Fótbolti

Inter tapaði stigum og Birkir spilaði fyrsta leikinn fyrir Brescia

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir í treyju númer 31.
Birkir í treyju númer 31. vísir/getty

Inter tapaði stigum í toppbaráttunni á Ítalíu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í dag.

Markalaust var allt þangað til á 71. mínútu er Alessandro Bastoni skoraði en sex mínútum síðar jafnaði Marco Mancosu metin. Lokatölur 1-1.

Inter er með 47 stig, stigi á eftir Juventus, en Juventus leikur við Parma í kvöld.







Birkir Bjarnason kom inn á í hálfleik er Brescia gerði 2-2 jafntefli við Cagliari á heimavelli.

Birkir samdi við Brescia í gær og var ekki lengi að stimpla sig inn. Mario Balotelli fékk að líta rauða spjaldið á 81. mínútu.

Brescia er í 18. sætinu með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×