Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. janúar 2020 13:02 vísir/vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitastjórnarráðherra, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars um Ofanflóðasjóð og segir Sigurður að strangt til tekið séu fjármunir í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði. Um sé að ræða fjármuni sem greiddir voru umfram verkefni sjóðsins. „Það eru komin inn sérstök lög um opinber fjármál þar sem búið er að taka allar markaðar tekjur af, þar á meðal þessar, sem þýðir bara í raun og veru að allar tekjur sem ekki eru markaðar þær renna bara í ríkissjóð og það er síðan fjárveitingavald Alþingis sem ákveður hvað útgjöld eru. Það finnst mér vera óheppilegt,“ segir Sigurður Ingi. „Ef þetta væri hjá sveitarfélögunum, af því að sveitarfélögin standa auðvitað oft nærri þessu, þá eru til bæði A og B félög hjá sveitarfélögunum. Það er að segja A væri þá ríkissjóður og B eru þá kannski vatnsveitur eða eitthvað. Þá væri kannski Ofanflóðasjóður B og þá myndi ríkissjóður núna skulda þessu B fyrirtæki 15 milljarða og við gætum bara farið í framkvæmdir.“ Sigurður segir að strangt til tekið séu um fimmtán milljarðar í ríkissjóði lausir til framkvæmda. „Þeir eru bara hjá ríkissjóði og hafa þá farið í einhverja aðra uppbyggingu á liðnum árum í staðin,“ segir Sigurður. Hægt sé að segja að ríkissjóður skuldi Ofanflóðasjóði þessa peninga strangt til tekið. „Mér finnst allavega mikilvægt að velta því fyrir sér af því að ég er alveg sammála því sem hérna hefur komið fram. Upplifun almennings og flestra sveitarstjórnarmanna, ekki síst út af þeirra eigin kerfi á B fyrirtæki, er sú að þetta hafi verið einhver sjóður, einhver poki sem lá inni í stóra ríkissjóði og hann sé þar en þetta er auðvitað bara hluti af einum sjóði, þessu fjármögnun ríkissins. En þarna eru 15 milljarðar komnir umfram það sem átti að fara í verkefnið og við verðum bara að koma þeim til framkvæmda á næstu árum.“ Alþingi Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitastjórnarráðherra, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars um Ofanflóðasjóð og segir Sigurður að strangt til tekið séu fjármunir í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði. Um sé að ræða fjármuni sem greiddir voru umfram verkefni sjóðsins. „Það eru komin inn sérstök lög um opinber fjármál þar sem búið er að taka allar markaðar tekjur af, þar á meðal þessar, sem þýðir bara í raun og veru að allar tekjur sem ekki eru markaðar þær renna bara í ríkissjóð og það er síðan fjárveitingavald Alþingis sem ákveður hvað útgjöld eru. Það finnst mér vera óheppilegt,“ segir Sigurður Ingi. „Ef þetta væri hjá sveitarfélögunum, af því að sveitarfélögin standa auðvitað oft nærri þessu, þá eru til bæði A og B félög hjá sveitarfélögunum. Það er að segja A væri þá ríkissjóður og B eru þá kannski vatnsveitur eða eitthvað. Þá væri kannski Ofanflóðasjóður B og þá myndi ríkissjóður núna skulda þessu B fyrirtæki 15 milljarða og við gætum bara farið í framkvæmdir.“ Sigurður segir að strangt til tekið séu um fimmtán milljarðar í ríkissjóði lausir til framkvæmda. „Þeir eru bara hjá ríkissjóði og hafa þá farið í einhverja aðra uppbyggingu á liðnum árum í staðin,“ segir Sigurður. Hægt sé að segja að ríkissjóður skuldi Ofanflóðasjóði þessa peninga strangt til tekið. „Mér finnst allavega mikilvægt að velta því fyrir sér af því að ég er alveg sammála því sem hérna hefur komið fram. Upplifun almennings og flestra sveitarstjórnarmanna, ekki síst út af þeirra eigin kerfi á B fyrirtæki, er sú að þetta hafi verið einhver sjóður, einhver poki sem lá inni í stóra ríkissjóði og hann sé þar en þetta er auðvitað bara hluti af einum sjóði, þessu fjármögnun ríkissins. En þarna eru 15 milljarðar komnir umfram það sem átti að fara í verkefnið og við verðum bara að koma þeim til framkvæmda á næstu árum.“
Alþingi Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37
„Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30
Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20