Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 11:58 Breiðablik leikur í forkeppni Evrópudeildar eftir að hafa orðið í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni í fyrra. VÍSIR/VILHELM Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. Breiðablik dróst í gær gegn Rosenborg í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Síðar í gær lagði landslæknisembættið í Noregi svo til að að Ísland yrði ásamt fleiri löndum sett á rauðan lista í Noregi, sem myndi þýða að íslenskir ferðamenn þyrftu að fara í tíu daga sóttkví við komu til Noregs. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, breytti tilhögun forkeppni Evrópudeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og er því aðeins leikinn einn leikur í hverju einvígi, en ekki heima- og útileikur. Dregið var um hvort leikur Rosenborg og Breiðabliks færi fram í Noregi eða á Íslandi. Í sérstakri reglugerð vegna Evrópuleikja á tímum faraldursins setur UEFA ábyrgðina á að leikir geti farið fram í hendur heimaliðsins. Það er því á ábyrgð Rosenborg að tryggja að leikurinn við Breiðablik geti farið fram, og Blikar þurfa ekki að mæta fyrr til Noregs en tveimur dögum fyrir leikinn sem fram á að fara 27. ágúst. „Við teljum allar líkur á að leikurinn fari fram á Lerkendal [heimavelli Rosenborg],“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi. Leikið í öðru landi eða Blikum úrskurðaður sigur? Rosenborg gaf Lerkendal upp sem heimavöll fyrir leikinn í svari til UEFA, sem veita varð innan við sólarhring eftir dráttinn í gær. Sá möguleiki er til staðar að leikurinn verði færður á hlutlausan völl í landi utan Noregs, en ef leikurinn getur ekki farið fram verður Breiðabliki úrskurðaður 3-0 sigur og liðið kemst áfram í næstu umferð. „Við eigum símafund með forráðamönnum Rosenborg á morgun og viljum gefa þeim svigrúm til að skoða þessi mál. Við búum okkur undir að spila í Noregi,“ segir Sigurður. Fá 6,4 milljónir vegna ferðalags og verða að fara í próf UEFA veitir gestaliðum sérstakan styrk upp á 40.000 evrur, jafnvirði 6,4 milljóna króna, til að ferðast í leiki. Ekki veitir af en íslensku liðin (auk Breiðabliks eru það KR og Víkingur R.) þurfa að leigja sér flugvélar til að komast í sína Evrópuleiki. Blikar áætla að fljúga til Noregs 25. ágúst og heim aftur á leikdegi, tveimur sólarhringum síðar. Samkvæmt reglum UEFA þurfa allir sem ferðast í leikinn að fara í kórónuveirupróf áður en flogið er af stað. Miðað við núgildandi reglur þyrftu Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands frá Noregi. Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira
Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. Breiðablik dróst í gær gegn Rosenborg í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Síðar í gær lagði landslæknisembættið í Noregi svo til að að Ísland yrði ásamt fleiri löndum sett á rauðan lista í Noregi, sem myndi þýða að íslenskir ferðamenn þyrftu að fara í tíu daga sóttkví við komu til Noregs. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, breytti tilhögun forkeppni Evrópudeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og er því aðeins leikinn einn leikur í hverju einvígi, en ekki heima- og útileikur. Dregið var um hvort leikur Rosenborg og Breiðabliks færi fram í Noregi eða á Íslandi. Í sérstakri reglugerð vegna Evrópuleikja á tímum faraldursins setur UEFA ábyrgðina á að leikir geti farið fram í hendur heimaliðsins. Það er því á ábyrgð Rosenborg að tryggja að leikurinn við Breiðablik geti farið fram, og Blikar þurfa ekki að mæta fyrr til Noregs en tveimur dögum fyrir leikinn sem fram á að fara 27. ágúst. „Við teljum allar líkur á að leikurinn fari fram á Lerkendal [heimavelli Rosenborg],“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi. Leikið í öðru landi eða Blikum úrskurðaður sigur? Rosenborg gaf Lerkendal upp sem heimavöll fyrir leikinn í svari til UEFA, sem veita varð innan við sólarhring eftir dráttinn í gær. Sá möguleiki er til staðar að leikurinn verði færður á hlutlausan völl í landi utan Noregs, en ef leikurinn getur ekki farið fram verður Breiðabliki úrskurðaður 3-0 sigur og liðið kemst áfram í næstu umferð. „Við eigum símafund með forráðamönnum Rosenborg á morgun og viljum gefa þeim svigrúm til að skoða þessi mál. Við búum okkur undir að spila í Noregi,“ segir Sigurður. Fá 6,4 milljónir vegna ferðalags og verða að fara í próf UEFA veitir gestaliðum sérstakan styrk upp á 40.000 evrur, jafnvirði 6,4 milljóna króna, til að ferðast í leiki. Ekki veitir af en íslensku liðin (auk Breiðabliks eru það KR og Víkingur R.) þurfa að leigja sér flugvélar til að komast í sína Evrópuleiki. Blikar áætla að fljúga til Noregs 25. ágúst og heim aftur á leikdegi, tveimur sólarhringum síðar. Samkvæmt reglum UEFA þurfa allir sem ferðast í leikinn að fara í kórónuveirupróf áður en flogið er af stað. Miðað við núgildandi reglur þyrftu Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands frá Noregi.
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira
Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56
Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15