Hvenær kemur að stjórnvöldum? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 13:29 Síðustu dagar hafa minnt okkur óþægilega á veturinn sem leið og um leið sennilega opnað augu flestra fyrir því að baráttan við kórónuveiruna verður löng. Spurningum fjölmiðla og almennings um hvort önnur bylgja kórónuveirunnar sé hafin hefur verið svarað af hálfu sóttvarnarlæknis og landlæknis þannig að við verðum sennilega að venjast því að veiran verði hluti af lífi okkar næstu mánuði og jafnvel ár. Og í því ljósi er auðvitað alveg rétt hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að það er tímabært að fara að ræða hvernig takast á við stöðuna til lengri tíma og framtíðar og ræða hvernig vega á og meta þá hagsmuni sem búa að baki. Með því að fá fleiri sjónarmið að borðinu eins og sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir er sömuleiðis hægt að ná öllum rökum betur upp á yfirborðið. Samtalið verður skýrara. Þar vegast auðvitað á ólík sjónarmið og það er ekki hægt að bjóða samfélagi upp á það til lengri tíma litið að forðast það samtal. Fólk verður að fá að vita, upp að því marki sem hægt er, hvers er að vænta. Þegar veruleikinn er að barátta við skæða og bráðsmitandi veiru hefur jafnframt í för með sér alvarlegar efnahagslegar afleiðingar er ekki bara eðlilegt að umræðan eigi sér einnig stað á hinum pólitíska vettvangi, það er nauðsynlegt. Sömuleiðis er ósanngjarnt að sóttvarnarlæknir og landlæknir sitji daglega fyrir svörum um efni sem lúta að pólitískum og efnahagslegum spurningum sem aðrir bera ábyrgð á. Álitaefnið er hvernig best megi haga sóttvörnum, en um leið verja atvinnu, efnahag og mannréttindi fólks. Með öðrum orðum þarf ríkisstjórnin sjálf að fara að gera það sem embættismenn hafa hingað til gert vel hvað varðar heilbrigðismálin. Hún þarf að setja skýrt fram hvernig hún sér fyrir sér að takast á við þennan breytta veruleika til lengri tíma litið hvað varðar heilbrigði, efnahag og daglegt líf þjóðar í þessum nýju aðstæðum. Sumarið hefur gefið ráðherrum tóm til að móta lausnir við því sem mátti vera líkleg atburðarás og því hljóta þau að rísa undir ábyrgð sinni, sem er að varða veginn fram undan. Það er þeirra hlutverk. Lausnirnar mótast annars vegar af eðli veirunnar og hins vegar af eðli þeirrar kreppu sem við og heimurinn allur stendur frammi fyrir, sem er gríðarlegur samdráttur í hagkerfum heimsins og margskonar samfélagsleg áhrif sem fylgja breyttum heimi. Það er nefnilega ekki heldur alveg svo að efnahagslegar aðgerðir og sóttvarnir séu algjörlega andstæðir pólar, eins og stundum má ætla af umræðunni. Náin tengsl eru á milli efnahagsmála og velferðar og heilsu þjóða, eins og öllum ætti að vera ljóst. Enn hefur almenningur til dæmis ekki fengið að heyra nema að takmörkuðu leyti hvað bjó að baki ákvörðunum stjórnvalda um ferðalög til landsins í sumar; með hvaða hætti stjórnvöld mátu hættu, mögulegan skaða og ávinning. Vel má vera að þær greiningar liggi fyrir en svörin við þessu hafa ekki verið skýr af hálfu stjórnvalda. Það gerir um leið að verkum að vinna að sóttvörnum getur orðið erfiðari fyrir þá sem bera hitann og þungann þar því fólk er þreytt, er áhyggjufullt vegna mikillar fjölgunar smita og býr um leið við erfiða óvissu um atvinnu og afkomu. Svörin af hálfu þremenninganna um þeirra nálgun, hugmyndafræði og markmið hafa verið skýr. Svör þeirra og árangur veitti fólki vissu um stefnuna í vetur og vor hvað sóttvarnir varðar. Óskandi væri að stefna stjórnvalda hvað varðar skurðpunkt sóttvarna og efnahagsmála og annarra samfélagslegra afleiðinga væri jafn skýr. Ábyrgðin er á endanum og til lengri tíma nefnilega alltaf stjórnvalda um hvaða leiðir á að fara. Stefnan um eðlilegt samspil sóttvarna og annarra þátta í baráttu við bráðsmitandi veiru verður að vera skýr og öllum ljós. Búast má við að kórónuveiran verði hluti af okkar veruleika næstu mánuði og jafnvel ár. Það er vont að draga pólitíska rökræðu lengur, sem hefur ekki átt sér stað nema að takmörkuðu leyti af hálfu þeirra og á þeim vettvangi sem alla jafna hefur það hlutverk. Það er nefnilega rétt hjá sóttvarnarlækni að þetta mál er ekki lengur eingöngu sóttvarnarmál. Það er pólitískt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Síðustu dagar hafa minnt okkur óþægilega á veturinn sem leið og um leið sennilega opnað augu flestra fyrir því að baráttan við kórónuveiruna verður löng. Spurningum fjölmiðla og almennings um hvort önnur bylgja kórónuveirunnar sé hafin hefur verið svarað af hálfu sóttvarnarlæknis og landlæknis þannig að við verðum sennilega að venjast því að veiran verði hluti af lífi okkar næstu mánuði og jafnvel ár. Og í því ljósi er auðvitað alveg rétt hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að það er tímabært að fara að ræða hvernig takast á við stöðuna til lengri tíma og framtíðar og ræða hvernig vega á og meta þá hagsmuni sem búa að baki. Með því að fá fleiri sjónarmið að borðinu eins og sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir er sömuleiðis hægt að ná öllum rökum betur upp á yfirborðið. Samtalið verður skýrara. Þar vegast auðvitað á ólík sjónarmið og það er ekki hægt að bjóða samfélagi upp á það til lengri tíma litið að forðast það samtal. Fólk verður að fá að vita, upp að því marki sem hægt er, hvers er að vænta. Þegar veruleikinn er að barátta við skæða og bráðsmitandi veiru hefur jafnframt í för með sér alvarlegar efnahagslegar afleiðingar er ekki bara eðlilegt að umræðan eigi sér einnig stað á hinum pólitíska vettvangi, það er nauðsynlegt. Sömuleiðis er ósanngjarnt að sóttvarnarlæknir og landlæknir sitji daglega fyrir svörum um efni sem lúta að pólitískum og efnahagslegum spurningum sem aðrir bera ábyrgð á. Álitaefnið er hvernig best megi haga sóttvörnum, en um leið verja atvinnu, efnahag og mannréttindi fólks. Með öðrum orðum þarf ríkisstjórnin sjálf að fara að gera það sem embættismenn hafa hingað til gert vel hvað varðar heilbrigðismálin. Hún þarf að setja skýrt fram hvernig hún sér fyrir sér að takast á við þennan breytta veruleika til lengri tíma litið hvað varðar heilbrigði, efnahag og daglegt líf þjóðar í þessum nýju aðstæðum. Sumarið hefur gefið ráðherrum tóm til að móta lausnir við því sem mátti vera líkleg atburðarás og því hljóta þau að rísa undir ábyrgð sinni, sem er að varða veginn fram undan. Það er þeirra hlutverk. Lausnirnar mótast annars vegar af eðli veirunnar og hins vegar af eðli þeirrar kreppu sem við og heimurinn allur stendur frammi fyrir, sem er gríðarlegur samdráttur í hagkerfum heimsins og margskonar samfélagsleg áhrif sem fylgja breyttum heimi. Það er nefnilega ekki heldur alveg svo að efnahagslegar aðgerðir og sóttvarnir séu algjörlega andstæðir pólar, eins og stundum má ætla af umræðunni. Náin tengsl eru á milli efnahagsmála og velferðar og heilsu þjóða, eins og öllum ætti að vera ljóst. Enn hefur almenningur til dæmis ekki fengið að heyra nema að takmörkuðu leyti hvað bjó að baki ákvörðunum stjórnvalda um ferðalög til landsins í sumar; með hvaða hætti stjórnvöld mátu hættu, mögulegan skaða og ávinning. Vel má vera að þær greiningar liggi fyrir en svörin við þessu hafa ekki verið skýr af hálfu stjórnvalda. Það gerir um leið að verkum að vinna að sóttvörnum getur orðið erfiðari fyrir þá sem bera hitann og þungann þar því fólk er þreytt, er áhyggjufullt vegna mikillar fjölgunar smita og býr um leið við erfiða óvissu um atvinnu og afkomu. Svörin af hálfu þremenninganna um þeirra nálgun, hugmyndafræði og markmið hafa verið skýr. Svör þeirra og árangur veitti fólki vissu um stefnuna í vetur og vor hvað sóttvarnir varðar. Óskandi væri að stefna stjórnvalda hvað varðar skurðpunkt sóttvarna og efnahagsmála og annarra samfélagslegra afleiðinga væri jafn skýr. Ábyrgðin er á endanum og til lengri tíma nefnilega alltaf stjórnvalda um hvaða leiðir á að fara. Stefnan um eðlilegt samspil sóttvarna og annarra þátta í baráttu við bráðsmitandi veiru verður að vera skýr og öllum ljós. Búast má við að kórónuveiran verði hluti af okkar veruleika næstu mánuði og jafnvel ár. Það er vont að draga pólitíska rökræðu lengur, sem hefur ekki átt sér stað nema að takmörkuðu leyti af hálfu þeirra og á þeim vettvangi sem alla jafna hefur það hlutverk. Það er nefnilega rétt hjá sóttvarnarlækni að þetta mál er ekki lengur eingöngu sóttvarnarmál. Það er pólitískt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar