NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 13:18 Frá prófunum á James Webb-sjónaukanum árið 2016. NASA/Chris Gunn James Webb-geimsjónaukanum (JWST) verður skotið út í geim í mars á næsta ári þrátt fyrir tafir og kostnaðarauka, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Útlit er fyrir að kostnaður við sjónaukann muni nema um 9,7 milljörðum dollara, jafnvirði tæpra 1.200 milljarða íslenskra króna. Sjónaukinn hefur lengi verið á teikniborðinu og skoti hans hefur verið margfrestað og hönnun hans breytt. Um skeið stóð til að skjóta JWST á loft árið 2018 en í júníþað ár var ákveðið að fresta skotinu til snemma árs 2021 þar sem ekki hafði náðst að ljúka prófunum og undirbúningi. Sjónaukinn er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimstofnanna. Á fundi Stjörnufræðisambands Bandaríkjanna um helgina lögðu yfirmenn NASA áherslu á að sjónaukinn væri á áætlun, að sögn Space.com. Á þessu ári standi til að prófa hvort að sjónaukinn stenst titringinn sem fylgir geimskotinu og frekari tilraunir með að opna hann. James Webb verður stærsti og öflugasti geimsjónaukinn í sögunni þegar hann verður tekinn í notkun og á hann að taka við af Hubble-geimsjónaukanum. Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
James Webb-geimsjónaukanum (JWST) verður skotið út í geim í mars á næsta ári þrátt fyrir tafir og kostnaðarauka, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Útlit er fyrir að kostnaður við sjónaukann muni nema um 9,7 milljörðum dollara, jafnvirði tæpra 1.200 milljarða íslenskra króna. Sjónaukinn hefur lengi verið á teikniborðinu og skoti hans hefur verið margfrestað og hönnun hans breytt. Um skeið stóð til að skjóta JWST á loft árið 2018 en í júníþað ár var ákveðið að fresta skotinu til snemma árs 2021 þar sem ekki hafði náðst að ljúka prófunum og undirbúningi. Sjónaukinn er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimstofnanna. Á fundi Stjörnufræðisambands Bandaríkjanna um helgina lögðu yfirmenn NASA áherslu á að sjónaukinn væri á áætlun, að sögn Space.com. Á þessu ári standi til að prófa hvort að sjónaukinn stenst titringinn sem fylgir geimskotinu og frekari tilraunir með að opna hann. James Webb verður stærsti og öflugasti geimsjónaukinn í sögunni þegar hann verður tekinn í notkun og á hann að taka við af Hubble-geimsjónaukanum. Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11
Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40