39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Jóhann K. Jóhannsson, Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. janúar 2020 20:48 Snjóbílar Hjálparsveitar skáta á leið úr Reykjavík í kvöld. vísir/jói k. Uppfært kl. 23:02: Ferðamennirnir 39 sem þurftu að bregða á það ráð að grafa sig í fönn þegar þau urðu strand í vélsleðaferð við Skálpanes suðaustan megin við Langjökul í kvöld eru ekki enn komnir í skjól eins og greint var frá fyrr í kvöld. Fjarskipti á svæðinu eru mjög erfið og aðstæður almennt erfiðar, slæmt veður og afar þung færð. Hluti hópsins er kominn í skjól inn í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Unnið er út frá því að fólkið sé við Skálpanes.vísir/mhh Um 200 björgunarsveitarmenn eru á leið inn að Langjökli til að bjarga fólkinu. Ráðgert var að fyrsti hópur kæmi á staðinn upp úr klukkan 22 en enn eru engir björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Er það vegna þess að veður hefur versnað mjög síðasta klukkutímann, færðin ekkert skánað í samræmi við það og er skyggni á svæðinu um fjórir til fimm metrar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ekki sé vitað hvenær fyrstu hópar björgunarsveitarmanna komist til fólksins. Enn geti verið töluvert langt í það. „Það er mjög slæmt veður og það gengur allt mjög hægt,“ segir Sveinn Kristján. Viðar Arason, björgunarsveitinni Árborg sem á sæti í svæðisstjórn er hér fyrir miðju. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sést til hægri í grárri úlpu.vísir/mhh Lárus Kristinn Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu skömmu fyrir klukkan 22 að allir ferðamennirnir væru að komast í skálann í Skálpanesi. Þá væru fyrstu björgunarsveitarmenn rétt ókomnir á vettvang en aðstæður breyttust svo hratt vegna versnandi veðurs. Fólkið er við Skálpanes suðustan megin við Langjökul.map.is Hann sagði alla ferðamennina heila á húfi, einhverjir væru orðnir kaldir en ekki væri vitað um neitt alvarlegt. Ferðamennirnir eru af nokkrum þjóðernum. Viðtalið við Lárus í heild má sjá neðst í fréttinni. Frá björgunarmiðstöðinni á Selfossi í kvöld.vísir/mhh Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útkallið hafi borist um klukkan 20 í kvöld. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og á Suðurlandi voru kallaðar út auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. „Það barst beiðni út af þessum hóp. Þetta er stór hópur sem er í vélsleðaferð og var orðinn strand nálægt Langjökli,“ segir Davíð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:02. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Veður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Uppfært kl. 23:02: Ferðamennirnir 39 sem þurftu að bregða á það ráð að grafa sig í fönn þegar þau urðu strand í vélsleðaferð við Skálpanes suðaustan megin við Langjökul í kvöld eru ekki enn komnir í skjól eins og greint var frá fyrr í kvöld. Fjarskipti á svæðinu eru mjög erfið og aðstæður almennt erfiðar, slæmt veður og afar þung færð. Hluti hópsins er kominn í skjól inn í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Unnið er út frá því að fólkið sé við Skálpanes.vísir/mhh Um 200 björgunarsveitarmenn eru á leið inn að Langjökli til að bjarga fólkinu. Ráðgert var að fyrsti hópur kæmi á staðinn upp úr klukkan 22 en enn eru engir björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Er það vegna þess að veður hefur versnað mjög síðasta klukkutímann, færðin ekkert skánað í samræmi við það og er skyggni á svæðinu um fjórir til fimm metrar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ekki sé vitað hvenær fyrstu hópar björgunarsveitarmanna komist til fólksins. Enn geti verið töluvert langt í það. „Það er mjög slæmt veður og það gengur allt mjög hægt,“ segir Sveinn Kristján. Viðar Arason, björgunarsveitinni Árborg sem á sæti í svæðisstjórn er hér fyrir miðju. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sést til hægri í grárri úlpu.vísir/mhh Lárus Kristinn Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu skömmu fyrir klukkan 22 að allir ferðamennirnir væru að komast í skálann í Skálpanesi. Þá væru fyrstu björgunarsveitarmenn rétt ókomnir á vettvang en aðstæður breyttust svo hratt vegna versnandi veðurs. Fólkið er við Skálpanes suðustan megin við Langjökul.map.is Hann sagði alla ferðamennina heila á húfi, einhverjir væru orðnir kaldir en ekki væri vitað um neitt alvarlegt. Ferðamennirnir eru af nokkrum þjóðernum. Viðtalið við Lárus í heild má sjá neðst í fréttinni. Frá björgunarmiðstöðinni á Selfossi í kvöld.vísir/mhh Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útkallið hafi borist um klukkan 20 í kvöld. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og á Suðurlandi voru kallaðar út auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. „Það barst beiðni út af þessum hóp. Þetta er stór hópur sem er í vélsleðaferð og var orðinn strand nálægt Langjökli,“ segir Davíð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:02.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Veður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira