Enginn uppgjafartónn í Vestfirðingum Andri Eysteinsson skrifar 19. janúar 2020 23:09 Lilja og Guðmundur. Vísir/Einar „Ég held að þessar byggðir hafi skilað svo miklu inn í samfélagið að þær eigi það skuldlaust að staðið verði vörð um öryggi þessara íbúa,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgfirðingur og formaður Atvinnuveganefndar Alþingis í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Lilja var spurð út í sjónarmið þess efnis að hugsa þurfi hvort það sé þess virði að eyða svo miklum fjármunum í að verja litlar byggðir á landsbyggðinni fyrir náttúruhamförum en eins og vitað er féllu snjóflóð á bæði Suðureyri, heimabæ Lilju, og Flateyri á dögunum. Lilja Rafney var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í seinni hluta Víglínunnar ásamt Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Guðmundur tók undir með orðum Lilju og hvatti fólk til þess að skoða hve mikil verðmæti samfélagið á Vestfjörðum skapi fyrir þjóðarbúið. Einnig sagði Guðmundur að það væri mikilvægt að litlar byggðir sama hvar á landinu haldi sér. Hverfi þær á braut gætu Íslendingar misst tengsl sín við upprunann. Þau Guðmundur og Lilja voru þá einnig sammála um að engan uppgjafartón væri að finna í fólkinu á Vestfjörðum. „Fólki var brugðið en það sést á viðtölum við þetta fólk að það er enginn uppgjafartónn. Við þurfum að styðja við fólkið til þess að fá hjólin til að snúast að nýju á svæðinu, sagði Lilja Rafney og bætti við að þó að fólk sé upp til hópa hart af sér fyrir vestan sé gríðarlega mikilvægt að því sé veitt sáluhjálp eftir áföll sem þessi. „Við verðum líka að bera virðingu fyrir ákvörðunarvaldi fólks. Finni einhver fyrir því að þetta ógni öryggi fjölskyldunnar þá ber að bera virðingu fyrir því. Er búandi á þessum stað, er spurning sem við fáum í hverri einustu viku,“ segir Guðmundur og bætir við að sömu spurningu spyrji fólk Íslendinga í heild sinni. „Þetta eru heimkynni okkar, við kjósum að búa í nábýli við náttúruna og byggð byggist fyrir vestan út af því að við erum nálægt náttúrunni. Fyrir því þurfa allir að bera virðingu. Það er ekki þannig að maður rífi upp rætur sínar í einu vetfangi með stuttri ákvörðun í kaffiboði. Ég held að það hefðu ekki selst tvær fasteignir á Flateyri í vikunni eftir flóðin ef það væri einhver bilbugur á Flateyringum,“ sagði bæjarstjórinn og bætir við: „Að halda því fram að byggð muni núna í framhaldinu leggjast af á þessum stöðum. Ég get bara ekki séð hvernig málin þróast í þá átt, vegna þess að ég þekki Flateyringa, og Súgfirðinga og ég þekki Vestfirðinga,“ Byggðamál Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Víglínan Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Ég held að þessar byggðir hafi skilað svo miklu inn í samfélagið að þær eigi það skuldlaust að staðið verði vörð um öryggi þessara íbúa,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgfirðingur og formaður Atvinnuveganefndar Alþingis í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Lilja var spurð út í sjónarmið þess efnis að hugsa þurfi hvort það sé þess virði að eyða svo miklum fjármunum í að verja litlar byggðir á landsbyggðinni fyrir náttúruhamförum en eins og vitað er féllu snjóflóð á bæði Suðureyri, heimabæ Lilju, og Flateyri á dögunum. Lilja Rafney var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í seinni hluta Víglínunnar ásamt Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Guðmundur tók undir með orðum Lilju og hvatti fólk til þess að skoða hve mikil verðmæti samfélagið á Vestfjörðum skapi fyrir þjóðarbúið. Einnig sagði Guðmundur að það væri mikilvægt að litlar byggðir sama hvar á landinu haldi sér. Hverfi þær á braut gætu Íslendingar misst tengsl sín við upprunann. Þau Guðmundur og Lilja voru þá einnig sammála um að engan uppgjafartón væri að finna í fólkinu á Vestfjörðum. „Fólki var brugðið en það sést á viðtölum við þetta fólk að það er enginn uppgjafartónn. Við þurfum að styðja við fólkið til þess að fá hjólin til að snúast að nýju á svæðinu, sagði Lilja Rafney og bætti við að þó að fólk sé upp til hópa hart af sér fyrir vestan sé gríðarlega mikilvægt að því sé veitt sáluhjálp eftir áföll sem þessi. „Við verðum líka að bera virðingu fyrir ákvörðunarvaldi fólks. Finni einhver fyrir því að þetta ógni öryggi fjölskyldunnar þá ber að bera virðingu fyrir því. Er búandi á þessum stað, er spurning sem við fáum í hverri einustu viku,“ segir Guðmundur og bætir við að sömu spurningu spyrji fólk Íslendinga í heild sinni. „Þetta eru heimkynni okkar, við kjósum að búa í nábýli við náttúruna og byggð byggist fyrir vestan út af því að við erum nálægt náttúrunni. Fyrir því þurfa allir að bera virðingu. Það er ekki þannig að maður rífi upp rætur sínar í einu vetfangi með stuttri ákvörðun í kaffiboði. Ég held að það hefðu ekki selst tvær fasteignir á Flateyri í vikunni eftir flóðin ef það væri einhver bilbugur á Flateyringum,“ sagði bæjarstjórinn og bætir við: „Að halda því fram að byggð muni núna í framhaldinu leggjast af á þessum stöðum. Ég get bara ekki séð hvernig málin þróast í þá átt, vegna þess að ég þekki Flateyringa, og Súgfirðinga og ég þekki Vestfirðinga,“
Byggðamál Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Víglínan Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira