Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 13:45 Leikskólabörn í bæjarferð í miðbæ Reykjavíkur fyrr í vetur. Nú sem oft áður eru málefni leikskólans til umræðu vegna áforma um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar. vísir/vilhelm Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. Fyrr í vikunni var greint frá því að frá 1. apríl verði opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttur um hálftíma frá því sem nú er. Verða leikskólarnir opnir frá 7:30 til 16:30 í stað 17:00 áður. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geta sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. Þessi áform borgarinnar hafa mælst misjafnlega fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn leggst til að mynda gegn þeim og þá skrifuðu fimmtán konur grein á Vísi í gær þar sem þær skoruðu á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði. Telja þær þjónustuna lífsnauðsynlega mörgum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, sagði í samtali við fréttastofu í gær að breytingarnar á opnunartímanum væru liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Inn á það er komið í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara en einnig bent á þá breytingu sem tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn eftir að lögum var breytt á þann veg að leyfisbréf kennara gilda nú þvert á skólastig. „Við þá breytingu varð raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Tillögur stýrihópsins í þessum fyrsta áfanga er snýr að almennum opnunartíma leikskóla borgarinnar er mikilvægt skref. Næsti áfangi snýr að því að færa starfsumhverfi leikskólakennara að því sem þekkist á öðrum skólastigum og þróa breytt skipulag leikskólastarfsins. Sá áfangi er eitt stærsta verkefnið í kjarasamningsgerð leikskólakennara í þeim kjarasamningum sem unnið er að nú. Einungis með þeim hætti er hægt að afstýra því að leikskólakennarar færi sig í stórum stíl yfir á önnur skólastig til kennslu, því gerist það er leikskólastigið í alvarlegum vanda. Ein stærsta áskorun sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Það mun auka gæði leikskólakennslu til muna öllum börnum á leikskólaaldri til heilla,“ segir í ályktun Félags leikskólakennara. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. Fyrr í vikunni var greint frá því að frá 1. apríl verði opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttur um hálftíma frá því sem nú er. Verða leikskólarnir opnir frá 7:30 til 16:30 í stað 17:00 áður. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geta sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. Þessi áform borgarinnar hafa mælst misjafnlega fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn leggst til að mynda gegn þeim og þá skrifuðu fimmtán konur grein á Vísi í gær þar sem þær skoruðu á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði. Telja þær þjónustuna lífsnauðsynlega mörgum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, sagði í samtali við fréttastofu í gær að breytingarnar á opnunartímanum væru liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Inn á það er komið í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara en einnig bent á þá breytingu sem tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn eftir að lögum var breytt á þann veg að leyfisbréf kennara gilda nú þvert á skólastig. „Við þá breytingu varð raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Tillögur stýrihópsins í þessum fyrsta áfanga er snýr að almennum opnunartíma leikskóla borgarinnar er mikilvægt skref. Næsti áfangi snýr að því að færa starfsumhverfi leikskólakennara að því sem þekkist á öðrum skólastigum og þróa breytt skipulag leikskólastarfsins. Sá áfangi er eitt stærsta verkefnið í kjarasamningsgerð leikskólakennara í þeim kjarasamningum sem unnið er að nú. Einungis með þeim hætti er hægt að afstýra því að leikskólakennarar færi sig í stórum stíl yfir á önnur skólastig til kennslu, því gerist það er leikskólastigið í alvarlegum vanda. Ein stærsta áskorun sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Það mun auka gæði leikskólakennslu til muna öllum börnum á leikskólaaldri til heilla,“ segir í ályktun Félags leikskólakennara.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira