Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2020 20:12 Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn, og leggur frá honum mikla brák. Silungur, sem bændurnir óttuðust að missa, veiðist þó enn í vatninu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Kollavík er á norðausturhorni landsins, sunnan við Raufarhöfn. Þar eru tveir sveitabæir og þar til í vetur er ekki vitað til að þessi afskekkta vík við Þistilfjörð hafi ratað í fréttir landsfjölmiðla. En svo gerðist það í illviðri í desember að skarð rofnaði í sjávarkamb, sem kallast Mölin. Við það tók sjór að flæða inn í Kollavíkurvatn, sem Mölin hafði áður girt fyrir. Skarðið sem myndaðist í sjávarkambinn í illviðrinu í desember. Kollavíkurvatn fyrir innan virðist við það hafa breyst úr stöðuvatni í sjávarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjónin á bænum Borgum, þau Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson, lýstu óveðrinu fyrir jól sem hamförum. „Þetta var ofboðslegt hvassviðri,“ rifjar Vigdís upp. „Það var meira brim en hefur gert hérna áður. Það hefur oft verið miklu hvassara en þetta,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að hann hafi legið í 32 metrum á sekúndu hérna,“ segir Vigdís Fjórum mánuðum seinna, í apríl, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauður búrhvalur sást á reki í Kollavíkurvatni en hann liggur núna strandaður innan við Mölina. Búrhvalurinn í Kollavíkurvatni liggur við Mölina innanverða. Líklegast þykir að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið sem myndaðist í desember.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stöðuvatnið Kollavíkurvatn var áður með fersku vatni en hefur núna breyst í brimsalt sjávarlón. „Það er orðið bara svipað og sjórinn,“ segir Eiríkur. „Það er allt orðið salt. Það var áður bara selta út við Möl,“ segir Vigdís. Og núna gætir flóðs og fjöru í Kollavíkurvatni, sem ekki gerði áður. Kollavíkurvatn var áður rómað fyrir silungsveiði, sem bændur nýttu til matar og höfðu einnig hlunnindi af sölu veiðileyfa. „Það var talað um að það væri mikill silungur í vatninu. Svo lagði ég í það um daginn og það er svipaður silungur og hefur alltaf verið,“ segir Eiríkur en tekur fram að á hinum bænum, Kollavík, hafi bændurnir þó engan silung fengið. Þeir sitja hins vegar uppi með hvalinn. „Ég þorði ekkert að eiga við hann. Því þetta geta orðið óþægindi að hafa hann, sko,“ segir Eiríkur. Sjá má að brák leggur frá úldnandi hvalnum í átt að bæjunum. Þau hjónin finna þó enga ólykt. „Hann er það langt í burtu. Það gætir ekki hérna,“ segir Vigdís. Hér má frétt Stöðvar 2. Svalbarðshreppur Landbúnaður Veður Stangveiði Tengdar fréttir Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn, og leggur frá honum mikla brák. Silungur, sem bændurnir óttuðust að missa, veiðist þó enn í vatninu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Kollavík er á norðausturhorni landsins, sunnan við Raufarhöfn. Þar eru tveir sveitabæir og þar til í vetur er ekki vitað til að þessi afskekkta vík við Þistilfjörð hafi ratað í fréttir landsfjölmiðla. En svo gerðist það í illviðri í desember að skarð rofnaði í sjávarkamb, sem kallast Mölin. Við það tók sjór að flæða inn í Kollavíkurvatn, sem Mölin hafði áður girt fyrir. Skarðið sem myndaðist í sjávarkambinn í illviðrinu í desember. Kollavíkurvatn fyrir innan virðist við það hafa breyst úr stöðuvatni í sjávarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjónin á bænum Borgum, þau Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson, lýstu óveðrinu fyrir jól sem hamförum. „Þetta var ofboðslegt hvassviðri,“ rifjar Vigdís upp. „Það var meira brim en hefur gert hérna áður. Það hefur oft verið miklu hvassara en þetta,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að hann hafi legið í 32 metrum á sekúndu hérna,“ segir Vigdís Fjórum mánuðum seinna, í apríl, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauður búrhvalur sást á reki í Kollavíkurvatni en hann liggur núna strandaður innan við Mölina. Búrhvalurinn í Kollavíkurvatni liggur við Mölina innanverða. Líklegast þykir að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið sem myndaðist í desember.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stöðuvatnið Kollavíkurvatn var áður með fersku vatni en hefur núna breyst í brimsalt sjávarlón. „Það er orðið bara svipað og sjórinn,“ segir Eiríkur. „Það er allt orðið salt. Það var áður bara selta út við Möl,“ segir Vigdís. Og núna gætir flóðs og fjöru í Kollavíkurvatni, sem ekki gerði áður. Kollavíkurvatn var áður rómað fyrir silungsveiði, sem bændur nýttu til matar og höfðu einnig hlunnindi af sölu veiðileyfa. „Það var talað um að það væri mikill silungur í vatninu. Svo lagði ég í það um daginn og það er svipaður silungur og hefur alltaf verið,“ segir Eiríkur en tekur fram að á hinum bænum, Kollavík, hafi bændurnir þó engan silung fengið. Þeir sitja hins vegar uppi með hvalinn. „Ég þorði ekkert að eiga við hann. Því þetta geta orðið óþægindi að hafa hann, sko,“ segir Eiríkur. Sjá má að brák leggur frá úldnandi hvalnum í átt að bæjunum. Þau hjónin finna þó enga ólykt. „Hann er það langt í burtu. Það gætir ekki hérna,“ segir Vigdís. Hér má frétt Stöðvar 2.
Svalbarðshreppur Landbúnaður Veður Stangveiði Tengdar fréttir Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31