Erlent

Varar Ástrali við að eldarnir gætu brunnið næstu mánuðina

Atli Ísleifsson skrifar
Wingello er einn þeirra áströlsku bæja sem hefur farið illa út úr eldunum.
Wingello er einn þeirra áströlsku bæja sem hefur farið illa út úr eldunum. Getty

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, varar landsmenn sína við því að gróðureldarnir sem brunnið hafa víðsvegar um landið síðan í september gætu brunnið áfram næstu mánuðina.

Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið í hamförunum og loftgæði í höfuðborginni Canberra voru um helgina talin þau verstu í heimi.

Morrison hefur tilkynnt um stofnun stofnunar sem ætlað er að aðstoða fólk sem misst hefur allt sitt í eldunum en hann hefur setið undir harðri gagnrýni undanfarið fyrir það hvernig hann hefur tekið á málinu og fyrir lélegan undirbúning og hæg viðbrögð.

Hundruð heimila eyðilögðust til viðbótar um helgina og stórborgir landsins voru margrar hverjar sveipaðar rauðu mistri og rigndi víða ösku.

Fréttir hafa þó borist af því að í gær hafi rignt á einhverjum svæðum þar sem eldar geisa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×