Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 16:10 Kolbeinn Sigþórsson og félagar hans þurfa að snúa við afar döpru gengi AIK. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. Kolbeinn hefur ekki spilað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta frá því 2. júlí. Í frétt Fotbollskanalen í dag er bent á að meiðsli og veikindi hafi sett mikinn svip á veru Kolbeins hjá AIK eftir að hann kom til félagsins í fyrravor. Á meðan að Kolbeinn hefur verið frá keppni hefur AIK verið á hraðri niðurleið en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum sínum. AIK er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi frá neðsta sæti, eftir að hafa barist um titilinn fram á síðustu stundu í fyrra. Forráðamenn AIK ráku þjálfarann Rikard Norling og réðu Bartosz Grzelak um síðustu mánaðamót, en það virðist litlu hafa skilað. Grzelak er ánægður með að geta nú teflt Kolbeini fram en vildi ekkert gefa uppi um hvort framherjinn væri í nægilega góðu ástandi til að byrja leikinn á morgun. „Ef hann væri ekki jákvæður og liði vel fyrir þennan leik þá væri hann jú ekki í hópnum. Hann hefur fengið sitt uppbyggingartímabil sem er núna lokið. Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Grzelak. Endurkoma Kolbeins gefur fyrirheit um að hann geti látið til sín taka með íslenska landsliðinu í haust. Ísland mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni 5. og 8. september en leikurinn mikilvægi við Rúmeníu, í umspili um sæti á EM, er svo 8. október. Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35 Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. Kolbeinn hefur ekki spilað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta frá því 2. júlí. Í frétt Fotbollskanalen í dag er bent á að meiðsli og veikindi hafi sett mikinn svip á veru Kolbeins hjá AIK eftir að hann kom til félagsins í fyrravor. Á meðan að Kolbeinn hefur verið frá keppni hefur AIK verið á hraðri niðurleið en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum sínum. AIK er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi frá neðsta sæti, eftir að hafa barist um titilinn fram á síðustu stundu í fyrra. Forráðamenn AIK ráku þjálfarann Rikard Norling og réðu Bartosz Grzelak um síðustu mánaðamót, en það virðist litlu hafa skilað. Grzelak er ánægður með að geta nú teflt Kolbeini fram en vildi ekkert gefa uppi um hvort framherjinn væri í nægilega góðu ástandi til að byrja leikinn á morgun. „Ef hann væri ekki jákvæður og liði vel fyrir þennan leik þá væri hann jú ekki í hópnum. Hann hefur fengið sitt uppbyggingartímabil sem er núna lokið. Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Grzelak. Endurkoma Kolbeins gefur fyrirheit um að hann geti látið til sín taka með íslenska landsliðinu í haust. Ísland mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni 5. og 8. september en leikurinn mikilvægi við Rúmeníu, í umspili um sæti á EM, er svo 8. október.
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35 Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00
Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35
Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00