Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 22:45 Morðið á Quassem Soleimani hefur valdið mikilli ólgu í Írak og Íran. Hér er kistu hans haldið á lofti í Bagdad í dag. Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Abu Ali al-Askari, yfirmaður sérstakra aðgerða hjá Hezbollah, hefur kallað eftir því að allar írakskar hersveitir haldi sig fjarri stöðvum „ameríska óvinarins.“ Þetta sagði hann í ávarpi á sjónvarpsstöðinni Aletejah TV, sem er hliðholl Hezbollah. Í ávarpinu er það brýnt fyrir hersveitum að halda sig í minnst eins kílómetra fjarlægð frá áðurnefndum stöðvum, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Þetta kemur fram á vef CNN. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að viðvörunin sé gefin út af öryggisástæðum, þannig að meðlimir írakskra sveita verði ekki „mannlegir skildir fyrir innrássarkrossfara.“ Þá hafa minni hernaðarsamtök, Harakat al-Nujaba, gefið út svipaða yfirlýsingu, þar sem fram kemur að samtökin standi með „bræðrum sínum“ í Hezbollah. Fyrr í dag lentu loftskeyti skammt frá bandaríska sendiráðinu í Bagdad, en sendiráðið tilheyrir svokölluðu grænu svæði, þar sem alþjóðastofnanir og sendiráð hafa haft viðveru á undanförnum árum. Engan sakaði í þeirri árás. Talið er að þessi skilaboð gefi vísbendingu um yfirvofandi hefndaraðgerðir Íraka og Írana vegna morðsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani. Hann var felldur í drónaárás á flugstöð í Írak, en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Bandaríkin hafa sent 3000 hermenn til Íraks, til viðbótar við þau nokkur þúsund sem eru þar fyrir, til að bregðast við mögulegum hefndaraðgerðum og óstöðugleika á svæðinu. Þá hafa bandarísk stjórnvöld mælst til þess að bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið hið snarasta. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Sjá meira
Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Abu Ali al-Askari, yfirmaður sérstakra aðgerða hjá Hezbollah, hefur kallað eftir því að allar írakskar hersveitir haldi sig fjarri stöðvum „ameríska óvinarins.“ Þetta sagði hann í ávarpi á sjónvarpsstöðinni Aletejah TV, sem er hliðholl Hezbollah. Í ávarpinu er það brýnt fyrir hersveitum að halda sig í minnst eins kílómetra fjarlægð frá áðurnefndum stöðvum, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Þetta kemur fram á vef CNN. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að viðvörunin sé gefin út af öryggisástæðum, þannig að meðlimir írakskra sveita verði ekki „mannlegir skildir fyrir innrássarkrossfara.“ Þá hafa minni hernaðarsamtök, Harakat al-Nujaba, gefið út svipaða yfirlýsingu, þar sem fram kemur að samtökin standi með „bræðrum sínum“ í Hezbollah. Fyrr í dag lentu loftskeyti skammt frá bandaríska sendiráðinu í Bagdad, en sendiráðið tilheyrir svokölluðu grænu svæði, þar sem alþjóðastofnanir og sendiráð hafa haft viðveru á undanförnum árum. Engan sakaði í þeirri árás. Talið er að þessi skilaboð gefi vísbendingu um yfirvofandi hefndaraðgerðir Íraka og Írana vegna morðsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani. Hann var felldur í drónaárás á flugstöð í Írak, en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Bandaríkin hafa sent 3000 hermenn til Íraks, til viðbótar við þau nokkur þúsund sem eru þar fyrir, til að bregðast við mögulegum hefndaraðgerðum og óstöðugleika á svæðinu. Þá hafa bandarísk stjórnvöld mælst til þess að bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið hið snarasta.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Sjá meira
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21
Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31
Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40