Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 13:45 Leikskólabörn í bæjarferð í miðbæ Reykjavíkur fyrr í vetur. Nú sem oft áður eru málefni leikskólans til umræðu vegna áforma um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar. vísir/vilhelm Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. Fyrr í vikunni var greint frá því að frá 1. apríl verði opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttur um hálftíma frá því sem nú er. Verða leikskólarnir opnir frá 7:30 til 16:30 í stað 17:00 áður. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geta sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. Þessi áform borgarinnar hafa mælst misjafnlega fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn leggst til að mynda gegn þeim og þá skrifuðu fimmtán konur grein á Vísi í gær þar sem þær skoruðu á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði. Telja þær þjónustuna lífsnauðsynlega mörgum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, sagði í samtali við fréttastofu í gær að breytingarnar á opnunartímanum væru liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Inn á það er komið í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara en einnig bent á þá breytingu sem tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn eftir að lögum var breytt á þann veg að leyfisbréf kennara gilda nú þvert á skólastig. „Við þá breytingu varð raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Tillögur stýrihópsins í þessum fyrsta áfanga er snýr að almennum opnunartíma leikskóla borgarinnar er mikilvægt skref. Næsti áfangi snýr að því að færa starfsumhverfi leikskólakennara að því sem þekkist á öðrum skólastigum og þróa breytt skipulag leikskólastarfsins. Sá áfangi er eitt stærsta verkefnið í kjarasamningsgerð leikskólakennara í þeim kjarasamningum sem unnið er að nú. Einungis með þeim hætti er hægt að afstýra því að leikskólakennarar færi sig í stórum stíl yfir á önnur skólastig til kennslu, því gerist það er leikskólastigið í alvarlegum vanda. Ein stærsta áskorun sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Það mun auka gæði leikskólakennslu til muna öllum börnum á leikskólaaldri til heilla,“ segir í ályktun Félags leikskólakennara. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. Fyrr í vikunni var greint frá því að frá 1. apríl verði opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttur um hálftíma frá því sem nú er. Verða leikskólarnir opnir frá 7:30 til 16:30 í stað 17:00 áður. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geta sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. Þessi áform borgarinnar hafa mælst misjafnlega fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn leggst til að mynda gegn þeim og þá skrifuðu fimmtán konur grein á Vísi í gær þar sem þær skoruðu á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði. Telja þær þjónustuna lífsnauðsynlega mörgum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, sagði í samtali við fréttastofu í gær að breytingarnar á opnunartímanum væru liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Inn á það er komið í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara en einnig bent á þá breytingu sem tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn eftir að lögum var breytt á þann veg að leyfisbréf kennara gilda nú þvert á skólastig. „Við þá breytingu varð raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Tillögur stýrihópsins í þessum fyrsta áfanga er snýr að almennum opnunartíma leikskóla borgarinnar er mikilvægt skref. Næsti áfangi snýr að því að færa starfsumhverfi leikskólakennara að því sem þekkist á öðrum skólastigum og þróa breytt skipulag leikskólastarfsins. Sá áfangi er eitt stærsta verkefnið í kjarasamningsgerð leikskólakennara í þeim kjarasamningum sem unnið er að nú. Einungis með þeim hætti er hægt að afstýra því að leikskólakennarar færi sig í stórum stíl yfir á önnur skólastig til kennslu, því gerist það er leikskólastigið í alvarlegum vanda. Ein stærsta áskorun sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Það mun auka gæði leikskólakennslu til muna öllum börnum á leikskólaaldri til heilla,“ segir í ályktun Félags leikskólakennara.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira