Opið bréf til borgarráðs um opnunartíma leikskóla og raunverulegar aðstæður foreldra Stuðningshópur leikskólanna skrifar 16. janúar 2020 11:00 Við undirritaðar skorum á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði. Þessar breytingar munu óumflýjanlega koma verst niður á þeim sem síst skyldi. Rökin fyrir ákvörðuninni eru í meginatriðum tvenn: Foreldrar nýti almennt ekki hálftímann milli hálf fimm og fimm og breytingin muni draga úr álagi á börn og starfsfólk. Ef við lítum á fyrri rökin fyrst, þá eru þau sennilega sönn, en forsendan er röng. Vissulega er það minnihluti foreldra sem er með vistunartíma fyrir börnin sín til klukkan fimm á daginn og enn færri sem nýta hann allan, en fyrir flest þetta fólk er þessi þjónusta nauðsynleg. Og það hefur aldrei talist til raka gegn þjónustu að fá þurfi á henni að halda (Eða hvað, á að leggja niður fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna? Heimahjúkrun?). Í öðru lagi er það álagið. Þó mögulega geti breytingarnar haft jákvæð áhrif á álag á starfsfólk er alls ekki útséð um að áhrifin verði jákvæð á börn. Álagið mun aftur á móti aukast á þá foreldra sem þurfa á þjónustunni að halda, foreldra sem eru í flestum tilfellum undir gríðarlegu álagi fyrir. Málið er að á stóru landssvæði, eins og Reykjavík, er níu og hálfs tíma vistunartími leikskóla algjör grunnþjónusta. Alls konar fólk er í vinnu með viðveruskyldu á ákveðnum tímum, t.d. 8-16. Ef við tökum dæmi um konu sem býr í Grafarvogi og vinnur á Landspítalanum þarf hún að vera komin með barn sitt á leikskólann klukkan 7:30 til að vera mætt í vinnu á tilsettum tíma og ekkert má út af bregða til að hún komist að sækja barn sitt klukkan 16:30. Annað dæmi gæti verið heimili þar sem er barn í fyrstu bekkjum grunnskóla og annað á leikskóla. Grunnskólinn opnar klukkan 8 svo það er í fyrsta lagi þá sem viðkomandi foreldri getur lagt af stað til vinnu og er þá komið í vinnuna (gefið að hún sé í Reykjavík) 15-30 mínútum seinna. Fyrir þetta foreldri þarf leikskólinn að vera opinn til klukkan 17 ætli það að ná átta klukkustunda vinnudegi. Ótal margt fólk vinnur ekki bara störf með viðveruskyldu, heldur hefur engan annan til að taka við álaginu sem felst í því að þurfa að skutla og sækja börn ásamt því að skila af sér vinnuskyldunni. Sum eru einstæð, önnur eiga maka sem vinnur erlendis eða á vöktum, og svo eru ótal mörg sem eiga ekki stuðningsnet í nágrenninu. Við getum vel tekið undir nauðsyn þess að létta álagi af leikskólabörnum og starfsfólki leikskóla. Borgin gæti stuðlað að slíku með styttingu vinnuvikunnar, með bættum starfsaðstæðum, hærri launum og minna álagi á starfsfólk leikskólanna. Þessi aðgerð verður þó aðeins til að auka á álag og vanlíðan hjá hópi sem má einfaldlega ekki við því.Claudia Overesch, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Kristjana Ásbjörnsdóttir, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við undirritaðar skorum á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði. Þessar breytingar munu óumflýjanlega koma verst niður á þeim sem síst skyldi. Rökin fyrir ákvörðuninni eru í meginatriðum tvenn: Foreldrar nýti almennt ekki hálftímann milli hálf fimm og fimm og breytingin muni draga úr álagi á börn og starfsfólk. Ef við lítum á fyrri rökin fyrst, þá eru þau sennilega sönn, en forsendan er röng. Vissulega er það minnihluti foreldra sem er með vistunartíma fyrir börnin sín til klukkan fimm á daginn og enn færri sem nýta hann allan, en fyrir flest þetta fólk er þessi þjónusta nauðsynleg. Og það hefur aldrei talist til raka gegn þjónustu að fá þurfi á henni að halda (Eða hvað, á að leggja niður fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna? Heimahjúkrun?). Í öðru lagi er það álagið. Þó mögulega geti breytingarnar haft jákvæð áhrif á álag á starfsfólk er alls ekki útséð um að áhrifin verði jákvæð á börn. Álagið mun aftur á móti aukast á þá foreldra sem þurfa á þjónustunni að halda, foreldra sem eru í flestum tilfellum undir gríðarlegu álagi fyrir. Málið er að á stóru landssvæði, eins og Reykjavík, er níu og hálfs tíma vistunartími leikskóla algjör grunnþjónusta. Alls konar fólk er í vinnu með viðveruskyldu á ákveðnum tímum, t.d. 8-16. Ef við tökum dæmi um konu sem býr í Grafarvogi og vinnur á Landspítalanum þarf hún að vera komin með barn sitt á leikskólann klukkan 7:30 til að vera mætt í vinnu á tilsettum tíma og ekkert má út af bregða til að hún komist að sækja barn sitt klukkan 16:30. Annað dæmi gæti verið heimili þar sem er barn í fyrstu bekkjum grunnskóla og annað á leikskóla. Grunnskólinn opnar klukkan 8 svo það er í fyrsta lagi þá sem viðkomandi foreldri getur lagt af stað til vinnu og er þá komið í vinnuna (gefið að hún sé í Reykjavík) 15-30 mínútum seinna. Fyrir þetta foreldri þarf leikskólinn að vera opinn til klukkan 17 ætli það að ná átta klukkustunda vinnudegi. Ótal margt fólk vinnur ekki bara störf með viðveruskyldu, heldur hefur engan annan til að taka við álaginu sem felst í því að þurfa að skutla og sækja börn ásamt því að skila af sér vinnuskyldunni. Sum eru einstæð, önnur eiga maka sem vinnur erlendis eða á vöktum, og svo eru ótal mörg sem eiga ekki stuðningsnet í nágrenninu. Við getum vel tekið undir nauðsyn þess að létta álagi af leikskólabörnum og starfsfólki leikskóla. Borgin gæti stuðlað að slíku með styttingu vinnuvikunnar, með bættum starfsaðstæðum, hærri launum og minna álagi á starfsfólk leikskólanna. Þessi aðgerð verður þó aðeins til að auka á álag og vanlíðan hjá hópi sem má einfaldlega ekki við því.Claudia Overesch, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Kristjana Ásbjörnsdóttir, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun