Vinstristjórn komin til valda á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 13:54 Sánchez (t.v.) og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, fagna sigri eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í dag. Vísir/EPA Ný ríkisstjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum var samþykkt á spænska þinginu með aðeins tveggja atkvæða mun í dag. Þetta verður fyrsta samsteypustjórn Spánar frá því fyrir borgarastríðið á 4. áratug síðustu aldar. Einfaldur meirihluti þingmanna greiddi nýju minnihlutastjórninni atkvæði sitt í dag. Auk þingmanna Sósíalistaflokksins og Við getum studdu nokkrir héraðsflokkar, þar á meðal Baska og Katalóna, Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista, sem forsætisráðherra. Átján þingmenn katalónskra sjálfstæðissinna og baskneskra þjóðernissinna sátu hjá. Lítið má út af bregða hjá nýju ríkisstjórninni en hún hélt aðeins velli með tveggja atkvæða mun. Spænska dagblaðið El País segir að Sánchez verði mögulega svarinn í embætti þegar á morgun. Á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og að hækka lágmarkslaun. Hún mun þurfa að reiða sig á stuðning þingmanna annarra flokka til að koma einstökum málum í gegnum þingið. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarin ár og voru þingkosningarnar í nóvember þær fjórðu frá árinu 2015. Landinu hefur verið stýrt af Lýðflokknum og sósíalistum til skiptis frá því að lýðræði var komið aftur á eftir dauða einræðisherrans Franco árið 2014. Ný ríkisstjórnin er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því á tíma annars lýðveldisins svonefnda sem varði frá 1931 til 1939. Þingið hafnaði nýju stjórninni í atkvæðagreiðslu sem fór fram á sunnudag þar sem hún þurfti hreinan meirihluta þingmanna. Í seinni atkvæðagreiðslunni í dag dugði einfaldur meirihluti. Spánn Tengdar fréttir Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Ný ríkisstjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum var samþykkt á spænska þinginu með aðeins tveggja atkvæða mun í dag. Þetta verður fyrsta samsteypustjórn Spánar frá því fyrir borgarastríðið á 4. áratug síðustu aldar. Einfaldur meirihluti þingmanna greiddi nýju minnihlutastjórninni atkvæði sitt í dag. Auk þingmanna Sósíalistaflokksins og Við getum studdu nokkrir héraðsflokkar, þar á meðal Baska og Katalóna, Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista, sem forsætisráðherra. Átján þingmenn katalónskra sjálfstæðissinna og baskneskra þjóðernissinna sátu hjá. Lítið má út af bregða hjá nýju ríkisstjórninni en hún hélt aðeins velli með tveggja atkvæða mun. Spænska dagblaðið El País segir að Sánchez verði mögulega svarinn í embætti þegar á morgun. Á stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og að hækka lágmarkslaun. Hún mun þurfa að reiða sig á stuðning þingmanna annarra flokka til að koma einstökum málum í gegnum þingið. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarin ár og voru þingkosningarnar í nóvember þær fjórðu frá árinu 2015. Landinu hefur verið stýrt af Lýðflokknum og sósíalistum til skiptis frá því að lýðræði var komið aftur á eftir dauða einræðisherrans Franco árið 2014. Ný ríkisstjórnin er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því á tíma annars lýðveldisins svonefnda sem varði frá 1931 til 1939. Þingið hafnaði nýju stjórninni í atkvæðagreiðslu sem fór fram á sunnudag þar sem hún þurfti hreinan meirihluta þingmanna. Í seinni atkvæðagreiðslunni í dag dugði einfaldur meirihluti.
Spánn Tengdar fréttir Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32
Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05