Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2020 10:40 Myndin var birt af írönskum stjórnvöldum og er sögð sýna eftirköst drónaárásar Bandaríkjamanna sem drap íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani. Vísir/AP Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að hinn háttsetti íranski hershöfðingi Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra á svæðinu neita því að þeir standi á bak við árásina. AP fréttastofan hefur eftir írönskum embættismanni að árásin hafi beinst að tveimur bifreiðum norður af Baghdad. Um borð voru meðlimir hersveitar sem nýtur stuðnings Íransstjórnar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það hverjir létust í árásinni.Sjá einnig: Óttast hættulegri heim eftir morðið á SoleimaniEinnig hefur íranska ríkissjónvarpið og fjölmiðlaarmur sveitar vopnaðra sjálfboðaliða, sem kallast PopularMobilisationForces, greint frá árásinni. Forsvarsmenn írösku sveitarinnar segja að engir háttsettir leiðtogar hafi fallið í árásinni. Þeir fullyrða að bifreiðarnar hafi einungis flutt heilbrigðisstarfsfólk en ekki leiðtoga líkt og fjölmiðlar hefðu greint frá. Morð Bandaríkjamanna á Soleimani hefur valdið miklum óróleika á svæðinu. Hershöfðinginn var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skilgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkahóp. Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið og allt er á suðupunkti vegna átaka ríkjanna tveggja. Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að árásin hafi gerð til þess að „stöðva stríð.“ Á svipuðum tíma greindi bandaríska dagblaðið TheNew York Times frá því í gær að bandarísk stjórnvöld væru byrjuð að flytja fjögur þúsund hermenn til Mið-Austurlanda. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að hinn háttsetti íranski hershöfðingi Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra á svæðinu neita því að þeir standi á bak við árásina. AP fréttastofan hefur eftir írönskum embættismanni að árásin hafi beinst að tveimur bifreiðum norður af Baghdad. Um borð voru meðlimir hersveitar sem nýtur stuðnings Íransstjórnar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það hverjir létust í árásinni.Sjá einnig: Óttast hættulegri heim eftir morðið á SoleimaniEinnig hefur íranska ríkissjónvarpið og fjölmiðlaarmur sveitar vopnaðra sjálfboðaliða, sem kallast PopularMobilisationForces, greint frá árásinni. Forsvarsmenn írösku sveitarinnar segja að engir háttsettir leiðtogar hafi fallið í árásinni. Þeir fullyrða að bifreiðarnar hafi einungis flutt heilbrigðisstarfsfólk en ekki leiðtoga líkt og fjölmiðlar hefðu greint frá. Morð Bandaríkjamanna á Soleimani hefur valdið miklum óróleika á svæðinu. Hershöfðinginn var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skilgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkahóp. Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið og allt er á suðupunkti vegna átaka ríkjanna tveggja. Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að árásin hafi gerð til þess að „stöðva stríð.“ Á svipuðum tíma greindi bandaríska dagblaðið TheNew York Times frá því í gær að bandarísk stjórnvöld væru byrjuð að flytja fjögur þúsund hermenn til Mið-Austurlanda.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51
Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45
Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30