Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2020 11:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur beðið stjórnvöld um að gera upp hvaða fjárhagslegu afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa. Vísir/Vilhelm Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi fólks vinni fulla vinnu, frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar við að svara undanþágubeiðnunum. „Þetta er mest íþyngjandi vinnan núna, allar þessar undanþágubeiðnir, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um tvenns konar beiðnir sé að ræða. Annars vegar fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök sem vilji gera vel og vilji máta sig við reglurnar. Hins vegar þeir sem vilji fá undanþágu. „Þeir sem telja þetta ekki eiga alveg við sig,“ sagði Þórólfur. „Það er skiljanlegt því þetta er mikið fjárhagslegt spursmál fyrir marga.“ Þrátt fyrir þetta sé það hlutverk Almannavarna að koma fólki í skilning um að fengist sé við alvarlega hluti á þessum tímum. „Okkar tilmæli hafa verið tiltölulega einföld finnst mér. En síðan rignir yfir okkur beiðnum um undanþágu.“ Kári vill loka landinu Þórólfur segir jafnframt að ekki megi gleyma því að landinu var aldrei lokað. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einnig í þættinum og sagði hann meðal annars að hann vildi helst loka landinu alveg til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Það væri að hans mati vænlegasta lausnin. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig,“ svaraði Þórólfur þá aðspurður hvert hans mat væri. Ef landinu yrði lokað og allir sem kæmu hingað væru sendir í sóttkví myndi samt sem áður rigna inn beiðnum um undanþágur. „Það er mikil starfsemi hér innanlands [sem] byggir á erlendu vinnuafli af mörgum toga. Mér sýnist mörg starfsemi byggja á því.“ „Þá getur gerst það sem er að gerast núna að það kemur einn einstaklingur inn með eina veiru sem nær að grafa um sig þannig að ég held að við verðum núna áfram, sama hvað við gerum, við getum minnkað áhættuna á landamærunum með því sem við gerum,“ sagði Þórólfur og nefndi skimunina. Þá telur hann að veiran muni vera hluti af okkar veruleika næstu mánuðina og jafnvel árin, þar til endanleg lausn er komin á vandann eins og til dæmis bóluefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Sprengisandur Tengdar fréttir Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi fólks vinni fulla vinnu, frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar við að svara undanþágubeiðnunum. „Þetta er mest íþyngjandi vinnan núna, allar þessar undanþágubeiðnir, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um tvenns konar beiðnir sé að ræða. Annars vegar fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök sem vilji gera vel og vilji máta sig við reglurnar. Hins vegar þeir sem vilji fá undanþágu. „Þeir sem telja þetta ekki eiga alveg við sig,“ sagði Þórólfur. „Það er skiljanlegt því þetta er mikið fjárhagslegt spursmál fyrir marga.“ Þrátt fyrir þetta sé það hlutverk Almannavarna að koma fólki í skilning um að fengist sé við alvarlega hluti á þessum tímum. „Okkar tilmæli hafa verið tiltölulega einföld finnst mér. En síðan rignir yfir okkur beiðnum um undanþágu.“ Kári vill loka landinu Þórólfur segir jafnframt að ekki megi gleyma því að landinu var aldrei lokað. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einnig í þættinum og sagði hann meðal annars að hann vildi helst loka landinu alveg til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Það væri að hans mati vænlegasta lausnin. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig,“ svaraði Þórólfur þá aðspurður hvert hans mat væri. Ef landinu yrði lokað og allir sem kæmu hingað væru sendir í sóttkví myndi samt sem áður rigna inn beiðnum um undanþágur. „Það er mikil starfsemi hér innanlands [sem] byggir á erlendu vinnuafli af mörgum toga. Mér sýnist mörg starfsemi byggja á því.“ „Þá getur gerst það sem er að gerast núna að það kemur einn einstaklingur inn með eina veiru sem nær að grafa um sig þannig að ég held að við verðum núna áfram, sama hvað við gerum, við getum minnkað áhættuna á landamærunum með því sem við gerum,“ sagði Þórólfur og nefndi skimunina. Þá telur hann að veiran muni vera hluti af okkar veruleika næstu mánuðina og jafnvel árin, þar til endanleg lausn er komin á vandann eins og til dæmis bóluefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Sprengisandur Tengdar fréttir Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53
Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04
Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30