Sjáðu Redondo-tilþrif Rasmus Falk gegn United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2020 23:16 Rasmus Falk býr sig undir að plata Brandon Williams upp úr skónum. getty/Lars Ronbog Manchester United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, eftir framlengingu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var í Köln. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Karl-Johan Johnsson, frábær markvörður FCK, kom engum vörnum við í það skiptið. Hann varði hin þrettán skotin sem United átti á mark FCK í leiknum. Tilþrif leiksins átti samt Rasmus Falk á 65. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Guillermo Varela, og lék að endalínunni hægra megin. Fred og Brandon Williams virtust hafa króað Falk af en hann setti boltann þá með hælnum framhjá Williams og hljóp hinum megin við hann. Falk sendi boltann á Jonas Wind sem færði hann svo yfir á Bryan Oviedo sem átti skot í Aaron Wan-Bissaka. Tilþrif Falks minntu um margt á takta sem argentínski miðjumaðurinn Fernando Redondo sýndi í leik Manchester United og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir 20 árum. Redondo plataði Henning Berg, varnarmann United, þá upp úr skónum með svipaðri gabbhreyfingu og Falk og sendi boltann á Raúl sem skoraði af stuttu færi. Real Madrid vann leikinn 3-2 og fór svo alla leið og varð Evrópumeistari eftir 3-0 sigur á Valencia í úrslitaleik. Tilþrifin, bæði hjá Falk og Redondo, má sjá hér fyrir neðan. Falk, sem er 28 ára, kom til FCK frá OB fyrir fjórum árum. Hann hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með Kaupmannahafnarliðinu. Falk hefur leikið einn leik fyrir danska landsliðið. United mætir annað hvort Wolves eða Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í Düsseldorf eftir viku. Wolves og Sevilla eigast við í Duisburg annað kvöld. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58 Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Manchester United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, eftir framlengingu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var í Köln. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Karl-Johan Johnsson, frábær markvörður FCK, kom engum vörnum við í það skiptið. Hann varði hin þrettán skotin sem United átti á mark FCK í leiknum. Tilþrif leiksins átti samt Rasmus Falk á 65. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Guillermo Varela, og lék að endalínunni hægra megin. Fred og Brandon Williams virtust hafa króað Falk af en hann setti boltann þá með hælnum framhjá Williams og hljóp hinum megin við hann. Falk sendi boltann á Jonas Wind sem færði hann svo yfir á Bryan Oviedo sem átti skot í Aaron Wan-Bissaka. Tilþrif Falks minntu um margt á takta sem argentínski miðjumaðurinn Fernando Redondo sýndi í leik Manchester United og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir 20 árum. Redondo plataði Henning Berg, varnarmann United, þá upp úr skónum með svipaðri gabbhreyfingu og Falk og sendi boltann á Raúl sem skoraði af stuttu færi. Real Madrid vann leikinn 3-2 og fór svo alla leið og varð Evrópumeistari eftir 3-0 sigur á Valencia í úrslitaleik. Tilþrifin, bæði hjá Falk og Redondo, má sjá hér fyrir neðan. Falk, sem er 28 ára, kom til FCK frá OB fyrir fjórum árum. Hann hefur tvisvar sinnum orðið danskur meistari með Kaupmannahafnarliðinu. Falk hefur leikið einn leik fyrir danska landsliðið. United mætir annað hvort Wolves eða Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í Düsseldorf eftir viku. Wolves og Sevilla eigast við í Duisburg annað kvöld. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58 Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Manchester United og Inter komust þá áfram. 10. ágúst 2020 21:58
Fernandes sá eini sem kom boltanum framhjá frábærum markverði FCK Manchester United þurfti að fara í framlengingu gegn FC Kobenhavn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. 10. ágúst 2020 21:37