Lögreglustjóri hættir eftir að niðurskurðarkalli var svarað Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 10:32 Carmen Best tók við stöðu lögreglustjóra árið 2018. Getty/Karen Ducey Lögreglustjóri Seattle-borgar í Bandaríkjunum sagði starfi sínu lausu í gær vegna niðurskurðarkröfu borgaryfirvalda. Ákvörðun þeirra er svar við ákalli mótmælenda um að löggæsluskipulag Bandaríkjanna verði endurskoðað í kjölfar morðsins á George Floyd í lok maí. Kallað hefur verið eftir því að fjármunir lögreglu renni heldur til félagslegra úrræða, áherslan verði lögð á geðheilbrigðisþjónustu, úrræði við fíknivanda og heimilisleysi, í stað þess að vígbúa lögregluna. Niðurskurðurinn og meðfylgjandi brotthvarf lögreglustjórans í Settle, Carmen Best, er af mörgum talin einhver eftirtektarverðustu eftirköst mótmælanna sem sett hafa svip á bandarískt samfélag frá andláti Floyd. „Megi von um bjartari tíma fæðast úr þessum þrengingum,“ sagði Best á blaðamannafundi í gær þegar hún tilkynnti um afsögn sína. Hún hafði gegnt embætti lögreglustjóra frá árinu 2018 eftir að hafa starfað sem lögregluþjónn í borginni frá árinu 1992. Best sagði að það sem hefði staðið hvað helst í henni væri samráðsleysi. Samtalið við borgaryfirvöld í Seattle hafi verið í skötulíki en áhrifin þeim mun meiri. Næstum samhljóða ákvörðun borgarstjórnar um að lækka fjárframlög til embættisins um 3,5 milljónir dala, sem er minna en 1 prósent af heildarframlögum, verði til þess að stöðugildum lögregluþjónar fækkar um 100 og laun yfirmanna lækki. Seattle-borg hyggst þess í stað auka fjármagn til félagslegra úrræða, sambærileg þeim sem mótmælendur hafa kallað eftir, um 17 milljónir dala. Forseti borgarstjórnar sagði af þessu tilefni að aukin framlög til þessara málaflokka myndu leiða til sparnaðar til lengri tíma litið. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Lögreglustjóri Seattle-borgar í Bandaríkjunum sagði starfi sínu lausu í gær vegna niðurskurðarkröfu borgaryfirvalda. Ákvörðun þeirra er svar við ákalli mótmælenda um að löggæsluskipulag Bandaríkjanna verði endurskoðað í kjölfar morðsins á George Floyd í lok maí. Kallað hefur verið eftir því að fjármunir lögreglu renni heldur til félagslegra úrræða, áherslan verði lögð á geðheilbrigðisþjónustu, úrræði við fíknivanda og heimilisleysi, í stað þess að vígbúa lögregluna. Niðurskurðurinn og meðfylgjandi brotthvarf lögreglustjórans í Settle, Carmen Best, er af mörgum talin einhver eftirtektarverðustu eftirköst mótmælanna sem sett hafa svip á bandarískt samfélag frá andláti Floyd. „Megi von um bjartari tíma fæðast úr þessum þrengingum,“ sagði Best á blaðamannafundi í gær þegar hún tilkynnti um afsögn sína. Hún hafði gegnt embætti lögreglustjóra frá árinu 2018 eftir að hafa starfað sem lögregluþjónn í borginni frá árinu 1992. Best sagði að það sem hefði staðið hvað helst í henni væri samráðsleysi. Samtalið við borgaryfirvöld í Seattle hafi verið í skötulíki en áhrifin þeim mun meiri. Næstum samhljóða ákvörðun borgarstjórnar um að lækka fjárframlög til embættisins um 3,5 milljónir dala, sem er minna en 1 prósent af heildarframlögum, verði til þess að stöðugildum lögregluþjónar fækkar um 100 og laun yfirmanna lækki. Seattle-borg hyggst þess í stað auka fjármagn til félagslegra úrræða, sambærileg þeim sem mótmælendur hafa kallað eftir, um 17 milljónir dala. Forseti borgarstjórnar sagði af þessu tilefni að aukin framlög til þessara málaflokka myndu leiða til sparnaðar til lengri tíma litið.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira