Sprenging í Baltimore Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 16:02 Húsin eru rústir einar eftir sprenginguna. AP Sprenging í norðvesturhluta bandarísku borgarinnar Baltimore í Bandaríkjunum jafnaði þrjú hús við jörðu í dag. Staðarmiðlar segja hið minnsta einn hafa farist í sprengingunni og að þrjú séu alvarlega særð. Þó svo að orsök sprengingarinnar sé óljós á þessari stundu beinast spjótin að gaslögnum hússins. Gasveitukerfi borgarinnar er víða sagt komið til ára sinna og er talið að það muni taka um tvo áratugi að lagfæra þær þúsundir kílómetra sem þarfnast endurnýjunar. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig frá svæðinu af ótta við gasleka. Slökkvilið borgarinnar sendi næstum 200 manns og níu slökkviliðsbíla á vettvang. Í tísti frá slökkviliðinu segist það hafa náð sambandi við einn íbúa hússins sem enn var fastur í rústunum. Í fyrstu var ætlað að um fimm kynnu að vera í sömu sporum, þar af nokkur börn. Íbúar hverfisins segja í samtali við Baltimore Sun að sprengingin hafi verið gríðarleg. Rúður og hurðar hafi t.a.m. til að mynda brotnað í nærliggjandi húsum. Krafturinn hafi verið slíkur að fólk hafi fallið um koll og íbúðir nötrað. Einn lýsir því hvernig honum hafi brugðið við sprenginguna, hlaupið út og séð spýtnabrak á við og dreif um hverfið. Björgunaraðgerðir standa enn og má sjá beina útsendingu frá Baltimore hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Sprenging í norðvesturhluta bandarísku borgarinnar Baltimore í Bandaríkjunum jafnaði þrjú hús við jörðu í dag. Staðarmiðlar segja hið minnsta einn hafa farist í sprengingunni og að þrjú séu alvarlega særð. Þó svo að orsök sprengingarinnar sé óljós á þessari stundu beinast spjótin að gaslögnum hússins. Gasveitukerfi borgarinnar er víða sagt komið til ára sinna og er talið að það muni taka um tvo áratugi að lagfæra þær þúsundir kílómetra sem þarfnast endurnýjunar. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig frá svæðinu af ótta við gasleka. Slökkvilið borgarinnar sendi næstum 200 manns og níu slökkviliðsbíla á vettvang. Í tísti frá slökkviliðinu segist það hafa náð sambandi við einn íbúa hússins sem enn var fastur í rústunum. Í fyrstu var ætlað að um fimm kynnu að vera í sömu sporum, þar af nokkur börn. Íbúar hverfisins segja í samtali við Baltimore Sun að sprengingin hafi verið gríðarleg. Rúður og hurðar hafi t.a.m. til að mynda brotnað í nærliggjandi húsum. Krafturinn hafi verið slíkur að fólk hafi fallið um koll og íbúðir nötrað. Einn lýsir því hvernig honum hafi brugðið við sprenginguna, hlaupið út og séð spýtnabrak á við og dreif um hverfið. Björgunaraðgerðir standa enn og má sjá beina útsendingu frá Baltimore hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira