Krefja yfirvöld svara um meðferð á fólki af írönskum ættum Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 10:53 Negah Hekmati (t.h.) lýsti reynslu sinni af landamæravörðum á blaðamannafundi sem þingkona demókrata, Pramila Jayapal (t.h.), boðaði til í Seattle í gær. AP/Elaine Thompson Mannréttindasamtök og þingmenn í Bandaríkjunum hafa krafið alríkisyfirvöld svara eftir að fregnir bárust af því að tugir bandarískra borgarar af írönskum ættum hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir um helgina. Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Írans eftir að Bandaríkjaher réði einn hæsta setta mann stjórnvalda í Teheran af dögum á föstudag. Um sextíu Íranir og bandarískir ríkisborgarar af írönskum ættum greindu Ráði um samskipti Bandaríkjanna og íslams í Washington-ríki frá því að þeir hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir klukkustundum saman þegar þeir komu yfir landamærin frá Kanada um helgina. Sumir þeirra voru að koma af tónleikum íranskrar poppstjörnu í Vancouver í Kanada á laugardagskvöld en aðrir höfðu verið í fríi eða að heimsækja ættingja norðan landamæranna, að sögn AP-fréttastofunnar. Varað hefur verið við því að írönsk stjórnvöld gætu ráðist í hefndaraðgerðir vegna morðs Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, fyrir helgi. Negah Hekmati, 38 ára gömul kona, fullyrti að hún, eiginmaður hennar og tvö börn, 5 og 8 ára, hefðu verið stöðvuð í fimm klukkustundir þegar þau komu úr skíðaferð á aðfararnótt sunnudags. Öll eru þau bandarískir ríkisborgarar þó að þau hjónin hafi bæði fæðst í Íran. „Dóttir mín sagði mér: „Ekki tala farsí. Kannski ef þú talar ekki farsí taka þeir þig ekki“. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Hekmati á blaðamannafundi sem Pramile Jayapal, fulltrúadeildarþingmaður, boðaði til í gær. Landamæraverðir spurðu Hekmati út í foreldra hennar, menntun og Facebook- og tölvupóstreikninga. Eiginmaður hennar var spurður út í herþjónustu sem hann var látinn gegna í Íran þegar hann var ungur maður. Friðarbogalandamærastöðin á milli Bandaríkjanna og Kanada í Washington-ríki þar sem tugir íranskra ættaðra Bandaríkjamanna eru sagðir hafa verið stöðvaðir sérstaklega um helgina.AP/Elaine Thompson Ýjar að því að ráðuneytið ljúgi Talsmaður tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna fullyrðir að það sé ekki satt að fólk af írönskum ættum hafi verið stöðvað eða meinað um að koma inn í landið á grundvelli þjóðernis þess. Vísaði hann til aukins viðbúnaðar vegna ástandsins í samskiptum Bandaríkjanna við Íran. Aukið álag hafi jafnframt verið á landamærastöðinni sem um ræðir vegna fría og manneklu. Jayapal og aðrir hafna þeim rökum. Þingkonan gaf í skyn að heimavarnaráðuneytið sem fer með landamæraeftirlit lygi til um að þjóðerni fólksins hefði verið ástæða þess að það var stöðvað. „Heimavarnaráðuneytið er sama stofnunin og neitaði því að verið væri að skilja að fjölskyldur,“ sagði Jayapal og vísaði til stefnunnar sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta rak í innflytjendamálum og gekk út á að stía fjölskyldum sem komu yfir suðurlandamærin í sundur til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Í fyrstu þvertóku yfirvöld fyrir að börn innflytjenda væru skilin frá foreldrum sínum. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Mannréttindasamtök og þingmenn í Bandaríkjunum hafa krafið alríkisyfirvöld svara eftir að fregnir bárust af því að tugir bandarískra borgarar af írönskum ættum hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir um helgina. Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Írans eftir að Bandaríkjaher réði einn hæsta setta mann stjórnvalda í Teheran af dögum á föstudag. Um sextíu Íranir og bandarískir ríkisborgarar af írönskum ættum greindu Ráði um samskipti Bandaríkjanna og íslams í Washington-ríki frá því að þeir hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir klukkustundum saman þegar þeir komu yfir landamærin frá Kanada um helgina. Sumir þeirra voru að koma af tónleikum íranskrar poppstjörnu í Vancouver í Kanada á laugardagskvöld en aðrir höfðu verið í fríi eða að heimsækja ættingja norðan landamæranna, að sögn AP-fréttastofunnar. Varað hefur verið við því að írönsk stjórnvöld gætu ráðist í hefndaraðgerðir vegna morðs Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, fyrir helgi. Negah Hekmati, 38 ára gömul kona, fullyrti að hún, eiginmaður hennar og tvö börn, 5 og 8 ára, hefðu verið stöðvuð í fimm klukkustundir þegar þau komu úr skíðaferð á aðfararnótt sunnudags. Öll eru þau bandarískir ríkisborgarar þó að þau hjónin hafi bæði fæðst í Íran. „Dóttir mín sagði mér: „Ekki tala farsí. Kannski ef þú talar ekki farsí taka þeir þig ekki“. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Hekmati á blaðamannafundi sem Pramile Jayapal, fulltrúadeildarþingmaður, boðaði til í gær. Landamæraverðir spurðu Hekmati út í foreldra hennar, menntun og Facebook- og tölvupóstreikninga. Eiginmaður hennar var spurður út í herþjónustu sem hann var látinn gegna í Íran þegar hann var ungur maður. Friðarbogalandamærastöðin á milli Bandaríkjanna og Kanada í Washington-ríki þar sem tugir íranskra ættaðra Bandaríkjamanna eru sagðir hafa verið stöðvaðir sérstaklega um helgina.AP/Elaine Thompson Ýjar að því að ráðuneytið ljúgi Talsmaður tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna fullyrðir að það sé ekki satt að fólk af írönskum ættum hafi verið stöðvað eða meinað um að koma inn í landið á grundvelli þjóðernis þess. Vísaði hann til aukins viðbúnaðar vegna ástandsins í samskiptum Bandaríkjanna við Íran. Aukið álag hafi jafnframt verið á landamærastöðinni sem um ræðir vegna fría og manneklu. Jayapal og aðrir hafna þeim rökum. Þingkonan gaf í skyn að heimavarnaráðuneytið sem fer með landamæraeftirlit lygi til um að þjóðerni fólksins hefði verið ástæða þess að það var stöðvað. „Heimavarnaráðuneytið er sama stofnunin og neitaði því að verið væri að skilja að fjölskyldur,“ sagði Jayapal og vísaði til stefnunnar sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta rak í innflytjendamálum og gekk út á að stía fjölskyldum sem komu yfir suðurlandamærin í sundur til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Í fyrstu þvertóku yfirvöld fyrir að börn innflytjenda væru skilin frá foreldrum sínum.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43
Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent