Nýbúinn að tapa fyrir United en þakkaði Solskjær fyrir allt sem hann hefur gert í Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 10:30 Zeca þakkar Ole Gunnar Solskjær fyrir leikinn og það sem Norðmaðurinn hefur gert fyrir uppáhaldslið fyrirliða FCK. Getty/Sascha Steinbach Zeca, fyrirliði FCK, átti athyglisvert samtal við knattspyrnustjóra Manchester United, strax eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í gær þar sem Manchester United vann 1-0 í framlengingu og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Hvað gerir þú eftir naumt tap í leik sem hefði komið þér í undanúrslit í Evrópukeppni? Fáir ganga örugglega upp að stjóra mótherjanna og þakka honum fyrir það sem hann hafi gert fyrir liðið sem var að vinna þig. Hinn 31 árs gamli fyrirliði FC Kaupamannahafnarliðsins sá engu að síður ástæðu til að hrósa bæði knattspyrnustjóra og hetju Manchester United liðsins strax eftir leikinn í gær. Zeca (Copenhagen captain) to Solskjær: "Thank you very much for everything you have done in Manchester." #mulive [@DAZN_CA] pic.twitter.com/Q1Fryn462Q— utdreport (@utdreport) August 11, 2020 Manchester United skapaði sér fullt af færum á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn í gær en þurfti á endanum vítaspyrnu til að koma boltanum í netið. Markið skoraði að sjálfsögðu Portúgalinn Bruno Fernandes sem hefur gerbreytt þessu Manchester United liði síðan að hann kom til félagsins í janúarglugganum. Hann hefur nú komið að nítján mörkum (11 mörk og 8 stoðsendingar) í 21 leik fyrir Manchester United. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur hrósað sínum manni mikið og gerði það aftur í gær. Það vakti þó kannski meiri athygli hvernig fyrirliði Kaupmannahafnarliðsins talaði þegar hann stóð við hlið norska stjórans í leikslok. Zeca er kannski leikmaður og fyrirliði FCK en hann hefur ekkert falið í felur með það að hann heldur með Manchester United í enska boltanum. Það sást líka vel í leikslok. Zeca: 'Thank you very much for everything you have done in Manchester' Solskjaer: 'We re trying to get it back. He is helping, this boy is helping' Zeca: 'Yeah, this guy is amazing. He's amazing'You just love to see it https://t.co/xZn2zrapYr— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 11, 2020 „Takk fyrir allt sem þú hefur gert í Manchester,“ sagði Zeca við Ole Gunnar Solskjær. „Við erum að reyna að komast til baka. Hann [Fernandes] er að hjálpa, þessi strákur hjálpar okkur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Já þessi gæi er stórkostlegur. Hann er frábær,“ svaraði Zeca. Eins og staðan var á Manchester United liðinu fyrir komu Bruno Fernandes þá hefði liðið nær örugglega misst af Meistaradeildarsæti án hans. Mörkin hans og stoðsendingar hafa skipt sköpum í mörgum leikjum liðsins. Zeca er fæddur í Portúgal en fór til gríska félagsins Panathinaikos 23 ára gamall og eftir fimm ára í Grikklandi þá tók hann upp grískt ríkisfang. Zeca hefur spilað 19 landsleiki fyrir Grikki en sá fyrsti var árið 2017. Zeca kom til FC Kaupamannahafnarliðsins árið 2017 og er búin með þrjú tímabil með liðinu. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Zeca, fyrirliði FCK, átti athyglisvert samtal við knattspyrnustjóra Manchester United, strax eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í gær þar sem Manchester United vann 1-0 í framlengingu og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Hvað gerir þú eftir naumt tap í leik sem hefði komið þér í undanúrslit í Evrópukeppni? Fáir ganga örugglega upp að stjóra mótherjanna og þakka honum fyrir það sem hann hafi gert fyrir liðið sem var að vinna þig. Hinn 31 árs gamli fyrirliði FC Kaupamannahafnarliðsins sá engu að síður ástæðu til að hrósa bæði knattspyrnustjóra og hetju Manchester United liðsins strax eftir leikinn í gær. Zeca (Copenhagen captain) to Solskjær: "Thank you very much for everything you have done in Manchester." #mulive [@DAZN_CA] pic.twitter.com/Q1Fryn462Q— utdreport (@utdreport) August 11, 2020 Manchester United skapaði sér fullt af færum á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn í gær en þurfti á endanum vítaspyrnu til að koma boltanum í netið. Markið skoraði að sjálfsögðu Portúgalinn Bruno Fernandes sem hefur gerbreytt þessu Manchester United liði síðan að hann kom til félagsins í janúarglugganum. Hann hefur nú komið að nítján mörkum (11 mörk og 8 stoðsendingar) í 21 leik fyrir Manchester United. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur hrósað sínum manni mikið og gerði það aftur í gær. Það vakti þó kannski meiri athygli hvernig fyrirliði Kaupmannahafnarliðsins talaði þegar hann stóð við hlið norska stjórans í leikslok. Zeca er kannski leikmaður og fyrirliði FCK en hann hefur ekkert falið í felur með það að hann heldur með Manchester United í enska boltanum. Það sást líka vel í leikslok. Zeca: 'Thank you very much for everything you have done in Manchester' Solskjaer: 'We re trying to get it back. He is helping, this boy is helping' Zeca: 'Yeah, this guy is amazing. He's amazing'You just love to see it https://t.co/xZn2zrapYr— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 11, 2020 „Takk fyrir allt sem þú hefur gert í Manchester,“ sagði Zeca við Ole Gunnar Solskjær. „Við erum að reyna að komast til baka. Hann [Fernandes] er að hjálpa, þessi strákur hjálpar okkur,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Já þessi gæi er stórkostlegur. Hann er frábær,“ svaraði Zeca. Eins og staðan var á Manchester United liðinu fyrir komu Bruno Fernandes þá hefði liðið nær örugglega misst af Meistaradeildarsæti án hans. Mörkin hans og stoðsendingar hafa skipt sköpum í mörgum leikjum liðsins. Zeca er fæddur í Portúgal en fór til gríska félagsins Panathinaikos 23 ára gamall og eftir fimm ára í Grikklandi þá tók hann upp grískt ríkisfang. Zeca hefur spilað 19 landsleiki fyrir Grikki en sá fyrsti var árið 2017. Zeca kom til FC Kaupamannahafnarliðsins árið 2017 og er búin með þrjú tímabil með liðinu.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira