Viðskipti erlent

Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ghosn lét sig hverfa frá Japan þar sem hann gekk laus gegn tryggingu, sakaður um meiriháttar misferli í starfi hjá Nissan.
Ghosn lét sig hverfa frá Japan þar sem hann gekk laus gegn tryggingu, sakaður um meiriháttar misferli í starfi hjá Nissan. Vísir/EPA

Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í japönskum fréttamiðlum.

Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, var í stofufangelsi á heimili sínu í Tókíó, en liggur undir grun um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir Nissan í eigin þágu.

Flótti hans til Líbanon, rétt fyrir áramót, hefur vakið mikla athygli en hann var meðal annars sagður falið sig í hljóðfæratösku. Eiginkona hans segir hins vegar að það sé lygi.

Í fréttum í Japan segir að flótti Ghosn hafi ekki verið dramatískari en það að hann hafi yfirgefið heimili sitt og tekið lest frá Tókíó til Osaka. Frá lestarstöðinni í Osaka tók hann leigubíl á hótel í borginni áður en hann flúði um borð í einkaþotu hans daginn eftir.

Er þetta haft eftir heimildarmönnum sem þekkja til rannsóknarinnar á flótta Ghosn. Ghosn, sem er líbanskur ríkisborgari, ætlar að halda blaðamannafund á miðvikudag þar sem hann skýrir frá sinni hlið málsins. Hann er sagður hafa flúið vegna þess að hann taldi sig ekki fá sanngjörn réttarhöld í Japan.


Tengdar fréttir

Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður

Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi.

Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon

Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×