Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2020 10:45 Carlos Ghosn með konu sinni Carole á meðan allt lék í lyndi. vísir/epa Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. Eiginkona hans, Carole Ghosn, segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Ghosn var eitt sinn álitinn hetja í Japan en er nú alræmdur í landinu þar sem hann liggur undir grun um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins í eigin þágu.Að því er fram kemur í frétt Guardian hyggst Ghosn ræða við fjölmiðla næstkomandi miðvikudag í Beirút, höfuðborg Líbanon. Fáir munu fylgjast jafnvel með því sem Ghosn mun segja þá en Japanir enda þykir það sæta mikilli furðu að forstjóranum fyrrverandi hafi tekist að flýja frá landinu. Á meðal þeirra sem hafa fordæmt Ghosn fyrir að flýja eru hans eigin lögfræðingar. Komst frá landi á frönsku vegabréfi Ghosn hafði verið látinn laus gegn tryggingu í apríl síðastliðnum en var í raun í stofufangelsi í Japan þar sem hann mátti ekki fara frá landinu. Engu að síður tókst honum að flýja áður en réttarhöldin yfir honum hefjast í heimalandinu, en þau eiga að fara fram í landinu eftir nokkra mánuði. Ghosn komst frá Japan á franska vegabréfinu sínu. Dómstóll í Japan hafði leyft Ghosn að halda öðru af tveimur frönsku vegabréfunum hans gegn því að vegabréfið yrði í læstum skáp og að lögmenn hans myndu geyma lykilinn. Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra að Ghosn hafi flúið land í hljóðfæratösku. Hann hafi verið fluttur í töskunni af heimili sínu og í einkaþotu á Kansai-alþjóðaflugvellinum í vesturhluta Japans. Þetta segir Carole, eiginkona hans, að sé lygi. Hún hefur hins vegar neitað að tjá sig eitthvað frekar um flóttann. Ríkisstjórn Japans hefur hingað til ekki tjáð sig um flóttann en fjölmiðlar hafa fordæmt Ghosn og ýmsir málsmetandi aðilar í japönsku samfélagi. Þá hefur líbanska forsetaembættið neitað því að forsetinn Michel Aoun hafi tekið á móti Ghosn þegar hann kom til landsins. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. Eiginkona hans, Carole Ghosn, segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Ghosn var eitt sinn álitinn hetja í Japan en er nú alræmdur í landinu þar sem hann liggur undir grun um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins í eigin þágu.Að því er fram kemur í frétt Guardian hyggst Ghosn ræða við fjölmiðla næstkomandi miðvikudag í Beirút, höfuðborg Líbanon. Fáir munu fylgjast jafnvel með því sem Ghosn mun segja þá en Japanir enda þykir það sæta mikilli furðu að forstjóranum fyrrverandi hafi tekist að flýja frá landinu. Á meðal þeirra sem hafa fordæmt Ghosn fyrir að flýja eru hans eigin lögfræðingar. Komst frá landi á frönsku vegabréfi Ghosn hafði verið látinn laus gegn tryggingu í apríl síðastliðnum en var í raun í stofufangelsi í Japan þar sem hann mátti ekki fara frá landinu. Engu að síður tókst honum að flýja áður en réttarhöldin yfir honum hefjast í heimalandinu, en þau eiga að fara fram í landinu eftir nokkra mánuði. Ghosn komst frá Japan á franska vegabréfinu sínu. Dómstóll í Japan hafði leyft Ghosn að halda öðru af tveimur frönsku vegabréfunum hans gegn því að vegabréfið yrði í læstum skáp og að lögmenn hans myndu geyma lykilinn. Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra að Ghosn hafi flúið land í hljóðfæratösku. Hann hafi verið fluttur í töskunni af heimili sínu og í einkaþotu á Kansai-alþjóðaflugvellinum í vesturhluta Japans. Þetta segir Carole, eiginkona hans, að sé lygi. Hún hefur hins vegar neitað að tjá sig eitthvað frekar um flóttann. Ríkisstjórn Japans hefur hingað til ekki tjáð sig um flóttann en fjölmiðlar hafa fordæmt Ghosn og ýmsir málsmetandi aðilar í japönsku samfélagi. Þá hefur líbanska forsetaembættið neitað því að forsetinn Michel Aoun hafi tekið á móti Ghosn þegar hann kom til landsins.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira