Fótbolti

Juventus búið að reka Sarri

Ísak Hallmundarson skrifar
Ítalski deildarmeistaratitillinn á fyrsta árinu var ekki nóg fyrir Sarri til að haldast í starfi.
Ítalski deildarmeistaratitillinn á fyrsta árinu var ekki nóg fyrir Sarri til að haldast í starfi. getty/Andrea Staccioli

Maurizio Sarri hefur verið sagt upp störfum hjá Ítalíumeisturum Juventus eftir eitt ár með liðinu.

Sarri gerði Juventus að Ítalíumeisturum á sínu fyrsta og eina ári með liðið en það er ekki nóg til að uppfylla kröfur stjórnarmanna Juventus. Þar er Meistaradeildin í forgangi en liðið féll úr leik í keppninni í gær á móti franska liðinu Lyon, sem endaði í 7. sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Juventus vann ítölsku úrvalsdeildina aðeins með eins stigs mun í ár og vann ekki nema tvo af síðustu átta leikjum sínum í keppninni.

Sarri hætti með Chelsea í fyrra eftir eitt ár í London til að taka við Juventus. Þetta er því annað stutt stopp hjá þessum skrautlega Ítala.

Áður hefur verið greint frá því að Mauricio Pochettino sé líklegur arftaki Sarri.


Tengdar fréttir

Pochettino líklegur til að taka við Juventus

Maurizio Sarri mun að öllum líkindum ekki halda áfram að stýra liði Juventus á næstu leiktíð. Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino er talinn líklegur arftaki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×