Fengu 20 stunda fyrirvara um að leikskólinn opni viku eftir áætlun Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 16:33 Leikskólinn Langholt verður lokaður í tæpa viku til viðbótar. ja.is Opnun leikskólans Langholts við Sólheima í Reykjavík hefur verið frestað um sex daga. Til stóð að leikskólinn myndi opna klukkan 13 á morgun en sökum þess að framkvæmdir í húsnæðinu drógust á langinn er stefnt að opnun á mánudag í næstu vikum. Foreldri barns á Langholti sem fréttastofa ræddi við segir þessa breytingu koma illa við sig. Fyrirvarinn sé stuttur, aðeins um 20 klukkustundir, og þar að auki séu foreldrarnir báðir í hópi þeirra sem eru búin með sumarleyfið sitt. Framkvæmdirnar hófust fyrir sumarfrí og fyrir vikið þurfti hluti barnanna að vera í færanlegum kennslustofum á tímabili, en alls eru um 160 börn á Langholti. Stefnt var að því að framkvæmdum lyki áður en skólastarfið hæfist aftur núna í þessari viku - „en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf eins og gert er ráð fyrir,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir skólastjóri í bréfi til foreldra nú síðdegis. „Gert í algjörri neyð“ „Þrátt fyrir mikla vinnu og vilja þeirra sem að framkvæmdunum komu er þeim ekki lokið. Upp kom í ferlinu að það þyrfti að gera meira en áætlað var í upphafi,“ skrifar Valborg. Meðal þess sem er útistandandi séu framkvæmdir við starfsmannasalerni og starfsmannarými sem bæði sé ónothæft. Fyrir vikið sé ekki hægt að opna leikskólann á morgun, 11. ágúst, eins og til stóð heldur verður Langholt þess í stað opnað að morgni mánudagsins 17. ágúst. Valborg segir að sé þyki mjög leitt að þessar upplýsingar skuli berast svona seint, aðeins degi fyrir að foreldrar höfðu áætlað að leikskólastarf hæfist að nýju. „Við vildum gera allt sem hægt væri áður en gripið yrði til þess að fresta opnun,“ skrifar Valborg. „Nú um helgina var t.d. áætlað að vinna ákveðna verkþætti sem því miður gengu ekki eftir og því varð þetta ekki að fullu ljóst fyrr en í dag.“ Þá hafi komið upp sú hugmynd að flytja öll börnin 160 í Langholtsskóla, en það hafi ekki verið talið vænlegt. Þar að auki setji kórónuveiran strik í reikninginn. Núverandi aðstæður voru ekki taldar geta boðið upp á viðunandi sóttvarnir eða geta tryggt fjarlægðarmörk á milli fólks. „Þetta er gert í algjörri neyð og eftir mikla yfirlegu, ég lofa ykkur því,“ skrifar Valborg til foreldra. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Opnun leikskólans Langholts við Sólheima í Reykjavík hefur verið frestað um sex daga. Til stóð að leikskólinn myndi opna klukkan 13 á morgun en sökum þess að framkvæmdir í húsnæðinu drógust á langinn er stefnt að opnun á mánudag í næstu vikum. Foreldri barns á Langholti sem fréttastofa ræddi við segir þessa breytingu koma illa við sig. Fyrirvarinn sé stuttur, aðeins um 20 klukkustundir, og þar að auki séu foreldrarnir báðir í hópi þeirra sem eru búin með sumarleyfið sitt. Framkvæmdirnar hófust fyrir sumarfrí og fyrir vikið þurfti hluti barnanna að vera í færanlegum kennslustofum á tímabili, en alls eru um 160 börn á Langholti. Stefnt var að því að framkvæmdum lyki áður en skólastarfið hæfist aftur núna í þessari viku - „en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf eins og gert er ráð fyrir,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir skólastjóri í bréfi til foreldra nú síðdegis. „Gert í algjörri neyð“ „Þrátt fyrir mikla vinnu og vilja þeirra sem að framkvæmdunum komu er þeim ekki lokið. Upp kom í ferlinu að það þyrfti að gera meira en áætlað var í upphafi,“ skrifar Valborg. Meðal þess sem er útistandandi séu framkvæmdir við starfsmannasalerni og starfsmannarými sem bæði sé ónothæft. Fyrir vikið sé ekki hægt að opna leikskólann á morgun, 11. ágúst, eins og til stóð heldur verður Langholt þess í stað opnað að morgni mánudagsins 17. ágúst. Valborg segir að sé þyki mjög leitt að þessar upplýsingar skuli berast svona seint, aðeins degi fyrir að foreldrar höfðu áætlað að leikskólastarf hæfist að nýju. „Við vildum gera allt sem hægt væri áður en gripið yrði til þess að fresta opnun,“ skrifar Valborg. „Nú um helgina var t.d. áætlað að vinna ákveðna verkþætti sem því miður gengu ekki eftir og því varð þetta ekki að fullu ljóst fyrr en í dag.“ Þá hafi komið upp sú hugmynd að flytja öll börnin 160 í Langholtsskóla, en það hafi ekki verið talið vænlegt. Þar að auki setji kórónuveiran strik í reikninginn. Núverandi aðstæður voru ekki taldar geta boðið upp á viðunandi sóttvarnir eða geta tryggt fjarlægðarmörk á milli fólks. „Þetta er gert í algjörri neyð og eftir mikla yfirlegu, ég lofa ykkur því,“ skrifar Valborg til foreldra.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira