Stjórnarmenn KR mættu með bikarinn í veiðiferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2020 14:30 Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði KR, lyftir Íslandsmeistarabikarnum sem hefur átt lögheimili í DHL-höllinni síðan 2014. vísir/daníel KR varð Íslandsmeistari karla í körfubolta í sjötta sinn í röð á síðasta tímabili. Ekkert annað lið hefur afrekað það í íslenskri körfuboltasögu. Í annál um íslenska körfuboltaárið 2019, sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs, var rætt um afrek KR og það sigurumhverfi sem búið er að skapa vestur í bæ. „Ég held að það sé bara fólk sem er inni í körfuboltahreyfingunni sem gerir sér grein fyrir hvers konar afrek þetta er. Þetta er fáránlegt. Það sem allir aðrir leggja á sig til að reyna að velta þeim af toppnum er svo magnað,“ sagði Teitur Örlygsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds. „Persónulega hlakka ég mjög til þegar KR dettur út og þetta brjálæði endar. Þetta er ekkert venjulegt afrek.“ Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, þegar að í fyllingu tímans geri fólk sér grein fyrir hversu stórt og mikið afrek KR-inga sé. „Við metum þetta ekki eins mikið núna. Það er eðlilegt. Það gerist alltaf með árunum að goðsögnin verður til. Að vinna sex titla í röð í nútímabolta, ég held að það eigi ekki eftir að gerast aftur. Þetta er í síðasta skipti sem við sjáum eitthvað svona,“ sagði Kristinn. Teitur segir að umgjörðin hjá KR sé fyrsta flokks og metnaðurinn mikill. „Stjórnin hefur búið til umgjörð þar sem mönnum líður greinilega vel og það skiptir miklu máli. Kannski mættu önnur lið taka sér það til fyrirmyndar. Þeir eru ofboðslega stoltir og eru með flottan kjarna af stuðningsmönnum,“ sagði Teitur sem sagði svo skemmtilega sögu. „Ég þekki stjórnarmenn í KR mjög vel. Hef lent í að vera með þeim í veiðiferð þar sem þeir mættu með Íslandsmeistarabikarinn. Það er partur af því hvað ég hlakka til að sjá KR tapa.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stórveldið KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira
KR varð Íslandsmeistari karla í körfubolta í sjötta sinn í röð á síðasta tímabili. Ekkert annað lið hefur afrekað það í íslenskri körfuboltasögu. Í annál um íslenska körfuboltaárið 2019, sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs, var rætt um afrek KR og það sigurumhverfi sem búið er að skapa vestur í bæ. „Ég held að það sé bara fólk sem er inni í körfuboltahreyfingunni sem gerir sér grein fyrir hvers konar afrek þetta er. Þetta er fáránlegt. Það sem allir aðrir leggja á sig til að reyna að velta þeim af toppnum er svo magnað,“ sagði Teitur Örlygsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds. „Persónulega hlakka ég mjög til þegar KR dettur út og þetta brjálæði endar. Þetta er ekkert venjulegt afrek.“ Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, þegar að í fyllingu tímans geri fólk sér grein fyrir hversu stórt og mikið afrek KR-inga sé. „Við metum þetta ekki eins mikið núna. Það er eðlilegt. Það gerist alltaf með árunum að goðsögnin verður til. Að vinna sex titla í röð í nútímabolta, ég held að það eigi ekki eftir að gerast aftur. Þetta er í síðasta skipti sem við sjáum eitthvað svona,“ sagði Kristinn. Teitur segir að umgjörðin hjá KR sé fyrsta flokks og metnaðurinn mikill. „Stjórnin hefur búið til umgjörð þar sem mönnum líður greinilega vel og það skiptir miklu máli. Kannski mættu önnur lið taka sér það til fyrirmyndar. Þeir eru ofboðslega stoltir og eru með flottan kjarna af stuðningsmönnum,“ sagði Teitur sem sagði svo skemmtilega sögu. „Ég þekki stjórnarmenn í KR mjög vel. Hef lent í að vera með þeim í veiðiferð þar sem þeir mættu með Íslandsmeistarabikarinn. Það er partur af því hvað ég hlakka til að sjá KR tapa.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stórveldið KR
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira
„Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30