Juventus að kaupa nítján ára gamlan Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 09:45 Dejan Kulusevski er með 4 mörk og 7 stoðsendingar í 17 leikjum með Parma í Seríu A á þessu tímabili. Getty/ Andrea Staccioli Dejan Kulusevski verður nýjasti leikmaður Juventus en hann er á leiðinni í læknisskoðun hjá félaginu. Juventus mun borga Atalanta 35 milljónir evra fyrir leikmanninn eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Dejan Kulusevski hefur reyndar ekki verið að spila með Atalanta á þessari leiktíð því félagið lánaði hann til Parma. Dejan Kulusevski heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr an í lok apríl en hann fæddist í Stokkhólmi 25. apríl 2000. Kulusevski er 186 sentímetra miðjumaður en hans besta staða er úti hægra megin þótt að hann geti spilað alls staðar á miðjunni. Hann var með samning við Atalanta til sumarsins 2023. OFFICIAL: 19-year-old midfielder Dejan Kulusevski is undergoing a medical at Juventus ahead of a reported $39M move from Atalanta pic.twitter.com/HXVNYTYOmO— B/R Football (@brfootball) January 2, 2020 Kulusevski skrifar væntanlega undir fjögurra og hálfs árs samning sem ætti að færa honum fjórar milljónir evra fyrir tímabilið eða 545 milljónir íslenskra króna. Dejan Kulusevski skoraði fjögur mörk í sautján leikjum með Parma og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína svo mikla að hann var meðal annars kosinn besti leikmaður Seríu A í nóvember. Kulusevski kom fyrst til Atalanta árið 2016 frá sænska liðinu Brommapojkarna en kom bara þrisvar inn á sem varamaður í fyrra. Brommapojkarna fær hluta af kaupverðinu. Dejan #Kulusevski's #JMedical visit!— JuventusFC (@juventusfcen) January 2, 2020 Atalanta taldi sig ekki hafa pláss fyrir hann og lánaði hann því til Parma þar sem hann hefur slegið í gegn. Móðir Dejan Kulusevski er frá Norður Makedóníu og hann spilaði fyrir sautján ára landslið þjóðarinnar. Kulusevski lék aftur á móti sinn fyrsta A-landsleik fyrir Svía í nóvember 2019 þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Færeyjum. How Juventus could lineup with Dejan Kulusevski. [GdS] pic.twitter.com/K8xjRvxSIW— Juventus News - Juvefc.com (@juvefcdotcom) December 31, 2019 Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Dejan Kulusevski verður nýjasti leikmaður Juventus en hann er á leiðinni í læknisskoðun hjá félaginu. Juventus mun borga Atalanta 35 milljónir evra fyrir leikmanninn eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Dejan Kulusevski hefur reyndar ekki verið að spila með Atalanta á þessari leiktíð því félagið lánaði hann til Parma. Dejan Kulusevski heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr an í lok apríl en hann fæddist í Stokkhólmi 25. apríl 2000. Kulusevski er 186 sentímetra miðjumaður en hans besta staða er úti hægra megin þótt að hann geti spilað alls staðar á miðjunni. Hann var með samning við Atalanta til sumarsins 2023. OFFICIAL: 19-year-old midfielder Dejan Kulusevski is undergoing a medical at Juventus ahead of a reported $39M move from Atalanta pic.twitter.com/HXVNYTYOmO— B/R Football (@brfootball) January 2, 2020 Kulusevski skrifar væntanlega undir fjögurra og hálfs árs samning sem ætti að færa honum fjórar milljónir evra fyrir tímabilið eða 545 milljónir íslenskra króna. Dejan Kulusevski skoraði fjögur mörk í sautján leikjum með Parma og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína svo mikla að hann var meðal annars kosinn besti leikmaður Seríu A í nóvember. Kulusevski kom fyrst til Atalanta árið 2016 frá sænska liðinu Brommapojkarna en kom bara þrisvar inn á sem varamaður í fyrra. Brommapojkarna fær hluta af kaupverðinu. Dejan #Kulusevski's #JMedical visit!— JuventusFC (@juventusfcen) January 2, 2020 Atalanta taldi sig ekki hafa pláss fyrir hann og lánaði hann því til Parma þar sem hann hefur slegið í gegn. Móðir Dejan Kulusevski er frá Norður Makedóníu og hann spilaði fyrir sautján ára landslið þjóðarinnar. Kulusevski lék aftur á móti sinn fyrsta A-landsleik fyrir Svía í nóvember 2019 þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Færeyjum. How Juventus could lineup with Dejan Kulusevski. [GdS] pic.twitter.com/K8xjRvxSIW— Juventus News - Juvefc.com (@juvefcdotcom) December 31, 2019
Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira