Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Sylvía Hall skrifar 18. janúar 2020 09:00 Brynja segir sögu sína í nýjasta þætti af Missi. Vísir/Vilhelm „Ég held að ekkert muni einhvern tímann móta mig jafn mikið eða hafa jafn mikil áhrif á mig í lífinu,“ segir Brynja Bjarnadóttir, 25 ára verkfræðinemi um föðurmissi sem hún upplifði fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Faðir hennar, Bjarni Eiríksson, framdi sjálfsvíg í júní árið 2017.Brynja sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar verður rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Brynja Bjarnadóttir „Það vilja allir meina að það séu einhvern vandamál í öllum fjölskyldulífum og allir eigi einhverja brotna æsku en mín æska, mér fannst hún bara geggjuð. Ég er einkabarn foreldra minna og mér leið ógeðslega vel. Pabbi eyddi öllum sínum frítíma með mér og var alltaf með mér.“ Brynja segir samband sitt og föður síns alltaf hafa verið náið og hann hafi tekið þátt í öllu sem sneri að henni á æskuárum hennar. Til að mynda hafi hann haft stundatöfluna hennar sem skjáhvílu á tölvunni sinni svo hann gæti klárað vinnu þegar skóladagurinn kláraðist og tekið virkan þátt í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. „Hann mætti á hvern einasta fótboltaleik sem ég spilaði og ég var ekki einu sinni góð í fótbolta. Hann fór með mér til Ísafjarðar og Vestmannaeyja í einhverju hnoði í óveðri að keppa einhvers staðar úti á landi.“ „Ég og pabbi vorum svo lík svo þetta var stundum þannig að ef hann hafði trú á mér, þá var smá eins og ég hafði líka trú á mér. Ef hann trúði því, þá trúði ég líka að ég gæti gert það.“ Skilnaðurinn markaði kaflaskil Þegar Brynja var í menntaskóla skildu foreldrar hennar og segist hún þá hafa þurft að kveðja lífið sem hún hafði þekkt hingað til. Sú ímynd sem hún hafði haft af eigin lífi hafi hrunið og það sem hún hafði áður gengið að sem vísu var horfið. „Ég var búin að eiga alla ævi þessa fjölskyldu þar sem ég vissi alltaf að hverju ég kom. Heimili mitt var bara mitt og ég átti engin systkini en þá voru vinir mínir velkomnir allan sólarhringinn, alltaf, og þá fékk ég bara að ferðast með vinkonum mínum frekar en einhverjum fúlum systkinum. En allt í einu hvarf það.“ Hún segist hafa átt erfitt með að horfast í augu við skilnað foreldra sinna og í raun ekki ætlað að segja neinum frá því sem hafði gerst. Hún segir aldurinn hafa spilað inn í hversu viðkvæmt þetta var fyrir hana. „Ég skammaðist mín alveg brjálæðislega fyrir það. Maður er náttúrulega bara átján ára gelgja í Versló og ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér og sagði engum frá þessu mjög lengi. Svo flytur hann út og einhvern veginn verð ég náttúrulega að segja fólki frá þessu og ég verð rosalega reið út í pabba út af því mér fannst hann vera að skilja við mig,“ segir Brynja. Faðir Brynju gaf engar frekari ástæður fyrir skilnaðinum aðrar en þær að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hefði tekið. Hún hafi tekið það nærri sér, sérstaklega í ljósi þess hversu samrýmd þau voru og átti hún erfitt með að horfast í augu við nýjan veruleika. „Ég hefði alltaf getað sætt mig við skilnað en mér fannst hann hafa skilið við mig.“ Lýsti yfir áhyggjum korter í lokapróf „Aðdragandinn að þessu er kannski fyrst þegar ég er í HÍ í iðnaðarverkfræði þar. Í vorprófunum erum við pabbi ekki búin að tala almennilega saman en ég var samt með lykla af íbúðinni hans því ég var á bílnum hans. Þá var pabbi hættur að mæta í vinnuna og hættur að tala við fólk og búinn að loka sig svolítið af og talaði svo sem ekki við neinn nema mig og afa,“ segir Brynja um aðdragandann að andláti föður hennar og fyrstu merki þess að hann væri raunverulega að glíma við veikindi. Þegar Brynja var í miðjum prófum fékk hún heimsókn frá vini föður síns sem lýsti yfir áhyggjum af velferð hans og í raun að hann hefði áhyggjur af því að hann hafi framið sjálfsvíg. Þó hann hafi ekki sagt það beint út vissi Brynja að það var það var það sem hann óttaðist. „Ég var að fara í próf og eftir prófið átti ég að fara í íbúðina hans og athuga hvort hann væri á lífi eða ekki.“ Hún segist ekki hafa trúað því að það væri möguleiki og hafði fram að þessu ekki leitt hugann að því, enda höfðu þau hingað til ekki rætt andlega líðan hans. Hún segist ekki geta lýst tilfinningunni sem kom yfir hana þarna. Í undirmeðvitundinni segist hún hafa haft sömu áhyggjur því annars hefði hún ekki farið og athugað með hann eftir prófið en á sama tíma taldi hún þetta ekki líklega niðurstöðu. „Ef ég hefði trúað þessu hefði ég náttúrulega aldrei farið í prófið heldur bara brunað í íbúðina hans.“ Þegar Brynja fór í íbúð föður síns eftir prófið var hann hvergi sjáanlegur. Stuttu síðar kom þó í ljós að hann hafði ákveðið að fara einn til London, án þess að segja nokkrum frá. Eftir þetta atvik náðu þau loks sáttum eftir lítil samskipti um tíma. „Þá tölum við um þetta almennilega og hann viðurkennir þetta þunglyndi loksins og þá náum við sáttum, eða allavega ég horfi á þetta þannig að ég hafi ákveðið að fyrirgefa honum þennan skilnað. Þá lofaði hann að hann myndi aldrei gera þetta. Hann hefði bara þurft að komast í burtu en hann væri ekkert á þeim stað hann myndi einhvern tímann fyrirfara sér.“ Brynja og faðir hennar voru alla tíð afar náin.Úr einkasafni Löggan, sjúkrabíll og mamma Eftir þetta atvik segir Brynja föður sinn hafa sýnt merki um betri líðan. Hann hafi átt í meiri samskiptum við vini sína og heyrt í henni daglega og henni hafi því liðið eins og hún hefði fengið föður sinn aftur. Allt hafi verið eðlilegra. „Það kemur alveg eitt ár sirka sem er bara frekar gott í öllum samskiptum og á milli okkar. Hann verður líkari sjálfum sér aftur, því hann var búinn að vera ólíkur sjálfum sér einhvern veginn. Þá var hann kominn aftur og maður gat verið með honum.“ Helgina fyrir andlátið fagnaði fjölskyldan afmæli ömmu Brynju og segir hún aldrei hafa getað ímyndað sér hvað myndi gerast á mánudeginum eftir þá helgi. Þau hafi átt gott kvöld saman, ekkert verið óeðlilegt og ekkert sem benti til þess að hann hefði í huga að kveðja aðeins örfáum dögum síðar. „Þegar vinur pabba kemur þarna heim þá er pabbi náttúrulega búinn að vera á það skrýtnum stað, og öll samskipti við hann skrýtin og hann skrýtinn, þá trúði ég þessu þótt ég trúði þessu ekki. Samt hefði mér fundist það eðlilegra þá heldur en þegar hann gerir þetta því þarna voru búin að vera í ár frekar eðlileg samskipti og bara góð,“ segir Brynja. „Svo bara á mánudagsmorgninum kemur mamma í vinnuna og ég var veik heima. Þá hafði hann sent henni tölvupóst þar sem hann segir að hann hafi gert þetta og þetta var bara póstur til hennar. Á þessum mánudegi hringir mamma í mig og ég er bara sofandi heima því þetta er níu um morguninn. Ég skil svona semi ekkert sem mamma er að segja í símanum nema að hún heldur að pabbi hafi fyrirfarið sér.“ Hún segist hafa átt erfitt með að meðtaka upplýsingarnar og ákveða hvernig hún ætti að bregðast við þeim. Aftur hafi hún verið tvístígandi hvort hún trúði því að þetta hefði raunverulega átt sér stað. „Ég er bara ein heima, veit ekkert hvað ég á að gera þannig ég stend bara í fimm mínútur eða eitthvað. Þarna er þetta líka það sama, ég trúi þessu ekkert. Á ég að vera að drífa mig út? Mér fannst þetta bara vera kjaftæði. Þetta var bara mamma að vera móðursjúk, hann hefur ekkert gert þetta,“ segir Brynja. „Ég hringi bara í taxa og tek taxa niður eftir til hans. Þegar ég kem þá er löggan og sjúkrabíll og mamma þarna. Ég kem bara inn og ég sé hann og einhvern veginn var þetta allt raunverulegt.“ Upplifði frekar höfnun en reiði Hún segist ekki hafa viljað trúa því á leiðinni að hún væri að fara að koma að föður sínum látnum. Hún hafi haldið fast í það að þetta væri ekki satt og því hafi hún fyrst og fremst verið hissa þegar hún sá hvað hafði gerst. Stærsta áfallið kom þó ekki fyrr en hún þurfti að segja hvað hafði gerst upphátt. „Svo hringir vinkona mín í mig nokkrum mínútum eftir þetta og þegar ég þarf að segja þetta upphátt við einhvern, þá er þetta bara búið spil. Þá brotnaði ég niður og allt í einu, þegar ég þurfti að segja þetta við einhvern, þá var þetta orðið raunverulegt. Einhvern veginn var þetta ekkert raunverulegt þegar var bara lögga og sjúkrabíll þarna og enginn var að segja neitt.“ Brynja lýsir því sem höggi að hafa þurft að horfast í augu við þá staðreynd að pabbi hennar væri dáinn. Eftir slík áföll er oft talað um fimm stig sorgarinnar: Fyrst kemur afneitun og einangrun, síðar sársauki, sorg og samviskubit, við tekur reiði og svokallaðar samningaviðræður og þar eftir mikil depurð áður en sáttin á að taka yfir að lokum. Brynja segist oft hafa pælt í þessum stigum, þá sérstaklega reiðinni. „Ég hef nefnilega oft pælt í þessu með þessi stig, sérstaklega eins og þegar er sagt að það komi svona reiðitímabil. Ég hef aldrei verið reið. Ég veit ekki af hverju, ekki það að það má finna allar tilfinningar sem maður vill í þessu, en ég varð aldrei reið. Þetta var yfirleitt, fyrir utan þennan brjálaða söknuð, þá var höfnunin alltaf það versta. En það er kannski hvernig hann fer,“ segir hún og bætir við að hún hafi upplifað hana sterkast. „Þú hefur aldeilis sjálfsálit á sjálfri þér“ Aðspurð hvort hún hafi þurft að takast sérstaklega á við þá staðreynd að andleg veikindi voru banamein föður hennar segist hún alveg hafa þurft að tækla það. Sú hugmynd að hún hefði getað gert eitthvað til þess að koma í veg fyrir þetta er þó ekki eitthvað sem situr í henni í dag, þó það komi alveg tímabil sem hún leiði hugann að því. Hún segir það kannski eðlilegt í ljósi þess að hún var hans einkabarn og nánast eina manneskjan sem hann talaði reglulega við. Eftir að hafa verið mikilvægasta manneskjan í hans lífi í 25 ár sé það óhjákvæmilegt að þessi hugsun læðist að henni en eftir að hafa leitað aðstoðar sérfræðinga segist hún skilja þetta betur, og nefnir þar sérstaklega eitt samtal við sálfræðing þar sem þetta var rætt. „Þá segir hún við mig: „Þú hefur aldeilis sjálfsálit á sjálfri þér. Þú heldur að nærvera þín ein og sér geti bara læknað þunglyndi“,“ segir Brynja og hlær. „Auðvitað kemur þetta alltaf reglulega, að þetta sé mér að kenna og poppar mjög oft upp í hausinn á mér, en þetta var svolítið svona: Ah já Brynja, þú ert ekki svona æðisleg.“ Brynja segir það hafa verið óhjákvæmilegt að finna fyrir samviskubiti yfir fráfalli föður síns í ljósi þess að hún var einkabarn.Vísir/Vilhelm Gæti ekki ímyndað sér að eiga nánara samband við systkini en vini sína Það skín skýrt í gegn að vinir Brynju skipta hana miklu máli og hafa spilað stórt hlutverk í hennar lífi alla tíð. Sjálf segist hún ekki syrgja það að vera einkabarn þar sem hún þekki ekkert annað og sé lánsöm að eiga stóran og traustan vinahóp sem styðji hana í einu og öllu. „Þegar ég horfi á systkinasamband fólks er ég stundum bara: Why bother? Þið eruð ekkert náin, hvað eruð þið að eyða tíma í þetta. Svo náttúrulega sé ég líka alveg önnur systkinasambönd sem eru gullfalleg en ég kannski skil ekki tenginguna á bak við þetta,“ segir Brynja. „Kannski því ég er einkabarn á ég rosa stóran vinahóp og ótrúlega mikið af nánum vinum og vinkonum. Ég náttúrulega þekki það ekki að eiga systkini en ég get ekkert ímyndað mér að ég væri eitthvað mikið nánari einhverjum öðrum þó hann væri skyldur mér.“ Hún segist oft hafa verið spurð um viðbrögð vina sinna eftir andlát föður síns, þá sérstaklega í ljósi þess að um sjálfsvíg var að ræða. Það hafi margir velt því fyrir sér hvort aðstandendum hennar þætti óþægilegt að ræða um þetta og mögulega forðast það algjörlega. „Bæði vinir pabba og mömmu og vinir mínir og fjölskylda, ég veit ekki hvernig maður getur lýst því í orðum en þau gerðu allt sem þau gátu og gerðu einhvern veginn allt rétt þannig. Þetta var bara eins og ég ætti sex kærasta, allar vinkonur mínar sendu mér SMS á hverju kvöldi,“ segir Brynja og hlær og greinilega þakklát fyrir stuðning vina og fjölskyldu. Hún segir eina sem hún gæti viljað í systkini er skilningurinn á því hver manneskjan sem kvaddi var. Það að hún þekkti pabba sinn jafn vel og hún gerði geri það að verkum að fólk getur ekki fyllilega skilið hvað hún missti og taki því sem hún segir um pabba sinn sem heilögum sannleik. „Það hafa alveg komið tímabil þar sem ég vildi að ég ætti systkini eftir þetta en það er bara til að ég myndi eiga einhvern sem skildi pabba eins og ég skil pabba. Vinkonur mínar þekkja ekki pabba eins og ég þekki hann,“ segir Brynja. „Ég hugsa líka oft: Hvernig á ég eftir að kynnast einhverjum í lífinu, hvað ef ég eignast eiginmann? Ég sé það bara ekkert fyrir mér ef hann hefur ekki þekkt pabba.“ Stórt skref að viðurkenna að þetta hafi komið fyrir sig Eins og áður sagði var Brynja óhrædd við að gefa öllu séns í bataferlinu og að leita sér hjálpar. Þrátt fyrir það að vera meðvituð um hvað hafi gerst og vita að faðir hennar væri farinn tók það töluverðan tíma fyrir hana að horfast í augu við þá staðreynd að það væri raunveruleikinn. „Ég náði oft að setja þetta þannig, eins og fara í viðtöl og tala um þetta, því ég get alveg talað um þetta við fullt af fólki, þá var það þannig að þegar ég talaði um þetta þá fór ég í svona „state of mind“ að ég væri bara að segja sögu af einhverjum sem hefði misst pabba sinn úr sjálfsvígi. Þetta var samt ekkert pabbi minn, pabbi minn var bara í fríi.“ Hún segir að með þessum hætti hafi hún náð að tala um reynslu sína án þess að leggja tilfinningar sínar að veði. Hún hafi þannig náð að stíga út fyrir aðstæðurnar og sagt frá því sem gerðist, án þess að ræða sína upplifun beint. Það var því ekki fyrr en sálfræðingur sem Brynja leitaði til lét hana ganga í gegnum atburðarásina með sér að hún náði að meðtaka fyrir alvöru hvað hafði gerst. „Hún eiginlega neyddi mig til þess að svara spurningunum, hún svona lét mig ganga í gegnum atburðinn og lýsa þessu. Þegar ég sé hann skilurðu, eins og ég sé hann ekki fyrst nema fæturna, þá [spyr hún]: Og hver á þessa fætur? Þá er svo erfitt að segja: Pabbi minn,“ segir Brynja. „Mér leið alltaf eins og ég væri að horfa á stelpu sem leit alveg út eins og ég, lenda í þessu en ég lenti samt ekkert í þessu.“ „Ég verð alltaf gellan sem missti pabba sinn“ Dauðinn er óumflýjanlegur hluti af lífinu og því óhjákvæmilegt að leiða hugann stundum að þeirri staðreynd að einn daginn munum við eða einhver sem við elskum kveðja þennan heim. Þó sú tilhugsun sé erfið og jafnvel óbærileg segir Brynja ómögulegt að ímynda sér hvernig það raunverulega er að þurfa að kveðja einhvern sem þú elskar fyrr en þú lendir í því. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þessa tilfinningu. Jú, hún er hræðileg en ég hefði aldrei getað ímyndað mér hana. Hún er allt öðruvísi hræðileg en þegar ég heyri sögur af öðrum.“ Það er mikilvægt að vernda sig frá neikvæðum hugsunum. Það sé einfaldlega nauðsynlegt oft á tíðum.Úr einkasafni Hún segir afneitun, höfnun og söknuð vera sterkustu tilfinningarnar sem sitja eftir. Það komi enn dagar þar sem hún leyfi sér velta sér upp úr hugsunum um föður sinn og það sem gerðist og þá sé yfirleitt ekki aftur snúið fyrr en jafnvel næsta dag. „Mér líður eins og ég sé með svart ský inni í bringunni á mér sem bara stækkar og stækkar og stækkar, og það er bara að éta mig upp og mig svíður í líkamann,“ segir Brynja og áréttar að það sé einnig mikilvægt að leyfa sér að vernda sig frá slíkum hugsunum. „Fólk segir alltaf að maður verði að leyfa öllum tilfinningunum að koma, en það er ekkert alltaf hægt í þessari stöðu. Þetta eru svo brjálaðar tilfinningar og þetta er svo stórt dæmi.“ Hún viðurkennir að það fari í taugarnar á sér að hugsa til þess að sorgarferlið taki aldrei alvöru enda. Það sé eitthvað sem muni fylgja henni alla tíð og það sé hálfpartinn ósanngjarnt að ganga í gegnum slíkt ferli án þess að geta horft fram á skýran endapunkt. Að sorgin sé ekki bara tímabundið ástand. „Stundum fæ ég svona tilfinningu að ef ég er ógeðslega dugleg að vinna í sjálfri mér, ógeðslega dugleg að vinna í tilfinningunum mínum og mæta til sálfræðings og gera allt sem ég á að gera, þá er ég svona búin með þetta. Þá fæ ég pabba aftur og þetta er bara búið. Ég stóð mig vel í sorgarferlinu og klapp á bakið,“ segir Brynja. „Eins og ef maður er í skóla eða að gera eitthvað, þá er þetta bara búið. En ég [hugsa] stundum: „Oh my god, ég verð alltaf gellan sem missti pabba sinn“ og stundum langar manni bara ekkert að vera sú manneskja.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Missir Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
„Ég held að ekkert muni einhvern tímann móta mig jafn mikið eða hafa jafn mikil áhrif á mig í lífinu,“ segir Brynja Bjarnadóttir, 25 ára verkfræðinemi um föðurmissi sem hún upplifði fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Faðir hennar, Bjarni Eiríksson, framdi sjálfsvíg í júní árið 2017.Brynja sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar verður rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Brynja Bjarnadóttir „Það vilja allir meina að það séu einhvern vandamál í öllum fjölskyldulífum og allir eigi einhverja brotna æsku en mín æska, mér fannst hún bara geggjuð. Ég er einkabarn foreldra minna og mér leið ógeðslega vel. Pabbi eyddi öllum sínum frítíma með mér og var alltaf með mér.“ Brynja segir samband sitt og föður síns alltaf hafa verið náið og hann hafi tekið þátt í öllu sem sneri að henni á æskuárum hennar. Til að mynda hafi hann haft stundatöfluna hennar sem skjáhvílu á tölvunni sinni svo hann gæti klárað vinnu þegar skóladagurinn kláraðist og tekið virkan þátt í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. „Hann mætti á hvern einasta fótboltaleik sem ég spilaði og ég var ekki einu sinni góð í fótbolta. Hann fór með mér til Ísafjarðar og Vestmannaeyja í einhverju hnoði í óveðri að keppa einhvers staðar úti á landi.“ „Ég og pabbi vorum svo lík svo þetta var stundum þannig að ef hann hafði trú á mér, þá var smá eins og ég hafði líka trú á mér. Ef hann trúði því, þá trúði ég líka að ég gæti gert það.“ Skilnaðurinn markaði kaflaskil Þegar Brynja var í menntaskóla skildu foreldrar hennar og segist hún þá hafa þurft að kveðja lífið sem hún hafði þekkt hingað til. Sú ímynd sem hún hafði haft af eigin lífi hafi hrunið og það sem hún hafði áður gengið að sem vísu var horfið. „Ég var búin að eiga alla ævi þessa fjölskyldu þar sem ég vissi alltaf að hverju ég kom. Heimili mitt var bara mitt og ég átti engin systkini en þá voru vinir mínir velkomnir allan sólarhringinn, alltaf, og þá fékk ég bara að ferðast með vinkonum mínum frekar en einhverjum fúlum systkinum. En allt í einu hvarf það.“ Hún segist hafa átt erfitt með að horfast í augu við skilnað foreldra sinna og í raun ekki ætlað að segja neinum frá því sem hafði gerst. Hún segir aldurinn hafa spilað inn í hversu viðkvæmt þetta var fyrir hana. „Ég skammaðist mín alveg brjálæðislega fyrir það. Maður er náttúrulega bara átján ára gelgja í Versló og ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér og sagði engum frá þessu mjög lengi. Svo flytur hann út og einhvern veginn verð ég náttúrulega að segja fólki frá þessu og ég verð rosalega reið út í pabba út af því mér fannst hann vera að skilja við mig,“ segir Brynja. Faðir Brynju gaf engar frekari ástæður fyrir skilnaðinum aðrar en þær að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hefði tekið. Hún hafi tekið það nærri sér, sérstaklega í ljósi þess hversu samrýmd þau voru og átti hún erfitt með að horfast í augu við nýjan veruleika. „Ég hefði alltaf getað sætt mig við skilnað en mér fannst hann hafa skilið við mig.“ Lýsti yfir áhyggjum korter í lokapróf „Aðdragandinn að þessu er kannski fyrst þegar ég er í HÍ í iðnaðarverkfræði þar. Í vorprófunum erum við pabbi ekki búin að tala almennilega saman en ég var samt með lykla af íbúðinni hans því ég var á bílnum hans. Þá var pabbi hættur að mæta í vinnuna og hættur að tala við fólk og búinn að loka sig svolítið af og talaði svo sem ekki við neinn nema mig og afa,“ segir Brynja um aðdragandann að andláti föður hennar og fyrstu merki þess að hann væri raunverulega að glíma við veikindi. Þegar Brynja var í miðjum prófum fékk hún heimsókn frá vini föður síns sem lýsti yfir áhyggjum af velferð hans og í raun að hann hefði áhyggjur af því að hann hafi framið sjálfsvíg. Þó hann hafi ekki sagt það beint út vissi Brynja að það var það var það sem hann óttaðist. „Ég var að fara í próf og eftir prófið átti ég að fara í íbúðina hans og athuga hvort hann væri á lífi eða ekki.“ Hún segist ekki hafa trúað því að það væri möguleiki og hafði fram að þessu ekki leitt hugann að því, enda höfðu þau hingað til ekki rætt andlega líðan hans. Hún segist ekki geta lýst tilfinningunni sem kom yfir hana þarna. Í undirmeðvitundinni segist hún hafa haft sömu áhyggjur því annars hefði hún ekki farið og athugað með hann eftir prófið en á sama tíma taldi hún þetta ekki líklega niðurstöðu. „Ef ég hefði trúað þessu hefði ég náttúrulega aldrei farið í prófið heldur bara brunað í íbúðina hans.“ Þegar Brynja fór í íbúð föður síns eftir prófið var hann hvergi sjáanlegur. Stuttu síðar kom þó í ljós að hann hafði ákveðið að fara einn til London, án þess að segja nokkrum frá. Eftir þetta atvik náðu þau loks sáttum eftir lítil samskipti um tíma. „Þá tölum við um þetta almennilega og hann viðurkennir þetta þunglyndi loksins og þá náum við sáttum, eða allavega ég horfi á þetta þannig að ég hafi ákveðið að fyrirgefa honum þennan skilnað. Þá lofaði hann að hann myndi aldrei gera þetta. Hann hefði bara þurft að komast í burtu en hann væri ekkert á þeim stað hann myndi einhvern tímann fyrirfara sér.“ Brynja og faðir hennar voru alla tíð afar náin.Úr einkasafni Löggan, sjúkrabíll og mamma Eftir þetta atvik segir Brynja föður sinn hafa sýnt merki um betri líðan. Hann hafi átt í meiri samskiptum við vini sína og heyrt í henni daglega og henni hafi því liðið eins og hún hefði fengið föður sinn aftur. Allt hafi verið eðlilegra. „Það kemur alveg eitt ár sirka sem er bara frekar gott í öllum samskiptum og á milli okkar. Hann verður líkari sjálfum sér aftur, því hann var búinn að vera ólíkur sjálfum sér einhvern veginn. Þá var hann kominn aftur og maður gat verið með honum.“ Helgina fyrir andlátið fagnaði fjölskyldan afmæli ömmu Brynju og segir hún aldrei hafa getað ímyndað sér hvað myndi gerast á mánudeginum eftir þá helgi. Þau hafi átt gott kvöld saman, ekkert verið óeðlilegt og ekkert sem benti til þess að hann hefði í huga að kveðja aðeins örfáum dögum síðar. „Þegar vinur pabba kemur þarna heim þá er pabbi náttúrulega búinn að vera á það skrýtnum stað, og öll samskipti við hann skrýtin og hann skrýtinn, þá trúði ég þessu þótt ég trúði þessu ekki. Samt hefði mér fundist það eðlilegra þá heldur en þegar hann gerir þetta því þarna voru búin að vera í ár frekar eðlileg samskipti og bara góð,“ segir Brynja. „Svo bara á mánudagsmorgninum kemur mamma í vinnuna og ég var veik heima. Þá hafði hann sent henni tölvupóst þar sem hann segir að hann hafi gert þetta og þetta var bara póstur til hennar. Á þessum mánudegi hringir mamma í mig og ég er bara sofandi heima því þetta er níu um morguninn. Ég skil svona semi ekkert sem mamma er að segja í símanum nema að hún heldur að pabbi hafi fyrirfarið sér.“ Hún segist hafa átt erfitt með að meðtaka upplýsingarnar og ákveða hvernig hún ætti að bregðast við þeim. Aftur hafi hún verið tvístígandi hvort hún trúði því að þetta hefði raunverulega átt sér stað. „Ég er bara ein heima, veit ekkert hvað ég á að gera þannig ég stend bara í fimm mínútur eða eitthvað. Þarna er þetta líka það sama, ég trúi þessu ekkert. Á ég að vera að drífa mig út? Mér fannst þetta bara vera kjaftæði. Þetta var bara mamma að vera móðursjúk, hann hefur ekkert gert þetta,“ segir Brynja. „Ég hringi bara í taxa og tek taxa niður eftir til hans. Þegar ég kem þá er löggan og sjúkrabíll og mamma þarna. Ég kem bara inn og ég sé hann og einhvern veginn var þetta allt raunverulegt.“ Upplifði frekar höfnun en reiði Hún segist ekki hafa viljað trúa því á leiðinni að hún væri að fara að koma að föður sínum látnum. Hún hafi haldið fast í það að þetta væri ekki satt og því hafi hún fyrst og fremst verið hissa þegar hún sá hvað hafði gerst. Stærsta áfallið kom þó ekki fyrr en hún þurfti að segja hvað hafði gerst upphátt. „Svo hringir vinkona mín í mig nokkrum mínútum eftir þetta og þegar ég þarf að segja þetta upphátt við einhvern, þá er þetta bara búið spil. Þá brotnaði ég niður og allt í einu, þegar ég þurfti að segja þetta við einhvern, þá var þetta orðið raunverulegt. Einhvern veginn var þetta ekkert raunverulegt þegar var bara lögga og sjúkrabíll þarna og enginn var að segja neitt.“ Brynja lýsir því sem höggi að hafa þurft að horfast í augu við þá staðreynd að pabbi hennar væri dáinn. Eftir slík áföll er oft talað um fimm stig sorgarinnar: Fyrst kemur afneitun og einangrun, síðar sársauki, sorg og samviskubit, við tekur reiði og svokallaðar samningaviðræður og þar eftir mikil depurð áður en sáttin á að taka yfir að lokum. Brynja segist oft hafa pælt í þessum stigum, þá sérstaklega reiðinni. „Ég hef nefnilega oft pælt í þessu með þessi stig, sérstaklega eins og þegar er sagt að það komi svona reiðitímabil. Ég hef aldrei verið reið. Ég veit ekki af hverju, ekki það að það má finna allar tilfinningar sem maður vill í þessu, en ég varð aldrei reið. Þetta var yfirleitt, fyrir utan þennan brjálaða söknuð, þá var höfnunin alltaf það versta. En það er kannski hvernig hann fer,“ segir hún og bætir við að hún hafi upplifað hana sterkast. „Þú hefur aldeilis sjálfsálit á sjálfri þér“ Aðspurð hvort hún hafi þurft að takast sérstaklega á við þá staðreynd að andleg veikindi voru banamein föður hennar segist hún alveg hafa þurft að tækla það. Sú hugmynd að hún hefði getað gert eitthvað til þess að koma í veg fyrir þetta er þó ekki eitthvað sem situr í henni í dag, þó það komi alveg tímabil sem hún leiði hugann að því. Hún segir það kannski eðlilegt í ljósi þess að hún var hans einkabarn og nánast eina manneskjan sem hann talaði reglulega við. Eftir að hafa verið mikilvægasta manneskjan í hans lífi í 25 ár sé það óhjákvæmilegt að þessi hugsun læðist að henni en eftir að hafa leitað aðstoðar sérfræðinga segist hún skilja þetta betur, og nefnir þar sérstaklega eitt samtal við sálfræðing þar sem þetta var rætt. „Þá segir hún við mig: „Þú hefur aldeilis sjálfsálit á sjálfri þér. Þú heldur að nærvera þín ein og sér geti bara læknað þunglyndi“,“ segir Brynja og hlær. „Auðvitað kemur þetta alltaf reglulega, að þetta sé mér að kenna og poppar mjög oft upp í hausinn á mér, en þetta var svolítið svona: Ah já Brynja, þú ert ekki svona æðisleg.“ Brynja segir það hafa verið óhjákvæmilegt að finna fyrir samviskubiti yfir fráfalli föður síns í ljósi þess að hún var einkabarn.Vísir/Vilhelm Gæti ekki ímyndað sér að eiga nánara samband við systkini en vini sína Það skín skýrt í gegn að vinir Brynju skipta hana miklu máli og hafa spilað stórt hlutverk í hennar lífi alla tíð. Sjálf segist hún ekki syrgja það að vera einkabarn þar sem hún þekki ekkert annað og sé lánsöm að eiga stóran og traustan vinahóp sem styðji hana í einu og öllu. „Þegar ég horfi á systkinasamband fólks er ég stundum bara: Why bother? Þið eruð ekkert náin, hvað eruð þið að eyða tíma í þetta. Svo náttúrulega sé ég líka alveg önnur systkinasambönd sem eru gullfalleg en ég kannski skil ekki tenginguna á bak við þetta,“ segir Brynja. „Kannski því ég er einkabarn á ég rosa stóran vinahóp og ótrúlega mikið af nánum vinum og vinkonum. Ég náttúrulega þekki það ekki að eiga systkini en ég get ekkert ímyndað mér að ég væri eitthvað mikið nánari einhverjum öðrum þó hann væri skyldur mér.“ Hún segist oft hafa verið spurð um viðbrögð vina sinna eftir andlát föður síns, þá sérstaklega í ljósi þess að um sjálfsvíg var að ræða. Það hafi margir velt því fyrir sér hvort aðstandendum hennar þætti óþægilegt að ræða um þetta og mögulega forðast það algjörlega. „Bæði vinir pabba og mömmu og vinir mínir og fjölskylda, ég veit ekki hvernig maður getur lýst því í orðum en þau gerðu allt sem þau gátu og gerðu einhvern veginn allt rétt þannig. Þetta var bara eins og ég ætti sex kærasta, allar vinkonur mínar sendu mér SMS á hverju kvöldi,“ segir Brynja og hlær og greinilega þakklát fyrir stuðning vina og fjölskyldu. Hún segir eina sem hún gæti viljað í systkini er skilningurinn á því hver manneskjan sem kvaddi var. Það að hún þekkti pabba sinn jafn vel og hún gerði geri það að verkum að fólk getur ekki fyllilega skilið hvað hún missti og taki því sem hún segir um pabba sinn sem heilögum sannleik. „Það hafa alveg komið tímabil þar sem ég vildi að ég ætti systkini eftir þetta en það er bara til að ég myndi eiga einhvern sem skildi pabba eins og ég skil pabba. Vinkonur mínar þekkja ekki pabba eins og ég þekki hann,“ segir Brynja. „Ég hugsa líka oft: Hvernig á ég eftir að kynnast einhverjum í lífinu, hvað ef ég eignast eiginmann? Ég sé það bara ekkert fyrir mér ef hann hefur ekki þekkt pabba.“ Stórt skref að viðurkenna að þetta hafi komið fyrir sig Eins og áður sagði var Brynja óhrædd við að gefa öllu séns í bataferlinu og að leita sér hjálpar. Þrátt fyrir það að vera meðvituð um hvað hafi gerst og vita að faðir hennar væri farinn tók það töluverðan tíma fyrir hana að horfast í augu við þá staðreynd að það væri raunveruleikinn. „Ég náði oft að setja þetta þannig, eins og fara í viðtöl og tala um þetta, því ég get alveg talað um þetta við fullt af fólki, þá var það þannig að þegar ég talaði um þetta þá fór ég í svona „state of mind“ að ég væri bara að segja sögu af einhverjum sem hefði misst pabba sinn úr sjálfsvígi. Þetta var samt ekkert pabbi minn, pabbi minn var bara í fríi.“ Hún segir að með þessum hætti hafi hún náð að tala um reynslu sína án þess að leggja tilfinningar sínar að veði. Hún hafi þannig náð að stíga út fyrir aðstæðurnar og sagt frá því sem gerðist, án þess að ræða sína upplifun beint. Það var því ekki fyrr en sálfræðingur sem Brynja leitaði til lét hana ganga í gegnum atburðarásina með sér að hún náði að meðtaka fyrir alvöru hvað hafði gerst. „Hún eiginlega neyddi mig til þess að svara spurningunum, hún svona lét mig ganga í gegnum atburðinn og lýsa þessu. Þegar ég sé hann skilurðu, eins og ég sé hann ekki fyrst nema fæturna, þá [spyr hún]: Og hver á þessa fætur? Þá er svo erfitt að segja: Pabbi minn,“ segir Brynja. „Mér leið alltaf eins og ég væri að horfa á stelpu sem leit alveg út eins og ég, lenda í þessu en ég lenti samt ekkert í þessu.“ „Ég verð alltaf gellan sem missti pabba sinn“ Dauðinn er óumflýjanlegur hluti af lífinu og því óhjákvæmilegt að leiða hugann stundum að þeirri staðreynd að einn daginn munum við eða einhver sem við elskum kveðja þennan heim. Þó sú tilhugsun sé erfið og jafnvel óbærileg segir Brynja ómögulegt að ímynda sér hvernig það raunverulega er að þurfa að kveðja einhvern sem þú elskar fyrr en þú lendir í því. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þessa tilfinningu. Jú, hún er hræðileg en ég hefði aldrei getað ímyndað mér hana. Hún er allt öðruvísi hræðileg en þegar ég heyri sögur af öðrum.“ Það er mikilvægt að vernda sig frá neikvæðum hugsunum. Það sé einfaldlega nauðsynlegt oft á tíðum.Úr einkasafni Hún segir afneitun, höfnun og söknuð vera sterkustu tilfinningarnar sem sitja eftir. Það komi enn dagar þar sem hún leyfi sér velta sér upp úr hugsunum um föður sinn og það sem gerðist og þá sé yfirleitt ekki aftur snúið fyrr en jafnvel næsta dag. „Mér líður eins og ég sé með svart ský inni í bringunni á mér sem bara stækkar og stækkar og stækkar, og það er bara að éta mig upp og mig svíður í líkamann,“ segir Brynja og áréttar að það sé einnig mikilvægt að leyfa sér að vernda sig frá slíkum hugsunum. „Fólk segir alltaf að maður verði að leyfa öllum tilfinningunum að koma, en það er ekkert alltaf hægt í þessari stöðu. Þetta eru svo brjálaðar tilfinningar og þetta er svo stórt dæmi.“ Hún viðurkennir að það fari í taugarnar á sér að hugsa til þess að sorgarferlið taki aldrei alvöru enda. Það sé eitthvað sem muni fylgja henni alla tíð og það sé hálfpartinn ósanngjarnt að ganga í gegnum slíkt ferli án þess að geta horft fram á skýran endapunkt. Að sorgin sé ekki bara tímabundið ástand. „Stundum fæ ég svona tilfinningu að ef ég er ógeðslega dugleg að vinna í sjálfri mér, ógeðslega dugleg að vinna í tilfinningunum mínum og mæta til sálfræðings og gera allt sem ég á að gera, þá er ég svona búin með þetta. Þá fæ ég pabba aftur og þetta er bara búið. Ég stóð mig vel í sorgarferlinu og klapp á bakið,“ segir Brynja. „Eins og ef maður er í skóla eða að gera eitthvað, þá er þetta bara búið. En ég [hugsa] stundum: „Oh my god, ég verð alltaf gellan sem missti pabba sinn“ og stundum langar manni bara ekkert að vera sú manneskja.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Missir Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira