Ítalir kveðja jólin með stæl og er boðið upp á frábæran dag í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta á þrettándanum. Áhorfendur sportstöðva Stöðvar 2 munu njóta góðs af því í dag þar sem fjórir leikir úr Serie A verða sýndir beint í dag.
Allir fjórir leikirnir mjög áhugaverðir en hæst ber stórleikur Napoli og Inter í kvöld.
Þá er sömuleiðis veisla fyrir körfuboltaáhugafólk á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem bein útsending verður frá stórleik Dominos deildar karla þar sem Keflavík fær Tindastól í heimsókn. Í kjölfarið er maraþonútsending hjá Körfuboltakvöldi Kjartans Atla þar sem farið verður yfir helgina í Dominos deildum karla og kvenna.
Ótalinn er stórleikur í enska bikarnum þar sem Arsenal fær Leeds í heimsókn en þessi fornfrægu félög hafa marga hildina háð í enska boltanum.
Beinar útsendingar í dag
11:25 Bologna - Fiorentina (Stöð 2 Sport)
13:55 Juventus - Cagliari (Stöð 2 Sport)
13:55 AC Milan - Sampdoria (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport)
19:40 Napoli - Inter (Stöð 2 Sport 3)
19:50 Arsenal - Leeds (Stöð 2 Sport 2)
21:15 Dominos Körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport)
