Segja að spænska sambandið fái 5,5 milljarða fyrir að spila Ofurbikarinn í Sádí Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 15:45 Lionel Messi með Ofurbikarinn sem Barcelona vann í fyrra. Getty/Joan Cros Garcia Spænski Ofurbikarnn, Super Cup, sem er meistarakeppni spænska fótboltans fer fram með breyttu sniði í ár en nú taka fjögur félög þátt og keppnin fer líka fram langt í burtu frá Spáni. Spænski Ofurbikarinn er nú allur spilaður í Sádí Arabíu. Undanúrslitin fara fram í dag og á morgun en úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn kemur. Ofurbikarinn var settur á laggirnar árið 1982 og þangað til í fyrra léku meistararnir og bikarmeistararnir alltaf tvo leiki heima og að heiman. Í fyrra var það bara einn leikur á milli spænsku meistaranna og spænsku bikarmeistaranna en sá leikur var spilaður í Marokkó. BBC Sport - Spanish Super Cup - who, why and where? https://t.co/fMiyDmvuR4— Aliyu Tanko (@aliyutanko) January 8, 2020 Nú býr spænska knattspyrnusambandið til nýja keppni en í spænska ofurbikarnum í ár taka þátt tvö efstu liðin í spænsku deildinni og liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum. Liðin sem fengu þáttökurétt í spænska Ofurbikarnum í ár eru Barcelona, Real Madrid, Atletico Madrid og Valencia. Barcelona varð spænskur meistari og Atletico Madrid endaði í öðru sæti í deildinni. Í bikarúrslitaleiknum vann Valencia sigur á Barcelona. Þar sem Barcelona var þegar komið með þátttökurétt þá fellur fjórða sætið til þess liðs sem var hæst í deildinni af þeim sem hafa ekki fengið þátttökurétt. Það var lið Real Madrid sem endaði í 3. sæti spænsku deildarinnar. 4equipos aspiran a lograrla, pero solo uno la sumará a su palmarés. ¡COMIENZA LA SUPERCOPA! Esta noche, a las 20:00h., @ValenciaCF - @realmadrid. King Abdullah Jeddah (Arabia Saudí)#Supercopa2020pic.twitter.com/1j1TaB34ds— RFEF (@rfef) January 8, 2020 Liðin fjögur voru líka þau lið sem enduðu í fjórum efstu sætum spænsku deildarinnar 2018-19. Leikirnir fara allir fram á sama velli eða hinum 60 þúsund manna King Abdullah Sports City leikvangi í Jeddah. Spænska knattspyrnusambandið græddi mikinn pening á að færa keppnina til Sádí Arabíu. Sambandið hefur ekki gefið töluna upp en spænsku blöðin halda því fram að það fái 40 milljónir evra á ári fyrir þennan þriggja ára samning við Sádana. 40 milljónir evra eru 5,5 milljarðar íslenskra króna. Vandamálið er að stuðningsmenn spænsku liðanna hafa ekki sýnt keppnini mikinn áhuga. Atlético de Madrid seldi aðeins 50 miða, Valencia C.F seldi 27 miða, FC Barcelona seldi í kringum 300 miða og Real Madrid náði að selja næstum því 700 miða. RFEF should be ashamed of selling Spain's #Supercopa to Saudi Arabia https://t.co/UifZ4tkiBH— Ben Hayward (@bghayward) January 8, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira
Spænski Ofurbikarnn, Super Cup, sem er meistarakeppni spænska fótboltans fer fram með breyttu sniði í ár en nú taka fjögur félög þátt og keppnin fer líka fram langt í burtu frá Spáni. Spænski Ofurbikarinn er nú allur spilaður í Sádí Arabíu. Undanúrslitin fara fram í dag og á morgun en úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn kemur. Ofurbikarinn var settur á laggirnar árið 1982 og þangað til í fyrra léku meistararnir og bikarmeistararnir alltaf tvo leiki heima og að heiman. Í fyrra var það bara einn leikur á milli spænsku meistaranna og spænsku bikarmeistaranna en sá leikur var spilaður í Marokkó. BBC Sport - Spanish Super Cup - who, why and where? https://t.co/fMiyDmvuR4— Aliyu Tanko (@aliyutanko) January 8, 2020 Nú býr spænska knattspyrnusambandið til nýja keppni en í spænska ofurbikarnum í ár taka þátt tvö efstu liðin í spænsku deildinni og liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum. Liðin sem fengu þáttökurétt í spænska Ofurbikarnum í ár eru Barcelona, Real Madrid, Atletico Madrid og Valencia. Barcelona varð spænskur meistari og Atletico Madrid endaði í öðru sæti í deildinni. Í bikarúrslitaleiknum vann Valencia sigur á Barcelona. Þar sem Barcelona var þegar komið með þátttökurétt þá fellur fjórða sætið til þess liðs sem var hæst í deildinni af þeim sem hafa ekki fengið þátttökurétt. Það var lið Real Madrid sem endaði í 3. sæti spænsku deildarinnar. 4equipos aspiran a lograrla, pero solo uno la sumará a su palmarés. ¡COMIENZA LA SUPERCOPA! Esta noche, a las 20:00h., @ValenciaCF - @realmadrid. King Abdullah Jeddah (Arabia Saudí)#Supercopa2020pic.twitter.com/1j1TaB34ds— RFEF (@rfef) January 8, 2020 Liðin fjögur voru líka þau lið sem enduðu í fjórum efstu sætum spænsku deildarinnar 2018-19. Leikirnir fara allir fram á sama velli eða hinum 60 þúsund manna King Abdullah Sports City leikvangi í Jeddah. Spænska knattspyrnusambandið græddi mikinn pening á að færa keppnina til Sádí Arabíu. Sambandið hefur ekki gefið töluna upp en spænsku blöðin halda því fram að það fái 40 milljónir evra á ári fyrir þennan þriggja ára samning við Sádana. 40 milljónir evra eru 5,5 milljarðar íslenskra króna. Vandamálið er að stuðningsmenn spænsku liðanna hafa ekki sýnt keppnini mikinn áhuga. Atlético de Madrid seldi aðeins 50 miða, Valencia C.F seldi 27 miða, FC Barcelona seldi í kringum 300 miða og Real Madrid náði að selja næstum því 700 miða. RFEF should be ashamed of selling Spain's #Supercopa to Saudi Arabia https://t.co/UifZ4tkiBH— Ben Hayward (@bghayward) January 8, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira