Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. janúar 2020 13:30 Ég geng inn í nýtt ár í trú á að um okkur muni leika ferskir vindar og ákefðin til að gera enn betur dvíni ekki heldur haldi og styrki okkur og efli hvar í flokki sem við stöndum. Ég trúi því að samvinna og samstaða gefi okkur mest. Skili okkur bestu niðurstöðunni fyrir sem flesta. Ég trúi því að pólitíkina megi færa nær slíku vinnulagi. Samtalinu. Því víst er að verkefnin verða ærin. Við þurfum að sameina krafta okkar hvar í flokki sem við stöndum til að ná árangri í umhverfismálum, stærsta verkefni samtímans. Vinna að frekari velferð og vellíðan ólíkra hópa og hlúa að manneskjunni sem best við getum. Styrkja grunnstoðirnar okkar enn frekar og efla getuna til þess að bregðast við þegar á móti blæs. Ég trúi á að meta krafta ólíkra einstaklinga að verðleikum þegar markmiðið er að gera betur. Og ekki bara betur heldur sem allra best fyrir sem flesta. Það hlýtur alltaf að vera markmið okkar sem gefum kost á okkur til pólitískra starfa. Burt með einstrengingslegar ákvarðanir sem henta afmörkuðum hópum og horfum fremur til framfara samfélagsins í heild. Þannig langar mig að sjá árið 2020 á hinu pólitíska sviði. Að um leið og við virðum ólíkar skoðanir og hlustum getum við metið saman farsæla niðurstöðu í stað þess að hygla einum fremur en öðrum. Hagsmunirnir liggja í almannahagsmunum fremur en sérhagsmunum. Annars ýtum við undir sundurleitt samfélag, samfélag sem þroskast síður og verður af því að fá að vaxa í þágu einstaklinganna sem sannanlega eru þeir sem skapa samfélagið þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar að þoka málum áfram, sjá afrakstur og árangur þeirra vinnu og málefna sem við stöndum fyrir og því sem við viljum leggja af mörkum fyrir samfélagið. Stóra myndin er alltaf mikilvægari en einstök áætlun sérsniðin að ákveðnum hópi. Þar verðum við sem kjörnir fulltrúar að hafa styrk til að stíga ofar, horfa yfir sviðið og taka utan um alla þætti samfélagsins í þágu almennings. Megi árið verða okkur öllum gleðilegt og gjöfult.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Ég geng inn í nýtt ár í trú á að um okkur muni leika ferskir vindar og ákefðin til að gera enn betur dvíni ekki heldur haldi og styrki okkur og efli hvar í flokki sem við stöndum. Ég trúi því að samvinna og samstaða gefi okkur mest. Skili okkur bestu niðurstöðunni fyrir sem flesta. Ég trúi því að pólitíkina megi færa nær slíku vinnulagi. Samtalinu. Því víst er að verkefnin verða ærin. Við þurfum að sameina krafta okkar hvar í flokki sem við stöndum til að ná árangri í umhverfismálum, stærsta verkefni samtímans. Vinna að frekari velferð og vellíðan ólíkra hópa og hlúa að manneskjunni sem best við getum. Styrkja grunnstoðirnar okkar enn frekar og efla getuna til þess að bregðast við þegar á móti blæs. Ég trúi á að meta krafta ólíkra einstaklinga að verðleikum þegar markmiðið er að gera betur. Og ekki bara betur heldur sem allra best fyrir sem flesta. Það hlýtur alltaf að vera markmið okkar sem gefum kost á okkur til pólitískra starfa. Burt með einstrengingslegar ákvarðanir sem henta afmörkuðum hópum og horfum fremur til framfara samfélagsins í heild. Þannig langar mig að sjá árið 2020 á hinu pólitíska sviði. Að um leið og við virðum ólíkar skoðanir og hlustum getum við metið saman farsæla niðurstöðu í stað þess að hygla einum fremur en öðrum. Hagsmunirnir liggja í almannahagsmunum fremur en sérhagsmunum. Annars ýtum við undir sundurleitt samfélag, samfélag sem þroskast síður og verður af því að fá að vaxa í þágu einstaklinganna sem sannanlega eru þeir sem skapa samfélagið þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar að þoka málum áfram, sjá afrakstur og árangur þeirra vinnu og málefna sem við stöndum fyrir og því sem við viljum leggja af mörkum fyrir samfélagið. Stóra myndin er alltaf mikilvægari en einstök áætlun sérsniðin að ákveðnum hópi. Þar verðum við sem kjörnir fulltrúar að hafa styrk til að stíga ofar, horfa yfir sviðið og taka utan um alla þætti samfélagsins í þágu almennings. Megi árið verða okkur öllum gleðilegt og gjöfult.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun