Biðin endalausa Hólmfríður Þórisdóttir skrifar 11. ágúst 2020 08:00 Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur löngum verið talin með þeim bestu í heimi og sannarlega má segja að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé í sérflokki hvað gæði varðar. Því er óskiljanleg sú ringulreið sem ríkir í kringum svokallaðar valkvæðar aðgerðir, þar á meðal liðskiptaaðgerðir. Ljóst er að þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni þar sem í óefni stefnir og hefur verið um árabil. Landlæknir gaf árið 2016 út viðmiðunarmörk um bið eftir heilbrigðiþjónustu. Þar segir að bið eftir skoðun hjá sérfræðingi skuli ekki vera lengri en 30 dagar og aðgerð skuli gerð innan 90 daga. Háleitt og göfugt markmið ekki satt en því miður er raunveruleikinn allur annar. Greinarhöfundur er eins og fleiri í fjölskyldu sinni með laskaðan liðþófa í hné og eftir fjölmargar smáskammtalækningar árum saman, speglanir og sterasprautur þá var ljóst að ekki varð lengra komist. Því var ákveðið að sækja um liðskiptaaðgerð á Landspítalanum. Biðtími eftir skoðun hjá sérfræðingi var ekki 30 dagar eins og viðmiðunarmörkin segja heldur voru þeir rúmlega 200. Þennan tíma má vel kalla falinn biðtíma þar sem hann kemur hvergi fram í tölum Landlæknis um biðlista eftir aðgerðum og bætist við hinn opinbera biðtíma sem er þó langur fyrir. Aðgerðin sjálf var ákveðin í nóvember 2019 og var fyrirhuguð 12 mánuðum síðar en ekki þremur eins og markmiðið er samkvæmt markmiðum Landlæknis. Biðin eftir aðgerðinni er því orðnir 17 mánuðir nú þegar og sér ekki fyrir endann á. Hver er svo staða manneskjunnar sem bíður allan þennan tíma með sinn síversnandi sjúkdóm? Í gegnum nálarauga Landspítalans komast einungis þeir sem eru komnir með miklar skemmdir í liði. Þessu fylgja miklir verkir, sársauki við minnstu hreyfingar og allt þetta hefur áhrif á andlega líðan þess sem bíður. Oft þurfa aðstandendur að hlaupa undir bagga þar sem líkamleg færni sjúklingsins gerir honum oft erfitt um vik að sinna sínum daglegu störfum. Kvalirnar eru linaðar með verkjalyfjum og ekki er óalgengt að sjúklingar séu komnir á morfínskyld lyf þar sem vægari úrræði virka ekki. Samfara þessu eru margir komnir í veikindaleyfi frá vinnu og jafnvel búnir að nýta rétt sinn til veikindaleyfa á meðan biðinni stendur og því án veikindaréttar þegar loks kemur að aðgerð og þeim tíma sem nauðsynlegur er til eftirbata.Samfélagslegur kostnaður er hár og ekki metinn til fjár. Á meðan standa tvær einkareknar skurðstofur reiðubúnar til að grípa inní og aðstoða við að koma íslenska heilbrigðiskerfinu á réttan kjöl og bæta lífsgæði þeirra sem í þessari stöðu eru. Hér með eru heilbrigðisyfirvöld hvött til að grípa til aðgerða strax og koma hópi þessum til aðstoðar sem þarf verulega á henni að halda. Þar sem er vilji, þar er vegur og það þarf kjark að fara hann Höfundur er starfsmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur löngum verið talin með þeim bestu í heimi og sannarlega má segja að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé í sérflokki hvað gæði varðar. Því er óskiljanleg sú ringulreið sem ríkir í kringum svokallaðar valkvæðar aðgerðir, þar á meðal liðskiptaaðgerðir. Ljóst er að þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni þar sem í óefni stefnir og hefur verið um árabil. Landlæknir gaf árið 2016 út viðmiðunarmörk um bið eftir heilbrigðiþjónustu. Þar segir að bið eftir skoðun hjá sérfræðingi skuli ekki vera lengri en 30 dagar og aðgerð skuli gerð innan 90 daga. Háleitt og göfugt markmið ekki satt en því miður er raunveruleikinn allur annar. Greinarhöfundur er eins og fleiri í fjölskyldu sinni með laskaðan liðþófa í hné og eftir fjölmargar smáskammtalækningar árum saman, speglanir og sterasprautur þá var ljóst að ekki varð lengra komist. Því var ákveðið að sækja um liðskiptaaðgerð á Landspítalanum. Biðtími eftir skoðun hjá sérfræðingi var ekki 30 dagar eins og viðmiðunarmörkin segja heldur voru þeir rúmlega 200. Þennan tíma má vel kalla falinn biðtíma þar sem hann kemur hvergi fram í tölum Landlæknis um biðlista eftir aðgerðum og bætist við hinn opinbera biðtíma sem er þó langur fyrir. Aðgerðin sjálf var ákveðin í nóvember 2019 og var fyrirhuguð 12 mánuðum síðar en ekki þremur eins og markmiðið er samkvæmt markmiðum Landlæknis. Biðin eftir aðgerðinni er því orðnir 17 mánuðir nú þegar og sér ekki fyrir endann á. Hver er svo staða manneskjunnar sem bíður allan þennan tíma með sinn síversnandi sjúkdóm? Í gegnum nálarauga Landspítalans komast einungis þeir sem eru komnir með miklar skemmdir í liði. Þessu fylgja miklir verkir, sársauki við minnstu hreyfingar og allt þetta hefur áhrif á andlega líðan þess sem bíður. Oft þurfa aðstandendur að hlaupa undir bagga þar sem líkamleg færni sjúklingsins gerir honum oft erfitt um vik að sinna sínum daglegu störfum. Kvalirnar eru linaðar með verkjalyfjum og ekki er óalgengt að sjúklingar séu komnir á morfínskyld lyf þar sem vægari úrræði virka ekki. Samfara þessu eru margir komnir í veikindaleyfi frá vinnu og jafnvel búnir að nýta rétt sinn til veikindaleyfa á meðan biðinni stendur og því án veikindaréttar þegar loks kemur að aðgerð og þeim tíma sem nauðsynlegur er til eftirbata.Samfélagslegur kostnaður er hár og ekki metinn til fjár. Á meðan standa tvær einkareknar skurðstofur reiðubúnar til að grípa inní og aðstoða við að koma íslenska heilbrigðiskerfinu á réttan kjöl og bæta lífsgæði þeirra sem í þessari stöðu eru. Hér með eru heilbrigðisyfirvöld hvött til að grípa til aðgerða strax og koma hópi þessum til aðstoðar sem þarf verulega á henni að halda. Þar sem er vilji, þar er vegur og það þarf kjark að fara hann Höfundur er starfsmaður Miðflokksins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun