Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 11:22 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg ef ná á utan um þessa aðra bylgju kórónuveirufaraldursins. Það hangi hins vegar fleira á spítunni. Vísir/Vilhelm Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein sem hann birti á Vísi. Greinin er svar við skrifum Ólafs Haukssonar almannatengils þar sem hann ýjar að því að Íslensk erfðagreining hafi stuðlað að því að kórónuveiran bærist til landsins. Það hafi fyrirtækið gert með því að hætta skimun á landamærunum með stuttum fyrirvara „og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur,“ skrifar Ólafur. Kári hafnar þessari söguskýringu í grein sinni og segir brotthvarf fyrirtækisins ekki hafa verið fyrirvaralaust. Íslensk erfðagreining hafi þannig séð alfarið um skimun á landamærunum í tvær vikur - „og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott,“ skrifar Kári. Þar að auki hafi fyrirtækið haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sýnum sem greinst hafa á landinu, getan til þess sé hvergi annars staðar en hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir umrædda raðgreiningu hafa verið nauðsynlega til þess að rekja smit. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga „Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu,“ skrifar Kári og vísar þar til þess afbrigðis veirunnar sem stjórnvöld glíma nú við. Eins og fram hefur komið á upplýsingafundum almannavarna að undanförnu þá hafi sýkingar síðustu daga sýnt fram á að tvær gerðir veirunnar hafi farið á flug hér á landi. Búið sé að ná tökum á annarri þeirra en önnur sé ennþá að skjóta upp kollinum. „Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun,“ skrifar Kári. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. Kári segir Íslenska erfðagreiningu því ekki hafa hætt skimun á landamærum fyrr en fyrirtækið var búið að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. „Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf.“ Grein Kára má nálgast í heild með því að smella hér. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein sem hann birti á Vísi. Greinin er svar við skrifum Ólafs Haukssonar almannatengils þar sem hann ýjar að því að Íslensk erfðagreining hafi stuðlað að því að kórónuveiran bærist til landsins. Það hafi fyrirtækið gert með því að hætta skimun á landamærunum með stuttum fyrirvara „og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur,“ skrifar Ólafur. Kári hafnar þessari söguskýringu í grein sinni og segir brotthvarf fyrirtækisins ekki hafa verið fyrirvaralaust. Íslensk erfðagreining hafi þannig séð alfarið um skimun á landamærunum í tvær vikur - „og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott,“ skrifar Kári. Þar að auki hafi fyrirtækið haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sýnum sem greinst hafa á landinu, getan til þess sé hvergi annars staðar en hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir umrædda raðgreiningu hafa verið nauðsynlega til þess að rekja smit. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga „Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu,“ skrifar Kári og vísar þar til þess afbrigðis veirunnar sem stjórnvöld glíma nú við. Eins og fram hefur komið á upplýsingafundum almannavarna að undanförnu þá hafi sýkingar síðustu daga sýnt fram á að tvær gerðir veirunnar hafi farið á flug hér á landi. Búið sé að ná tökum á annarri þeirra en önnur sé ennþá að skjóta upp kollinum. „Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun,“ skrifar Kári. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. Kári segir Íslenska erfðagreiningu því ekki hafa hætt skimun á landamærum fyrr en fyrirtækið var búið að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. „Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf.“ Grein Kára má nálgast í heild með því að smella hér.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00