deilur settu hugmyndir um björgunarsjóð vegna COVID-19 í uppnám. Í fyrstu var lagt til að 750 milljarðar evra yrðu veittar til þeirra aðildarríkja sem hafa orðið verst úti efnahagslega, einkum til Ítalíu og Spánar. Þá var lagt til að 500 milljarðar evra yrðu greiddar út í formi styrkja en 250 milljarðar í formi hagstæðra lána. Það voru helst leiðtogar Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar sem vildu að enn stærri hluti sjóðsins yrði greiddur út í formi lána. Eftir samningaviðræður sem stóðu yfir í um níutíu klukkustundir náðist loks samkomulag milli aðildarríkja ESB. Um var að ræða málamiðlun þar sem samþykkt var að 390 milljarðar evra yrðu greiddar út í styrkjaformi og 360 milljarðar í formi lána. Ríkin í suðri fullyrða gjarnan að aðhaldssömu ríkin í norðri haldi sambandinu í gíslingu, en norðurríkin telja mikilvægt að enginn afsláttur sé gefinn af kröfum um aðhald í ríkisfjármálum og minni skuldsetningu. Þessi gjá hefur lengi verið áberandi, en hóf sérstaklega að breikka eftir fjármálahrunið 2008, og leiddi nú til einna erfiðustu samningaviðræðna sambandsins í seinni tíð. Þó má raunar nefna að samningaviðræðurnar í ár voru með breyttu sniði vegna breyttrar stöðu Frakklands og Þýskalands, sem áður tóku skýrari afstöðu með eða gegn öðrum ríkjum, en virðast nú í ákveðnu hlutverki málamiðlara, sem þótti fyrirsjáanleg afleiðing eftir brotthvarf Bretlands. Til að mynda þótti Þýskaland lengi vel einn helsti talsmaður aðhaldsaðgerða, en mætti þó andspyrnu Frakklands af og til, einkum þegar skuldakreppa evrusvæðisins stóð sem hæst, en nú er öldin önnur. Yfirstandandi veirufaraldur hefur valdið miklu mannfalli og djúpstæðum félags- og efnahagserfiðleikum. Fyrir vikið hefur reynt mjög á samheldni og samstarf aðildarríkjanna. Á Ítalíu, því ríki sem komið hefur hvað verst út úr ástandi, hefur stuðningur við ESB fallið. Í aprílmánuði sögðust 42% Ítala vilja yfirgefa sambandið, en til samanburðar vildi eingöngu fjórði hver Ítali yfirgefa sambandið í lok árs 2018. Fyrir veirufaraldurinn sögðust 64% Ítala styðja sambandið, en ílok marsmánaðar sögðust 49% þeirra styðja sambandið. Þá töldu 72% Ítala sambandið hafa brugðist sér og 77% töldu að samskipti Ítalíu við ESB yrðu áfram stormasöm. Þó að Framkvæmdastjórn ESB hafi brugðist skjótt við útbreiðslu veirunnar og að ákveðnu leyti reynt að gera sitt besta í ljósi aðstæðna, þá hefur mikill seinagangur og lítil samhæfing einkennt viðbrögð sambandsins, sem skrifast þó ekki á metnaðarleysi framkvæmdastjórnarinnar, heldur á kæruleysi þó nokkurra sambandsríkja og takmarkaðan samstarfsvilja þeirra. Það er sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess mynsturs sem virðist vera að skapast á alþjóðasviðinu. Lærdómurinn þar er að erfitt sé að útfæra alþjóðasamstarf sem er í senn skilvirkt og víðtækt. Grafið er undan alþjóðastofnunum innan frá þegar tiltekin ríki beita neitunarvaldi sínu til að þagga niður gagnrýni og hindra umbætur, eða hreinlega hundsa grundvallargildi alþjóðasamstarfs og frjálslynd lýðræðisgildi. Þetta hefur lengi vel einkennt framgöngu ákveðinna Evrópusambandsríkja í austri, einkum Pólland og Ungverjaland. Að sama skapi má vísa til máls Ingibjargar Sólrúnar og samstarfsfélaga hennar hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Sambærilegir erfiðleikar hafa einkennt starf Sameinuðu þjóðanna, en frá aldamótum hefur borgarastyrjöldum víðsvegar um heiminn fjölgað allverulega, auk þess sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lengi hlotið gagnrýni fyrir getuleysi sitt, sem orsakast af neitunarvaldi fastaríkjanna og beitingu þess þegar fastaríkin telja eigin hagsmuni í húfi. Nýlegt dæmi er þegar mikil óvissa ríkti um áframhald á mannúðarstuðningi í Sýrlandi, sem þó lauk með málamiðlun. Raunar hefur beiting neitunarvaldsins aukist á síðastliðnum árum, þó að hún hafi vissulega verið meiri á tímum kalda stríðsins. Mikilvægt er að Ísland sé meðvitað um þessa erfiðleika alþjóðasamstarfs og þær hættur sem frjálslynd lýðræðisgildi standa nú frammi fyrir, en í senn reiðubúið til að leggja baráttunni lið og taka forystu þegar það á við. Slíka forystu sáum við innan Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt. Það er engin uppgjöf fólgin í því að sætta sig við erfiðleika alþjóðasamstarfs og viðurkenna ákveðin vandamál sem alþjóðastofnanir standa frammi fyrir, heldur þvert á móti er það til marks um heilbrigða nálgun, sem er jafnvel enn líklegri til að sannfæra þá sem annars efast um mikilvægi samstarfsins. Í hverfulli veröld og síbreytilegu umhverfi alþjóðastjórnmála er mikilvægt að vera þjóð meðal þjóða og gerast fullgildur þátttakandi í hvers kyns alþjóðasamstarfi sem miðar að því að bæta lífskjör jarðarbúa, bæta umhverfis- og loftslagsvernd og standa vörð um lýðræðisgildi og mannréttindi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýlega stóðu yfireinar lengstu viðræður Evrópusambandsins þegar háværar deilur settu hugmyndir um björgunarsjóð vegna COVID-19 í uppnám. Í fyrstu var lagt til að 750 milljarðar evra yrðu veittar til þeirra aðildarríkja sem hafa orðið verst úti efnahagslega, einkum til Ítalíu og Spánar. Þá var lagt til að 500 milljarðar evra yrðu greiddar út í formi styrkja en 250 milljarðar í formi hagstæðra lána. Það voru helst leiðtogar Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar sem vildu að enn stærri hluti sjóðsins yrði greiddur út í formi lána. Eftir samningaviðræður sem stóðu yfir í um níutíu klukkustundir náðist loks samkomulag milli aðildarríkja ESB. Um var að ræða málamiðlun þar sem samþykkt var að 390 milljarðar evra yrðu greiddar út í styrkjaformi og 360 milljarðar í formi lána. Ríkin í suðri fullyrða gjarnan að aðhaldssömu ríkin í norðri haldi sambandinu í gíslingu, en norðurríkin telja mikilvægt að enginn afsláttur sé gefinn af kröfum um aðhald í ríkisfjármálum og minni skuldsetningu. Þessi gjá hefur lengi verið áberandi, en hóf sérstaklega að breikka eftir fjármálahrunið 2008, og leiddi nú til einna erfiðustu samningaviðræðna sambandsins í seinni tíð. Þó má raunar nefna að samningaviðræðurnar í ár voru með breyttu sniði vegna breyttrar stöðu Frakklands og Þýskalands, sem áður tóku skýrari afstöðu með eða gegn öðrum ríkjum, en virðast nú í ákveðnu hlutverki málamiðlara, sem þótti fyrirsjáanleg afleiðing eftir brotthvarf Bretlands. Til að mynda þótti Þýskaland lengi vel einn helsti talsmaður aðhaldsaðgerða, en mætti þó andspyrnu Frakklands af og til, einkum þegar skuldakreppa evrusvæðisins stóð sem hæst, en nú er öldin önnur. Yfirstandandi veirufaraldur hefur valdið miklu mannfalli og djúpstæðum félags- og efnahagserfiðleikum. Fyrir vikið hefur reynt mjög á samheldni og samstarf aðildarríkjanna. Á Ítalíu, því ríki sem komið hefur hvað verst út úr ástandi, hefur stuðningur við ESB fallið. Í aprílmánuði sögðust 42% Ítala vilja yfirgefa sambandið, en til samanburðar vildi eingöngu fjórði hver Ítali yfirgefa sambandið í lok árs 2018. Fyrir veirufaraldurinn sögðust 64% Ítala styðja sambandið, en ílok marsmánaðar sögðust 49% þeirra styðja sambandið. Þá töldu 72% Ítala sambandið hafa brugðist sér og 77% töldu að samskipti Ítalíu við ESB yrðu áfram stormasöm. Þó að Framkvæmdastjórn ESB hafi brugðist skjótt við útbreiðslu veirunnar og að ákveðnu leyti reynt að gera sitt besta í ljósi aðstæðna, þá hefur mikill seinagangur og lítil samhæfing einkennt viðbrögð sambandsins, sem skrifast þó ekki á metnaðarleysi framkvæmdastjórnarinnar, heldur á kæruleysi þó nokkurra sambandsríkja og takmarkaðan samstarfsvilja þeirra. Það er sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess mynsturs sem virðist vera að skapast á alþjóðasviðinu. Lærdómurinn þar er að erfitt sé að útfæra alþjóðasamstarf sem er í senn skilvirkt og víðtækt. Grafið er undan alþjóðastofnunum innan frá þegar tiltekin ríki beita neitunarvaldi sínu til að þagga niður gagnrýni og hindra umbætur, eða hreinlega hundsa grundvallargildi alþjóðasamstarfs og frjálslynd lýðræðisgildi. Þetta hefur lengi vel einkennt framgöngu ákveðinna Evrópusambandsríkja í austri, einkum Pólland og Ungverjaland. Að sama skapi má vísa til máls Ingibjargar Sólrúnar og samstarfsfélaga hennar hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Sambærilegir erfiðleikar hafa einkennt starf Sameinuðu þjóðanna, en frá aldamótum hefur borgarastyrjöldum víðsvegar um heiminn fjölgað allverulega, auk þess sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lengi hlotið gagnrýni fyrir getuleysi sitt, sem orsakast af neitunarvaldi fastaríkjanna og beitingu þess þegar fastaríkin telja eigin hagsmuni í húfi. Nýlegt dæmi er þegar mikil óvissa ríkti um áframhald á mannúðarstuðningi í Sýrlandi, sem þó lauk með málamiðlun. Raunar hefur beiting neitunarvaldsins aukist á síðastliðnum árum, þó að hún hafi vissulega verið meiri á tímum kalda stríðsins. Mikilvægt er að Ísland sé meðvitað um þessa erfiðleika alþjóðasamstarfs og þær hættur sem frjálslynd lýðræðisgildi standa nú frammi fyrir, en í senn reiðubúið til að leggja baráttunni lið og taka forystu þegar það á við. Slíka forystu sáum við innan Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt. Það er engin uppgjöf fólgin í því að sætta sig við erfiðleika alþjóðasamstarfs og viðurkenna ákveðin vandamál sem alþjóðastofnanir standa frammi fyrir, heldur þvert á móti er það til marks um heilbrigða nálgun, sem er jafnvel enn líklegri til að sannfæra þá sem annars efast um mikilvægi samstarfsins. Í hverfulli veröld og síbreytilegu umhverfi alþjóðastjórnmála er mikilvægt að vera þjóð meðal þjóða og gerast fullgildur þátttakandi í hvers kyns alþjóðasamstarfi sem miðar að því að bæta lífskjör jarðarbúa, bæta umhverfis- og loftslagsvernd og standa vörð um lýðræðisgildi og mannréttindi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun