Boðar frekari árásir á sveitir Íran Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2020 21:30 Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása, samkvæmt Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir yfirstaðnar árásir á hermenn og sendiráð Bandaríkjanna í Írak ekki endilega vera þær síðustu. Þegar hafi Bandaríkjamenn orðið varir við vísbendingar um fleiri árásir. „Ef það gerist munum við bregðast við og ef við heyrum að árásum eða einhvers konar vísbendingum um árásir, munum við grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að verja sveitir Bandaríkjanna og líf Bandaríkjamanna,“ sagði Esper við blaðamenn í dag.Eftir að stór hópur vopnahópa sem tengjast Hezbollah og eru studdir af Íran og stuðningsmenn þeirra ruddust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdhad á þriðjudaginn, sendu Bandaríkin hóp landgönguliða til sendiráðsins. Þar að auki hafa nokkur hundruð fallhlífarhermenn verið sendir til Kúveit, sem frekari viðbragðssveitir. Hershöfðinginn Mark Milley, sem ræddi einnig við blaðamenn í dag, sagði að ef aðrir hópar geri tilraunir til að komast inn í sendiráðið muni þeir lenda í „hjólsög“. Árásin á þriðjudaginn var gerð eftir að Bandaríkin gerðu loftárásir gegn umræddum hópum. Þær árásir voru gerðar í kjölfar þess að bandarískur verktaki lét lífið þegar eldflaug var skotið á bandaríska herstöð.Hér má sjá myndband frá Washington Post sem fjallar um það hvernig árásin á sendiráðið fór fram. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása, samkvæmt Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir yfirstaðnar árásir á hermenn og sendiráð Bandaríkjanna í Írak ekki endilega vera þær síðustu. Þegar hafi Bandaríkjamenn orðið varir við vísbendingar um fleiri árásir. „Ef það gerist munum við bregðast við og ef við heyrum að árásum eða einhvers konar vísbendingum um árásir, munum við grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að verja sveitir Bandaríkjanna og líf Bandaríkjamanna,“ sagði Esper við blaðamenn í dag.Eftir að stór hópur vopnahópa sem tengjast Hezbollah og eru studdir af Íran og stuðningsmenn þeirra ruddust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdhad á þriðjudaginn, sendu Bandaríkin hóp landgönguliða til sendiráðsins. Þar að auki hafa nokkur hundruð fallhlífarhermenn verið sendir til Kúveit, sem frekari viðbragðssveitir. Hershöfðinginn Mark Milley, sem ræddi einnig við blaðamenn í dag, sagði að ef aðrir hópar geri tilraunir til að komast inn í sendiráðið muni þeir lenda í „hjólsög“. Árásin á þriðjudaginn var gerð eftir að Bandaríkin gerðu loftárásir gegn umræddum hópum. Þær árásir voru gerðar í kjölfar þess að bandarískur verktaki lét lífið þegar eldflaug var skotið á bandaríska herstöð.Hér má sjá myndband frá Washington Post sem fjallar um það hvernig árásin á sendiráðið fór fram.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49