Enginn uppgjafartónn í Vestfirðingum Andri Eysteinsson skrifar 19. janúar 2020 23:09 Lilja og Guðmundur. Vísir/Einar „Ég held að þessar byggðir hafi skilað svo miklu inn í samfélagið að þær eigi það skuldlaust að staðið verði vörð um öryggi þessara íbúa,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgfirðingur og formaður Atvinnuveganefndar Alþingis í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Lilja var spurð út í sjónarmið þess efnis að hugsa þurfi hvort það sé þess virði að eyða svo miklum fjármunum í að verja litlar byggðir á landsbyggðinni fyrir náttúruhamförum en eins og vitað er féllu snjóflóð á bæði Suðureyri, heimabæ Lilju, og Flateyri á dögunum. Lilja Rafney var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í seinni hluta Víglínunnar ásamt Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Guðmundur tók undir með orðum Lilju og hvatti fólk til þess að skoða hve mikil verðmæti samfélagið á Vestfjörðum skapi fyrir þjóðarbúið. Einnig sagði Guðmundur að það væri mikilvægt að litlar byggðir sama hvar á landinu haldi sér. Hverfi þær á braut gætu Íslendingar misst tengsl sín við upprunann. Þau Guðmundur og Lilja voru þá einnig sammála um að engan uppgjafartón væri að finna í fólkinu á Vestfjörðum. „Fólki var brugðið en það sést á viðtölum við þetta fólk að það er enginn uppgjafartónn. Við þurfum að styðja við fólkið til þess að fá hjólin til að snúast að nýju á svæðinu, sagði Lilja Rafney og bætti við að þó að fólk sé upp til hópa hart af sér fyrir vestan sé gríðarlega mikilvægt að því sé veitt sáluhjálp eftir áföll sem þessi. „Við verðum líka að bera virðingu fyrir ákvörðunarvaldi fólks. Finni einhver fyrir því að þetta ógni öryggi fjölskyldunnar þá ber að bera virðingu fyrir því. Er búandi á þessum stað, er spurning sem við fáum í hverri einustu viku,“ segir Guðmundur og bætir við að sömu spurningu spyrji fólk Íslendinga í heild sinni. „Þetta eru heimkynni okkar, við kjósum að búa í nábýli við náttúruna og byggð byggist fyrir vestan út af því að við erum nálægt náttúrunni. Fyrir því þurfa allir að bera virðingu. Það er ekki þannig að maður rífi upp rætur sínar í einu vetfangi með stuttri ákvörðun í kaffiboði. Ég held að það hefðu ekki selst tvær fasteignir á Flateyri í vikunni eftir flóðin ef það væri einhver bilbugur á Flateyringum,“ sagði bæjarstjórinn og bætir við: „Að halda því fram að byggð muni núna í framhaldinu leggjast af á þessum stöðum. Ég get bara ekki séð hvernig málin þróast í þá átt, vegna þess að ég þekki Flateyringa, og Súgfirðinga og ég þekki Vestfirðinga,“ Byggðamál Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Víglínan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ég held að þessar byggðir hafi skilað svo miklu inn í samfélagið að þær eigi það skuldlaust að staðið verði vörð um öryggi þessara íbúa,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgfirðingur og formaður Atvinnuveganefndar Alþingis í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Lilja var spurð út í sjónarmið þess efnis að hugsa þurfi hvort það sé þess virði að eyða svo miklum fjármunum í að verja litlar byggðir á landsbyggðinni fyrir náttúruhamförum en eins og vitað er féllu snjóflóð á bæði Suðureyri, heimabæ Lilju, og Flateyri á dögunum. Lilja Rafney var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í seinni hluta Víglínunnar ásamt Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Guðmundur tók undir með orðum Lilju og hvatti fólk til þess að skoða hve mikil verðmæti samfélagið á Vestfjörðum skapi fyrir þjóðarbúið. Einnig sagði Guðmundur að það væri mikilvægt að litlar byggðir sama hvar á landinu haldi sér. Hverfi þær á braut gætu Íslendingar misst tengsl sín við upprunann. Þau Guðmundur og Lilja voru þá einnig sammála um að engan uppgjafartón væri að finna í fólkinu á Vestfjörðum. „Fólki var brugðið en það sést á viðtölum við þetta fólk að það er enginn uppgjafartónn. Við þurfum að styðja við fólkið til þess að fá hjólin til að snúast að nýju á svæðinu, sagði Lilja Rafney og bætti við að þó að fólk sé upp til hópa hart af sér fyrir vestan sé gríðarlega mikilvægt að því sé veitt sáluhjálp eftir áföll sem þessi. „Við verðum líka að bera virðingu fyrir ákvörðunarvaldi fólks. Finni einhver fyrir því að þetta ógni öryggi fjölskyldunnar þá ber að bera virðingu fyrir því. Er búandi á þessum stað, er spurning sem við fáum í hverri einustu viku,“ segir Guðmundur og bætir við að sömu spurningu spyrji fólk Íslendinga í heild sinni. „Þetta eru heimkynni okkar, við kjósum að búa í nábýli við náttúruna og byggð byggist fyrir vestan út af því að við erum nálægt náttúrunni. Fyrir því þurfa allir að bera virðingu. Það er ekki þannig að maður rífi upp rætur sínar í einu vetfangi með stuttri ákvörðun í kaffiboði. Ég held að það hefðu ekki selst tvær fasteignir á Flateyri í vikunni eftir flóðin ef það væri einhver bilbugur á Flateyringum,“ sagði bæjarstjórinn og bætir við: „Að halda því fram að byggð muni núna í framhaldinu leggjast af á þessum stöðum. Ég get bara ekki séð hvernig málin þróast í þá átt, vegna þess að ég þekki Flateyringa, og Súgfirðinga og ég þekki Vestfirðinga,“
Byggðamál Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Víglínan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira