Íslenski boltinn

Atli Viðar um Víkinga: „Hrífst af þeim en er taktíkin svona góð?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Víkingar í gír.
Víkingar í gír. vísir/bára

Víkingur var á meðal þeirra liða sem voru til umræðu í Pepsi Max stúkunni á mánudaginn.

Þrátt fyrir að deildin sé í pásu settust þeir Guðmundur Benediktsson, Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson niður og krufðu neðstu sex liðin til mergjar.

Víkingar eru í sjöunda sætinu með þrettán stig og voru því teknir fyrir í þættinum.

„Þeir búa yfir rosalega miklum hæfileikum í mörgum þessum strákum. Víkingsleikirnir eru þeir leikir sem mér finnst yfirleitt skemmtilegast að fara á, ásamt Blikunum, af því að þeir spila ofboðslega flottan fótbolta á köflum,“ sagði Tómas Ingi.

„Það vantar aðeins upp á að þetta fallega verði árangursríkt. Þeir þurfa að gera meira. Þeir þurfa að skoða aðeins meira og þeir þurf að verjast betur.“

Atli Viðar setur þó spurningarmerki við þetta. Honum finnst skemmtilegt að fylgjast með Víkingum en segir að það vanti eitthvað vörumerki.

„Mér finnst mjög gaman að horfa á Víkingana og hrífst af þeim en er taktíkin svona góð? Mér finnst þetta helgast meira af einstaklingsgæðum. Þeir eru mjög hreyfanlegir og vilja allir fá boltann en mér finnst stundum eins og það vanti Víkings-trademark. Ég veit það ekki,“ sagði Atli Viðar.

„Þeir svo góðir í fótbolta að mér finnst að þeir ættu að vera með eins og einar til tvær færslur sem þeir geta gripið í og þú veist að það skilar einhverri ákveðinni stöðu og býr til álitlegt færi eða góða sókn. Mér finnst þetta aðeins vanta.“

Alla umræðuna um Víkinga má sjá hér að neðan, þar sem m.a. er talað um fagurfræði Víkinga gegn stigastöfnun þeirra.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Víking



Fleiri fréttir

Sjá meira


×