Samherji framleiðir eigin þætti Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 12:03 Samherji hefur lagst í þáttagerð til að koma sjónarmiðum sínum betur á framfæri. Vísir/Vilhelm Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Fyrirtækið hefur þegar sent frá sér stiklu um fyrsta þáttinn, sem sýndur verður á morgun. Vísir hefur kallað eftir nánari upplýsingum frá félaginu um þættina og verður fréttin uppfærð þegar þær berast. Í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, er Helgi Seljan fréttamaður Kveiks í forgrunni. Samherji segist hafa undir höndum leynilega upptöku þar sem heyra má Helga krefjast þagmælsku af einhverjum og að hann hafi átt í erfiðleikum með að staðfesta eitthvað. Helgi segist í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Í samskiptum við Mannlíf segist hann ekki hafa hugmynd um hverju sé von á í fyrirhuguðum þáttum. Hann óttist fullt af hlutum en ekki sýningu þáttanna. „Ég veit ekki hvað þessum mönnum gengur til en ég get ekki sagt að þetta komi mér neitt á óvart,“ hefur Mannlíf eftir Helga. Ekki fyrstu Samherjaþættirnir Samherji hefur áður ráðist í sjónvarpsþáttagerð þar sem félagið hefur uppi varnir um starfsemi sína. Það gerði Samherji í þáttum á Hringbraut þar sem húsleit Seðlabanka Íslands í húsakynnum félagsins var í fyrirrúmi. Í fyrrnefndri stiklu má einmitt sjá glefsur úr umræddri húsleit. Þá má ætla að starfsemi Samherja í Namibíu beri á góma í þáttunum, en hún hefur verið í deiglunni frá því að Kveikur varpaði ljósi á starfsemina í lok síðasta árs. Helgi Seljan var meðal þeirra þriggja fréttamanna sem höfðu veg og vanda af gerð Kveiksþáttarins en Al Jazeera, Stundin og Wikileaks stóðu jafnframt að umfjölluninni. Sem fyrr segir hefur Vísir kallað eftir nánari upplýsingum frá Samherja um efnistök þáttanna sem félagið hefur boðað. Samherji og Seðlabankinn Namibía Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Fyrirtækið hefur þegar sent frá sér stiklu um fyrsta þáttinn, sem sýndur verður á morgun. Vísir hefur kallað eftir nánari upplýsingum frá félaginu um þættina og verður fréttin uppfærð þegar þær berast. Í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, er Helgi Seljan fréttamaður Kveiks í forgrunni. Samherji segist hafa undir höndum leynilega upptöku þar sem heyra má Helga krefjast þagmælsku af einhverjum og að hann hafi átt í erfiðleikum með að staðfesta eitthvað. Helgi segist í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Í samskiptum við Mannlíf segist hann ekki hafa hugmynd um hverju sé von á í fyrirhuguðum þáttum. Hann óttist fullt af hlutum en ekki sýningu þáttanna. „Ég veit ekki hvað þessum mönnum gengur til en ég get ekki sagt að þetta komi mér neitt á óvart,“ hefur Mannlíf eftir Helga. Ekki fyrstu Samherjaþættirnir Samherji hefur áður ráðist í sjónvarpsþáttagerð þar sem félagið hefur uppi varnir um starfsemi sína. Það gerði Samherji í þáttum á Hringbraut þar sem húsleit Seðlabanka Íslands í húsakynnum félagsins var í fyrirrúmi. Í fyrrnefndri stiklu má einmitt sjá glefsur úr umræddri húsleit. Þá má ætla að starfsemi Samherja í Namibíu beri á góma í þáttunum, en hún hefur verið í deiglunni frá því að Kveikur varpaði ljósi á starfsemina í lok síðasta árs. Helgi Seljan var meðal þeirra þriggja fréttamanna sem höfðu veg og vanda af gerð Kveiksþáttarins en Al Jazeera, Stundin og Wikileaks stóðu jafnframt að umfjölluninni. Sem fyrr segir hefur Vísir kallað eftir nánari upplýsingum frá Samherja um efnistök þáttanna sem félagið hefur boðað.
Samherji og Seðlabankinn Namibía Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira