Missir þriðju Michelin-stjörnuna eftir 55 ár á toppnum Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2020 09:39 Paul Bocuse stofnaði Auberge du Pont de Collonges árið 1965. Getty Franski matarheimurinn nötrar eftir að fréttir hófu að berast af því að eftir rúmlega hálfa öld með þrjár Michelin-stjörnur muni veitingastaður Paul Bocuse í Lyon missa eina stjörnuna. Stjörnukokkurinn Paul Bocuse fékk þriðju Michelin-stjörnuna árið 1965 og hefur veitingastaðurinn haldið þremur stjörnum í öllum veitingahandbókum Michelin síðan. Staðurinn er sá sem hefur lengst geta stært sig af þremur stjörnum. Franskir fjölmiðlar greina frá því að handbókin fyrir árið 2020 verði gerð opinber í lok janúarmánaðar og þar verði gert kunnugt að staðurinn verði með tvær stjörnur. Veitingastaðurinn er í borginni Lyon í Frakklandi og heitir í raun Auberge du Pont de Collonges, en er betur þekktur sem „Paul Bocuse“ eða bara „Bocuse“. Paul Bocuse lést fyrir um ári, 91 árs að aldri, og tók sonur hans þá við rekstri veitingastaðarins. Kokkurinn Paul Bocuse stofnaði til kokkakeppninnar Bocuse d’Or árið 1987 og fer keppnin fram annað hvert ár í Lyon. Bocuse er helst minnst fyrir framlag sitt til franskrar matargerðar en hann er upphafsmaður svokallaðs „nouvelle cuisine“ eða „nýs eldhúss“ og lagði áherslu á holl hráefni og heilsusamlegri eldunaraðferðir en áður hafði tíðkast. Bocuse hefur oftar en einu sinni verið útnefndur „kokkur aldarinnar“. Frakkland Matur Michelin Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Franski matarheimurinn nötrar eftir að fréttir hófu að berast af því að eftir rúmlega hálfa öld með þrjár Michelin-stjörnur muni veitingastaður Paul Bocuse í Lyon missa eina stjörnuna. Stjörnukokkurinn Paul Bocuse fékk þriðju Michelin-stjörnuna árið 1965 og hefur veitingastaðurinn haldið þremur stjörnum í öllum veitingahandbókum Michelin síðan. Staðurinn er sá sem hefur lengst geta stært sig af þremur stjörnum. Franskir fjölmiðlar greina frá því að handbókin fyrir árið 2020 verði gerð opinber í lok janúarmánaðar og þar verði gert kunnugt að staðurinn verði með tvær stjörnur. Veitingastaðurinn er í borginni Lyon í Frakklandi og heitir í raun Auberge du Pont de Collonges, en er betur þekktur sem „Paul Bocuse“ eða bara „Bocuse“. Paul Bocuse lést fyrir um ári, 91 árs að aldri, og tók sonur hans þá við rekstri veitingastaðarins. Kokkurinn Paul Bocuse stofnaði til kokkakeppninnar Bocuse d’Or árið 1987 og fer keppnin fram annað hvert ár í Lyon. Bocuse er helst minnst fyrir framlag sitt til franskrar matargerðar en hann er upphafsmaður svokallaðs „nouvelle cuisine“ eða „nýs eldhúss“ og lagði áherslu á holl hráefni og heilsusamlegri eldunaraðferðir en áður hafði tíðkast. Bocuse hefur oftar en einu sinni verið útnefndur „kokkur aldarinnar“.
Frakkland Matur Michelin Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira